Toyota fer troðnar slóðir 30. júní 2007 02:30 Toyota Auris er einskonar blanda af Corolla og Yaris. Hann er góður í akstri en hann vantar sál. fréttablaðið/valli Toyota Auris er nýr hlaðbakur sem ætlað er að taka við af hlaðbaksútgáfum Corolla. Barnið vex en brókin ekki. Bílar gera það hinsvegar. Gott dæmi er Toyota Corolla sem hefur gegnum tíðina stækkað úr smábíl í fullvaxinn fólksbíl og um leið orðið að mjög fjölbreyttri bílalínu. Toyota ákvað loks að nú væri komið nóg og skipta þyrfti línunni upp. Arftaki hins klassíska Corollu-hlaðbaks varð þannig til og hlaut hann nafnið Auris. Engum sem keyri Auris dylst hvaðan aðaldrættir bílsins koma. Hann minnir óneytanlega á stórabróður en jafnframt ofurbílinn Yaris og sem slíkur ætti hann að falla vel í kramið hjá Toyota-þyrstri þjóð. Við hönnun Toyota Auris hafa við fyrstu sýn allar hefðbundnar og þaulprófaðar leiðir verið farnar. Það er heldur engin ástæða til að breyta því sem virkar. Bíllinn er léttur og lipur, skiptingin skilar sínu áreynslulaust, og fjöðrunin er nokkuð góð. Ekki er hægt að segja að Auris sé kraftmikill bíll en á meðan ósonlagið er að hrynja og Evrópa að sökkva sættir maður sig við aðeins minna afl fyrir hreinni samvisku. Eitt er þó sem stingur í stúf í Auris. Í miðjum bílnum rís silfurgrár stokkur sem hækkar gírstöngina og gefur innréttingunni mjög sérstakt yfirbragð. Það er engu líkara en að á miðju hönnunarferlinu hafi hönnuðir bílsins fengið sér aðeins of mikið af saki. Þeir hafi dottið í það, farið í karókí og einn þeirra staulast aftur í vinnuna um miðja nótt, hannað stokkinn og svo sofnað fram á lyklaborðið. Stokkurinn er frábær og bara ef hönnuðirnir hefðu haldið áfram í sama stíl. Því er ekki að skipta og því stendur stokkurinn eins og minnisvarði um hvað bíllinn hefði getað orðið hefði verið farið alla leið. Auris er góður bíll. Það er gott að keyra hann og ef marka má almannaróm, en hann lýgur víst sjaldan, þá er gott að eiga hann. En það að vera góður er ekki nóg. Bíll þarf líka að vera skemmtilegur. Þar liggur helsti veikleiki Auris. Það er gott að keyra hann en því miður þá vantar nokkuð upp á að það sé gaman. Bílar Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Toyota Auris er nýr hlaðbakur sem ætlað er að taka við af hlaðbaksútgáfum Corolla. Barnið vex en brókin ekki. Bílar gera það hinsvegar. Gott dæmi er Toyota Corolla sem hefur gegnum tíðina stækkað úr smábíl í fullvaxinn fólksbíl og um leið orðið að mjög fjölbreyttri bílalínu. Toyota ákvað loks að nú væri komið nóg og skipta þyrfti línunni upp. Arftaki hins klassíska Corollu-hlaðbaks varð þannig til og hlaut hann nafnið Auris. Engum sem keyri Auris dylst hvaðan aðaldrættir bílsins koma. Hann minnir óneytanlega á stórabróður en jafnframt ofurbílinn Yaris og sem slíkur ætti hann að falla vel í kramið hjá Toyota-þyrstri þjóð. Við hönnun Toyota Auris hafa við fyrstu sýn allar hefðbundnar og þaulprófaðar leiðir verið farnar. Það er heldur engin ástæða til að breyta því sem virkar. Bíllinn er léttur og lipur, skiptingin skilar sínu áreynslulaust, og fjöðrunin er nokkuð góð. Ekki er hægt að segja að Auris sé kraftmikill bíll en á meðan ósonlagið er að hrynja og Evrópa að sökkva sættir maður sig við aðeins minna afl fyrir hreinni samvisku. Eitt er þó sem stingur í stúf í Auris. Í miðjum bílnum rís silfurgrár stokkur sem hækkar gírstöngina og gefur innréttingunni mjög sérstakt yfirbragð. Það er engu líkara en að á miðju hönnunarferlinu hafi hönnuðir bílsins fengið sér aðeins of mikið af saki. Þeir hafi dottið í það, farið í karókí og einn þeirra staulast aftur í vinnuna um miðja nótt, hannað stokkinn og svo sofnað fram á lyklaborðið. Stokkurinn er frábær og bara ef hönnuðirnir hefðu haldið áfram í sama stíl. Því er ekki að skipta og því stendur stokkurinn eins og minnisvarði um hvað bíllinn hefði getað orðið hefði verið farið alla leið. Auris er góður bíll. Það er gott að keyra hann og ef marka má almannaróm, en hann lýgur víst sjaldan, þá er gott að eiga hann. En það að vera góður er ekki nóg. Bíll þarf líka að vera skemmtilegur. Þar liggur helsti veikleiki Auris. Það er gott að keyra hann en því miður þá vantar nokkuð upp á að það sé gaman.
Bílar Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira