Straumsvíkurkosningin hefur ekkert gildi að lögum 2. apríl 2007 06:45 Jón Sigurðsson segir ákvörðunina um að hafna stækkun þess ekki hafa neitt gildi að lögum. Steingrímur J. Sigfússon segir það lýðræðislega óhæfu ef menn ætla sér ekki að virða þessa niðurstöðu. „Það er ekki hægt að tala um neinn sigurvegara í kosningum sem fara á þessa leið. Miklu frekar væri þá að tala um bræðrabyltu," segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um niðurstöðu kosninga um breytt deiliskipulag vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Hann telur mikilvægt að skýrar reglur gildi um íbúakosningnar sem þessar. „Nú er það þannig að þessi ákvörðun hefur ekkert gildi að lögum. Sveitarstjórnin hefur allt vald og alla ábyrgð og getur breytt henni á morgun ef henni sýnist svo. Í þeim skilningi stenst hún að minnsta kosti ekki fram yfir næstu kosningar." Jón segist það einnig ákaflega óheppilegt að atkvæðagreiðsla sem þessi snúist gegn einu fyrirtæki. „Það er andstætt öllu frelsi í atvinnulífi og allri jafnræðisreglu." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, telur niðurstöðuna sögulegan sigur. „Í fyrsta lagi sigur lýðræðisins yfir afli peninganna og því hvernig stórfyrirtækið og bakhjarlar þess beittu sér. Í öðru lagi er þetta tímamótasigur í umhverfisbaráttunni." Hann segir það alveg skýrt í sínum huga að niðurstaðan er bindandi. „Það væri lýðræðisleg óhæfa og myndi valda stórstyrjöld ef menn ætluðu ekki að virða þessa niðurstöðu. Og það er enginn vafi í mínum huga að hún er hluti af vitundarvakningunni og breytingunni í þjóðarsálinni í þessum málum almennt." Jón Sigurðsson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir ánægjulegt hversu góð kosningaþátttakan hafi verið. „Ég hefði kosið meira afgerandi niðurstöðu, sama á hvorn veginn þetta hefði farið, en þetta er niðurstaðan og það ber að fara eftir henni þótt þetta hafi verið knappt." Hún segir mikla pólitík hafa verið í kosningunum og að sér finnist skoðanaleysi forystumanna Samfylkingarinnar standa upp úr að þeim loknum. „Menn verða að koma hreint til dyranna en ekki að skýla sér á bak við íbúaatkvæðagreiðsluna eða þjóðaratkvæðagreiðslu í framtíðinni. Sem kjörnir fulltrúar verða menn að þora að taka afstöðu, annars eru þeir einfaldlega embættismenn." Steingrímur J. Sigfússon Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir hina miklu kosningaþátttöku vera sigur fyrir lýðræðið og frábæran vitnisburð um að stefna Samfylkingarinnar um beint íbúalýðræði virki. „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lagði málið fyrir kjósendur og það voru engin skilyrði sett önnur en þau að einfaldur meirihluti réði. Það er algerlega ljóst að siðferðislega og pólitískt er bæjarstjórnin því bundin af þessari niðurstöðu." Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. „Það eru sjálfsagt margar ástæður fyrir því að þetta fór eins og það fór. En ég held að það sé fyrst og fremst það að fólk vill fara sér hægar í stóriðjumálum." Kosningar 2007 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
„Það er ekki hægt að tala um neinn sigurvegara í kosningum sem fara á þessa leið. Miklu frekar væri þá að tala um bræðrabyltu," segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um niðurstöðu kosninga um breytt deiliskipulag vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Hann telur mikilvægt að skýrar reglur gildi um íbúakosningnar sem þessar. „Nú er það þannig að þessi ákvörðun hefur ekkert gildi að lögum. Sveitarstjórnin hefur allt vald og alla ábyrgð og getur breytt henni á morgun ef henni sýnist svo. Í þeim skilningi stenst hún að minnsta kosti ekki fram yfir næstu kosningar." Jón segist það einnig ákaflega óheppilegt að atkvæðagreiðsla sem þessi snúist gegn einu fyrirtæki. „Það er andstætt öllu frelsi í atvinnulífi og allri jafnræðisreglu." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, telur niðurstöðuna sögulegan sigur. „Í fyrsta lagi sigur lýðræðisins yfir afli peninganna og því hvernig stórfyrirtækið og bakhjarlar þess beittu sér. Í öðru lagi er þetta tímamótasigur í umhverfisbaráttunni." Hann segir það alveg skýrt í sínum huga að niðurstaðan er bindandi. „Það væri lýðræðisleg óhæfa og myndi valda stórstyrjöld ef menn ætluðu ekki að virða þessa niðurstöðu. Og það er enginn vafi í mínum huga að hún er hluti af vitundarvakningunni og breytingunni í þjóðarsálinni í þessum málum almennt." Jón Sigurðsson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir ánægjulegt hversu góð kosningaþátttakan hafi verið. „Ég hefði kosið meira afgerandi niðurstöðu, sama á hvorn veginn þetta hefði farið, en þetta er niðurstaðan og það ber að fara eftir henni þótt þetta hafi verið knappt." Hún segir mikla pólitík hafa verið í kosningunum og að sér finnist skoðanaleysi forystumanna Samfylkingarinnar standa upp úr að þeim loknum. „Menn verða að koma hreint til dyranna en ekki að skýla sér á bak við íbúaatkvæðagreiðsluna eða þjóðaratkvæðagreiðslu í framtíðinni. Sem kjörnir fulltrúar verða menn að þora að taka afstöðu, annars eru þeir einfaldlega embættismenn." Steingrímur J. Sigfússon Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir hina miklu kosningaþátttöku vera sigur fyrir lýðræðið og frábæran vitnisburð um að stefna Samfylkingarinnar um beint íbúalýðræði virki. „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lagði málið fyrir kjósendur og það voru engin skilyrði sett önnur en þau að einfaldur meirihluti réði. Það er algerlega ljóst að siðferðislega og pólitískt er bæjarstjórnin því bundin af þessari niðurstöðu." Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. „Það eru sjálfsagt margar ástæður fyrir því að þetta fór eins og það fór. En ég held að það sé fyrst og fremst það að fólk vill fara sér hægar í stóriðjumálum."
Kosningar 2007 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira