Hátíska í regnvotri París 10. júlí 2007 01:30 Fallegur jakki og kjóll en töffaralegar leðurgrifflur við. Hátískuvikunni í París er nýlokið og meðal þeirra sem sýndu var að sjálfsögðu Karl Lagerfeld fyrir Chanel. Hann kallaði línuna High Profile og lagði áherslu á að flíkurnar væru sem glæsilegastar séðar á hlið. „Allt er flatt að framan, það snýst allt um prófílinn.“ Línan þótti ólík fyrri línum Karls Lagerfeld fyrir tískuhúsið og hann kynnti nýja sýn á hina klassísku Chanel-dragt. Sýningin fór fram utandyra í Saint Cloud- garðinum í París og rigndi niður á hátískuflíkurnar. Það dró þó ekki úr áhrifum hönnunarinnar og grámóskulegt veðrið fór vel með öllum glæsileikanum. Þarna mátti meðal annars sjá fjaðrir, pífur og útsaum og litirnir voru dempaðir. Grátt, ljósfjólublátt, fölbleikt, ljósblátt og grænt í bland við svart og hvítt. Sumar fyrirsæturnar báru nýtískulega útgáfu af gömlu lambhúshettunni en leðurbuxur og leðurgrifflur voru gott mótvægi við allar rómantísku og fallegu flíkurnar. Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Hátískuvikunni í París er nýlokið og meðal þeirra sem sýndu var að sjálfsögðu Karl Lagerfeld fyrir Chanel. Hann kallaði línuna High Profile og lagði áherslu á að flíkurnar væru sem glæsilegastar séðar á hlið. „Allt er flatt að framan, það snýst allt um prófílinn.“ Línan þótti ólík fyrri línum Karls Lagerfeld fyrir tískuhúsið og hann kynnti nýja sýn á hina klassísku Chanel-dragt. Sýningin fór fram utandyra í Saint Cloud- garðinum í París og rigndi niður á hátískuflíkurnar. Það dró þó ekki úr áhrifum hönnunarinnar og grámóskulegt veðrið fór vel með öllum glæsileikanum. Þarna mátti meðal annars sjá fjaðrir, pífur og útsaum og litirnir voru dempaðir. Grátt, ljósfjólublátt, fölbleikt, ljósblátt og grænt í bland við svart og hvítt. Sumar fyrirsæturnar báru nýtískulega útgáfu af gömlu lambhúshettunni en leðurbuxur og leðurgrifflur voru gott mótvægi við allar rómantísku og fallegu flíkurnar.
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira