Bleikt ský eða bati? 23. apríl 2007 05:45 Sagt er að fyrir alkóhólista sem langar að snúa frá villu síns vegar og ná góðum bata sé hollt að fara á 90 AA-fundi á 90 dögum. Í aðdraganda kosninga hegða flestir stjórnmálamenn sér samkvæmt þessari forskrift; þeir duglegustu ná allt upp í 180 fundum á 90 dögum. Eins og alkóhólistar eru þeir fullir með góðan ásetning og sjá framtíðina í rósrauðum hillingum og lofa bót og betrun á öllum sviðum. Það heitir í AA-fræðum „að vera á bleiku skýi". Allir alkóhólistar sem hafa náð árangri í baráttunni við breyskleika holdsins vita þó að góður vilji gerir enga stoð og allt hálfkák er einskis virði. TÓLF SPORA KERFIÐ nota alkóhólistar með góðum árangri til þess að snúa lífi sínu til betri vegar. En hvorki meira né minna en 6 spor eða helmingur þessara 12 spora fjalla um þá iðrun og yfirbót sem raunverulegur bati byggist á. FJÓRÐA SPORIÐ hljóðar svo: „Við gerðum rækilega og óttalaust siðferðileg reikningsskil í lífi okkar." Sem þýðir að maður verður að viðurkenna mistök sín - án þess að reyna að réttlæta þau eða draga úr alvöru þeirra. Sá maður er ekki á batavegi sem kallar þjófnað „tæknileg mistök" eða talar um að „rangar upplýsingar" hafi ráðið því að hann samþykkti að ráðast með vopnum á bláókunnugt fólk. NÍUNDA SPORIÐ hljóðar svo: „Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust svo framarlega sem það særði engan." Hér breytist sú einlæga iðrun sem 4. sporið fjallar um í raunverulega yfirbót sem felst í því að alkinn reynir að bæta fyrir það sem hann hefur gert öðrum eða frá þeim tekið. Stjórnmálamaður í raunverulegum bata mundi til dæmis flýta sér að skila aftur þeim eftirlaunakjörum sem hann sjálfur skammtaði sér úr vasa grandalausra kjósenda sem treystu honum í blindni. Hann mundi fjarlægja stjórnmálaflokkinn sinn frá gulljötunni sem hann leiddi hann að í ríkisfjárhirslunni og halda honum til beitar á hinum sameiginlega afrétti landsmanna. TIL ÞESS að gerast AA-félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að hætta að drekka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun
Sagt er að fyrir alkóhólista sem langar að snúa frá villu síns vegar og ná góðum bata sé hollt að fara á 90 AA-fundi á 90 dögum. Í aðdraganda kosninga hegða flestir stjórnmálamenn sér samkvæmt þessari forskrift; þeir duglegustu ná allt upp í 180 fundum á 90 dögum. Eins og alkóhólistar eru þeir fullir með góðan ásetning og sjá framtíðina í rósrauðum hillingum og lofa bót og betrun á öllum sviðum. Það heitir í AA-fræðum „að vera á bleiku skýi". Allir alkóhólistar sem hafa náð árangri í baráttunni við breyskleika holdsins vita þó að góður vilji gerir enga stoð og allt hálfkák er einskis virði. TÓLF SPORA KERFIÐ nota alkóhólistar með góðum árangri til þess að snúa lífi sínu til betri vegar. En hvorki meira né minna en 6 spor eða helmingur þessara 12 spora fjalla um þá iðrun og yfirbót sem raunverulegur bati byggist á. FJÓRÐA SPORIÐ hljóðar svo: „Við gerðum rækilega og óttalaust siðferðileg reikningsskil í lífi okkar." Sem þýðir að maður verður að viðurkenna mistök sín - án þess að reyna að réttlæta þau eða draga úr alvöru þeirra. Sá maður er ekki á batavegi sem kallar þjófnað „tæknileg mistök" eða talar um að „rangar upplýsingar" hafi ráðið því að hann samþykkti að ráðast með vopnum á bláókunnugt fólk. NÍUNDA SPORIÐ hljóðar svo: „Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust svo framarlega sem það særði engan." Hér breytist sú einlæga iðrun sem 4. sporið fjallar um í raunverulega yfirbót sem felst í því að alkinn reynir að bæta fyrir það sem hann hefur gert öðrum eða frá þeim tekið. Stjórnmálamaður í raunverulegum bata mundi til dæmis flýta sér að skila aftur þeim eftirlaunakjörum sem hann sjálfur skammtaði sér úr vasa grandalausra kjósenda sem treystu honum í blindni. Hann mundi fjarlægja stjórnmálaflokkinn sinn frá gulljötunni sem hann leiddi hann að í ríkisfjárhirslunni og halda honum til beitar á hinum sameiginlega afrétti landsmanna. TIL ÞESS að gerast AA-félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að hætta að drekka.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun