Fagra Ísland – dagur tvö Ögmundur Jónasson skrifar 30. maí 2007 00:01 Allt var komið í háa loft strax á öðrum degi ríkisstjórnarinnar. Tilefnin voru Þjórsárverin og Norðlingaölduveita. Geir Hilmar segir ekkert um hana vera í stjórnarsáttmála. Ingibjörg Sólrún segist skilja stjórnarsáttmálann svo að Norðlingaölduveita sé út af borðinu, Össur á sama máli og Þórunn umhverfisráðherra segist styðja „sinn formann“. Það sem er óþægilegast við þessa umræðu á degi tvö í lífi Baugsstjórnarinnar er að um þetta hefur greinilega ekki verið rætt á viðræðufundum þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Hilmars við myndun ríkisstjórnarinnar. Sannast sagna held ég að fæstir hafi haft hugarflug til að ímynda sér að ráðist yrði í Norðlingaölduveitu með Samfylkinguna í ríkisstjórn með sitt Fagra Ísland upp á vasann. Þess vegna er það áhyggjuefni þegar nú kemur í ljós að málið hafi ekki einu sinni verið reifað! Eftir allar hinar miklu yfirlýsingar helgarinnar er ljóst að Norðlingaölduveita er út af borðinu. Stóra málið er hins vegar neðri Þjórsá. Mun Samfylkingin standa vörð þar eða verður gefið eftir? Björg Eva Erlendsdóttir skrifar í Morgunblaðið laugardaginn 26. maí: „Skýr stefna forystu Samfylkingarinnar um að virkja Þjórsá ekki meira að sinni getur komið í veg fyrir stórtjón á samfélagi og náttúru í sunnlenskum byggðum.“ Nú er spurningin hvaða útgáfa af stefnu Samfylkingarinnar í virkjunarmálum verður ofan á: Fagra Ísland eða fagra Ísland? Nú er að vita hvað dagur þrjú og síðan dagur fjögur bera í skauti sér. Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að bíða spenntur eftir næstu útspilum og þá hvaða stefna verður ofan á hjá Samfylkingunni. Íslands vegna held ég með Fagra Íslandi. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Allt var komið í háa loft strax á öðrum degi ríkisstjórnarinnar. Tilefnin voru Þjórsárverin og Norðlingaölduveita. Geir Hilmar segir ekkert um hana vera í stjórnarsáttmála. Ingibjörg Sólrún segist skilja stjórnarsáttmálann svo að Norðlingaölduveita sé út af borðinu, Össur á sama máli og Þórunn umhverfisráðherra segist styðja „sinn formann“. Það sem er óþægilegast við þessa umræðu á degi tvö í lífi Baugsstjórnarinnar er að um þetta hefur greinilega ekki verið rætt á viðræðufundum þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Hilmars við myndun ríkisstjórnarinnar. Sannast sagna held ég að fæstir hafi haft hugarflug til að ímynda sér að ráðist yrði í Norðlingaölduveitu með Samfylkinguna í ríkisstjórn með sitt Fagra Ísland upp á vasann. Þess vegna er það áhyggjuefni þegar nú kemur í ljós að málið hafi ekki einu sinni verið reifað! Eftir allar hinar miklu yfirlýsingar helgarinnar er ljóst að Norðlingaölduveita er út af borðinu. Stóra málið er hins vegar neðri Þjórsá. Mun Samfylkingin standa vörð þar eða verður gefið eftir? Björg Eva Erlendsdóttir skrifar í Morgunblaðið laugardaginn 26. maí: „Skýr stefna forystu Samfylkingarinnar um að virkja Þjórsá ekki meira að sinni getur komið í veg fyrir stórtjón á samfélagi og náttúru í sunnlenskum byggðum.“ Nú er spurningin hvaða útgáfa af stefnu Samfylkingarinnar í virkjunarmálum verður ofan á: Fagra Ísland eða fagra Ísland? Nú er að vita hvað dagur þrjú og síðan dagur fjögur bera í skauti sér. Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að bíða spenntur eftir næstu útspilum og þá hvaða stefna verður ofan á hjá Samfylkingunni. Íslands vegna held ég með Fagra Íslandi. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar