Bíó og sjónvarp

Leikhúsleikurslær í gegn

Arnar þór segir góðar viðtökur við leikhúsleiknum á leikhus.is ekki hafa komið sér óvart. Íslendingar vilji gjarnan blanda saman menningu og mat.
Arnar þór segir góðar viðtökur við leikhúsleiknum á leikhus.is ekki hafa komið sér óvart. Íslendingar vilji gjarnan blanda saman menningu og mat.

Leikhúsleikur Café Oliver og leikhus.is hefur heldur betur slegið í gegn en nú eru síðustu forvöð að taka þátt. Að sögn Arnars Þórs Gíslasonar, framkvæmdastjóra Oliver, hafa 2.300 manns sótt vefinn á undanförnum sex dögum og tekið þátt. „Þetta er framar björtustu vonum hjá okkur en sýnir líka glöggt hversu mikill markaður er fyrir að færa leikhúsið nær almenningi,“ útskýrir Arnar.

Heppnir vinningshafar geta unnið mat fyrir tíu á Café Oliver og fimm miða á einleikinn Pabbinn eftir Bjarna Hauk sem sýndur er í Iðnó og hefur fengið góðar viðtökur. „Það hefur alltaf verið vinsælt hjá íslenskum leikhúsgestum að blanda saman mat og leikhúsi og ég hef fundið mikið fyrir því að gestir leikhúsanna hafa komið hingað og fengið sér léttan snæðing fyrir eða eftir,“ útskýrir Arnar. „Enda býður staðsetningin upp á það,“ bætir hann við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.