Ég brosi allan hringinn í dag 23. júní 2007 10:30 Dóra María Lárusdóttir fagnar marki sínu gegn Serbum í fyrrakvöld. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði einnig í leiknum en hún er til hægri á myndinni. Anton „Þær voru frábærar í þessum leik en það sem er eftirminnilegast er að tæplega sex þúsund manns mættu á völlinn og áhorfendametið var tvöfaldað," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrum þjálfari og leikmaður með íslenska landsliðinu, um leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Ísland vann leikinn með fimm mörkum gegn engu og trónir nú á toppi síns riðils í undankeppni EM 2009 með fullt hús eftir þrjá leiki. „Það var svo augljóst á leikmönnum að leikgleðin var mikil og þær voru skælbrosandi inni á vellinum." Hún segir að staða kvennaknattspyrnunnar hafi bæst mikið á undanförnum misserum og að hápunktinum hafi verið náð í fyrrakvöld. „Eitt atriði sem mér finnst skipta miklu máli er að kvennaboltinn hefur eignast fullt af málsvörum .Það eru ekki bara stelpurnar sjálfar og foreldrar þeirra sem eru að berjast í þessu heldur fullt af öðru fólki. Margir aðilar, eins og Fréttablaðið, hefur vakið máls á ýmsum málefnum og fylgt þeim svo vel eftir," sagði Vanda. „Leikurinn í gær var svo toppurinn. Fyrir alla þá sem hafa verið að berjast í kvennaboltanum í öll þessi ár og áratugi er þetta afar ánægjulegt. Sjálf brosi ég allan hringinn." Vanda segir að leikmenn hafi mætt gríðarlega einbeittir til leiks. „Þær voru greinilega búnar að ákveða að sýna Serbum að þær ættu ekki möguleika í þessum leik og það gerðu þær strax frá fyrstu mínútu. Þetta er tvímælalaust besta landslið sem við höfum átt frá upphafi, þessar stelpur eru fljótari og búa yfir betri tækni. Þær hafa líka áður sýnt með yngri landsliðum Íslands og góðum árangri á Norðurlandamótum að þær eru góðar. Það er ný kynslóð að koma upp í landsliðinu og þær ætla greinilega að láta draum sinn rætast." Engu að síður er nóg eftir af undankeppninni og sjálf úrslitakeppnin í Finnlandi fer ekki fram fyrr en eftir tvö ár. „Liðið verður að halda sér á jörðinni og halda áfram á sömu braut. Og ég veit að stelpurnar hafa verið mjög duglegar að æfa, allt upp í tíu sinnum í viku. Það segir sína sögu." Íslenski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Sjá meira
„Þær voru frábærar í þessum leik en það sem er eftirminnilegast er að tæplega sex þúsund manns mættu á völlinn og áhorfendametið var tvöfaldað," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrum þjálfari og leikmaður með íslenska landsliðinu, um leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Ísland vann leikinn með fimm mörkum gegn engu og trónir nú á toppi síns riðils í undankeppni EM 2009 með fullt hús eftir þrjá leiki. „Það var svo augljóst á leikmönnum að leikgleðin var mikil og þær voru skælbrosandi inni á vellinum." Hún segir að staða kvennaknattspyrnunnar hafi bæst mikið á undanförnum misserum og að hápunktinum hafi verið náð í fyrrakvöld. „Eitt atriði sem mér finnst skipta miklu máli er að kvennaboltinn hefur eignast fullt af málsvörum .Það eru ekki bara stelpurnar sjálfar og foreldrar þeirra sem eru að berjast í þessu heldur fullt af öðru fólki. Margir aðilar, eins og Fréttablaðið, hefur vakið máls á ýmsum málefnum og fylgt þeim svo vel eftir," sagði Vanda. „Leikurinn í gær var svo toppurinn. Fyrir alla þá sem hafa verið að berjast í kvennaboltanum í öll þessi ár og áratugi er þetta afar ánægjulegt. Sjálf brosi ég allan hringinn." Vanda segir að leikmenn hafi mætt gríðarlega einbeittir til leiks. „Þær voru greinilega búnar að ákveða að sýna Serbum að þær ættu ekki möguleika í þessum leik og það gerðu þær strax frá fyrstu mínútu. Þetta er tvímælalaust besta landslið sem við höfum átt frá upphafi, þessar stelpur eru fljótari og búa yfir betri tækni. Þær hafa líka áður sýnt með yngri landsliðum Íslands og góðum árangri á Norðurlandamótum að þær eru góðar. Það er ný kynslóð að koma upp í landsliðinu og þær ætla greinilega að láta draum sinn rætast." Engu að síður er nóg eftir af undankeppninni og sjálf úrslitakeppnin í Finnlandi fer ekki fram fyrr en eftir tvö ár. „Liðið verður að halda sér á jörðinni og halda áfram á sömu braut. Og ég veit að stelpurnar hafa verið mjög duglegar að æfa, allt upp í tíu sinnum í viku. Það segir sína sögu."
Íslenski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Sjá meira