Fagra Ísland – dagur tvö Ögmundur Jónasson skrifar 30. maí 2007 00:01 Allt var komið í háa loft strax á öðrum degi ríkisstjórnarinnar. Tilefnin voru Þjórsárverin og Norðlingaölduveita. Geir Hilmar segir ekkert um hana vera í stjórnarsáttmála. Ingibjörg Sólrún segist skilja stjórnarsáttmálann svo að Norðlingaölduveita sé út af borðinu, Össur á sama máli og Þórunn umhverfisráðherra segist styðja „sinn formann“. Það sem er óþægilegast við þessa umræðu á degi tvö í lífi Baugsstjórnarinnar er að um þetta hefur greinilega ekki verið rætt á viðræðufundum þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Hilmars við myndun ríkisstjórnarinnar. Sannast sagna held ég að fæstir hafi haft hugarflug til að ímynda sér að ráðist yrði í Norðlingaölduveitu með Samfylkinguna í ríkisstjórn með sitt Fagra Ísland upp á vasann. Þess vegna er það áhyggjuefni þegar nú kemur í ljós að málið hafi ekki einu sinni verið reifað! Eftir allar hinar miklu yfirlýsingar helgarinnar er ljóst að Norðlingaölduveita er út af borðinu. Stóra málið er hins vegar neðri Þjórsá. Mun Samfylkingin standa vörð þar eða verður gefið eftir? Björg Eva Erlendsdóttir skrifar í Morgunblaðið laugardaginn 26. maí: „Skýr stefna forystu Samfylkingarinnar um að virkja Þjórsá ekki meira að sinni getur komið í veg fyrir stórtjón á samfélagi og náttúru í sunnlenskum byggðum.“ Nú er spurningin hvaða útgáfa af stefnu Samfylkingarinnar í virkjunarmálum verður ofan á: Fagra Ísland eða fagra Ísland? Nú er að vita hvað dagur þrjú og síðan dagur fjögur bera í skauti sér. Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að bíða spenntur eftir næstu útspilum og þá hvaða stefna verður ofan á hjá Samfylkingunni. Íslands vegna held ég með Fagra Íslandi. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Sjá meira
Allt var komið í háa loft strax á öðrum degi ríkisstjórnarinnar. Tilefnin voru Þjórsárverin og Norðlingaölduveita. Geir Hilmar segir ekkert um hana vera í stjórnarsáttmála. Ingibjörg Sólrún segist skilja stjórnarsáttmálann svo að Norðlingaölduveita sé út af borðinu, Össur á sama máli og Þórunn umhverfisráðherra segist styðja „sinn formann“. Það sem er óþægilegast við þessa umræðu á degi tvö í lífi Baugsstjórnarinnar er að um þetta hefur greinilega ekki verið rætt á viðræðufundum þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Hilmars við myndun ríkisstjórnarinnar. Sannast sagna held ég að fæstir hafi haft hugarflug til að ímynda sér að ráðist yrði í Norðlingaölduveitu með Samfylkinguna í ríkisstjórn með sitt Fagra Ísland upp á vasann. Þess vegna er það áhyggjuefni þegar nú kemur í ljós að málið hafi ekki einu sinni verið reifað! Eftir allar hinar miklu yfirlýsingar helgarinnar er ljóst að Norðlingaölduveita er út af borðinu. Stóra málið er hins vegar neðri Þjórsá. Mun Samfylkingin standa vörð þar eða verður gefið eftir? Björg Eva Erlendsdóttir skrifar í Morgunblaðið laugardaginn 26. maí: „Skýr stefna forystu Samfylkingarinnar um að virkja Þjórsá ekki meira að sinni getur komið í veg fyrir stórtjón á samfélagi og náttúru í sunnlenskum byggðum.“ Nú er spurningin hvaða útgáfa af stefnu Samfylkingarinnar í virkjunarmálum verður ofan á: Fagra Ísland eða fagra Ísland? Nú er að vita hvað dagur þrjú og síðan dagur fjögur bera í skauti sér. Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að bíða spenntur eftir næstu útspilum og þá hvaða stefna verður ofan á hjá Samfylkingunni. Íslands vegna held ég með Fagra Íslandi. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun