Monthús og mannvirki 5. maí 2007 06:15 Að stækka styttuna af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli í Frelsisstyttustærð og hafa útsýnispall í spjótinu er einhver allra flottasta tillaga sem opinber hugmyndasamkeppni um skipulagsmál hefur getið af sér. Ef rétt er munað kom þessi hugmynd fram í samkeppni í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar fyrir rúmum tuttugu árum. Því miður var hún ekki framkvæmd, en eins og gildir um margar góðar hugmyndir hefur hún staðið ágætlega af sér ágang tímans, svo enn geta stórhuga menn látið hana verða að veruleika. Á þessum tíma var þó við völd í höfuðborginni sannarlega stórhuga borgarstjóri, sem átti eftir að koma að byggingu tveggja mannvirkja sem hvort um sig lyfti ásýnd borgarinnar upp á við. Perlan og Ráðhús Reykjavíkur eru fyrst og fremst arfleifð Davíðs Oddssonar og báðar eru byggingarnar afbragðs dæmi um að menn mega - og eiga - að hugsa stórt þegar kemur að opinberum framkvæmdum. Að minnsta kosti af og til. Ráðhúsið fer einstaklega vel á Tjarnarbakkanum og það er sannarlega sómi að Perlunni þar sem hún tyllir sér stássleg efst í Öskjuhlíðinni. Að vísu er Perlan mun betri í fjarlægð en nálægð; þegar inn er komið er þetta undarlega tilgangslítið mannvirki. En það er allt annað mál. Það á þá örugglega einhver snjöll kona, nú eða snjall karl, eftir að finna byggingunni verðugra hlutverk heldur en að fóstra útsölumarkaði og dýrasýningar þegar það vantar gólfpláss undir slíka viðburði. Andstæðingar Davíðs mótmæltu ákaft byggingu húsanna beggja. Þau þóttu bruðl og óþarfa flottræfilsháttur. Sama gerðist þegar Alfreð Þorsteinsson, fyrrum stjórnarformaður Orkuveitunnar, stóð fyrir byggingu glæsilegra höfuðstöðva fyrirtæksins við Bæjarháls. Nema þá kom gráturinn úr hinni áttinni. Þetta var of flott, of dýrt, of fínt. Síðast fór Egill Helgason þáttastjórnandi með þessa þulu þegar hann kom inn í húsið til að stýra þar kosningaþætti á Stöð 2 á dögunum. Þetta er óþarfa kotbúahugsunarháttur. Það er ekkert að því að hugsa stórt og framkvæma. Hvað væri Reykjavík til dæmis án Perlunnar, eða Hallgrímskirkju svo annað umdeilt dæmi sé tekið? Í byrjun vikunnar kynnti menntamálaráðherra niðurstöður nefndar um stefnu íslenskra stjórnvalda í byggingarlist. Tillögurnar hafa fengið nafnið „Menningarstefna í mannvirkjagerð". Fangar það ágætlega þá hugsun að ekki eiga alltaf eingöngu að liggja hagræn sjónarmið að baki opinberum mannvirkjum, heldur geta þau jafnframt verið menningarauki út af fyrir sig. Auðvitað er best þegar fer saman að hægt er að nota mannvirki og horfa á þau, en það á hins vegar ekki að vera algilt viðmið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Að stækka styttuna af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli í Frelsisstyttustærð og hafa útsýnispall í spjótinu er einhver allra flottasta tillaga sem opinber hugmyndasamkeppni um skipulagsmál hefur getið af sér. Ef rétt er munað kom þessi hugmynd fram í samkeppni í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar fyrir rúmum tuttugu árum. Því miður var hún ekki framkvæmd, en eins og gildir um margar góðar hugmyndir hefur hún staðið ágætlega af sér ágang tímans, svo enn geta stórhuga menn látið hana verða að veruleika. Á þessum tíma var þó við völd í höfuðborginni sannarlega stórhuga borgarstjóri, sem átti eftir að koma að byggingu tveggja mannvirkja sem hvort um sig lyfti ásýnd borgarinnar upp á við. Perlan og Ráðhús Reykjavíkur eru fyrst og fremst arfleifð Davíðs Oddssonar og báðar eru byggingarnar afbragðs dæmi um að menn mega - og eiga - að hugsa stórt þegar kemur að opinberum framkvæmdum. Að minnsta kosti af og til. Ráðhúsið fer einstaklega vel á Tjarnarbakkanum og það er sannarlega sómi að Perlunni þar sem hún tyllir sér stássleg efst í Öskjuhlíðinni. Að vísu er Perlan mun betri í fjarlægð en nálægð; þegar inn er komið er þetta undarlega tilgangslítið mannvirki. En það er allt annað mál. Það á þá örugglega einhver snjöll kona, nú eða snjall karl, eftir að finna byggingunni verðugra hlutverk heldur en að fóstra útsölumarkaði og dýrasýningar þegar það vantar gólfpláss undir slíka viðburði. Andstæðingar Davíðs mótmæltu ákaft byggingu húsanna beggja. Þau þóttu bruðl og óþarfa flottræfilsháttur. Sama gerðist þegar Alfreð Þorsteinsson, fyrrum stjórnarformaður Orkuveitunnar, stóð fyrir byggingu glæsilegra höfuðstöðva fyrirtæksins við Bæjarháls. Nema þá kom gráturinn úr hinni áttinni. Þetta var of flott, of dýrt, of fínt. Síðast fór Egill Helgason þáttastjórnandi með þessa þulu þegar hann kom inn í húsið til að stýra þar kosningaþætti á Stöð 2 á dögunum. Þetta er óþarfa kotbúahugsunarháttur. Það er ekkert að því að hugsa stórt og framkvæma. Hvað væri Reykjavík til dæmis án Perlunnar, eða Hallgrímskirkju svo annað umdeilt dæmi sé tekið? Í byrjun vikunnar kynnti menntamálaráðherra niðurstöður nefndar um stefnu íslenskra stjórnvalda í byggingarlist. Tillögurnar hafa fengið nafnið „Menningarstefna í mannvirkjagerð". Fangar það ágætlega þá hugsun að ekki eiga alltaf eingöngu að liggja hagræn sjónarmið að baki opinberum mannvirkjum, heldur geta þau jafnframt verið menningarauki út af fyrir sig. Auðvitað er best þegar fer saman að hægt er að nota mannvirki og horfa á þau, en það á hins vegar ekki að vera algilt viðmið.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun