Gott veganesti út í lífið 22. mars 2007 04:30 Spurningin hvort börn fermist vegna trúar eða annars er af mjög tilfinningalegum toga, að sögn séra Örnu Grétarsdóttur. MYND/Vilhelm „Það eru gífurleg forréttindi að koma að börnunum frá kirkjunnar sjónarhóli. Þau koma til manns einu sinni í viku, við getum leyft okkur öðruvísi aðkomu en skólinn gerir og sjáum þar af leiðandi oft bara þeirra bestu hliðar,“ segir séra Arna Grétarsdóttir, prestur í Seltjarnarneskirkju, sem tekið hefur þátt í menntun fermingarbarna í um tíu ár, þar af fjögur sem prestur. „Sem prestur er maður með börnunum allan veturinn, fær að fylgja þeim og kynnast þeim mikið nánar. Maður lærir nöfnin á þeim og nær til þeirra á annan hátt,“ segir Arna sem kenndi fermingarbörnum á námskeiðum sem guðfræðinemi. „Á slíkum námskeiðum fær maður að vera með þeim á skemmtilegustu tímapunktunum,“ segir Arna og finnst almennt mjög skemmtilegt að vinna með börnum á þessum aldri. Arna telur það mjög tilfinningalega spurningu hvort börnin fermist út af trú eða öðru. „Þegar verið er að tala um trú eða krefja þau til að svara á trúarlegan hátt gæti ég allt eins gengið að þeim og sagt „hvað segirðu, ertu skotin í honum Nonna?“ segir séra Arna hlæjandi og bendir á að trúin sé svo persónuleg að ekki sé hægt að tala um hana af alvöru í stórum hópi. Betra sé að gera það í smærri hópum. En hvað er það sem börnin læra í fermingarundirbúningnum? „Í Seltjarnarneskirkju byrjum við að fara yfir trúfræðigrunninn, kennum þeim um bænina, trúarjátninguna og Faðirvorið sem þau reyndar flest kunna. Við kennum þeim um lúthersku kirkjuna og staðsetjum þau í þessari trúarbragðaflóru. Þegar við höfum farið í þennan ákveðna trúfræðigrunn förum við í hvernig þau ætli að nýta sér að vera kristin í sínu daglega lífi,“ segir Arna og telur að börnin læri mikið á þessu fermingarári. „Þau þroskast mikið á þessu ári og fá með fermingarfræðslunni ákveðið nesti út í lífið.“ Arna segir gjafir og veislur töluvert til umræðu hjá börnunum. „Auðvitað finnst öllum rosalega gaman að fá gjafir, það er bara eðlilegt,“ segir Arna og telur ekki að umfang veislna sé að fara úr böndunum. „Auglýsingarnar eru miklu fleiri en fyrir tíu árum og svona eru tímarnir sem við lifum á. Hins vegar man ég eftir því sjálf að hafa verið að hugsa um fermingargjafir og fötin en það breytti því ekki að ég væri að fermast út af trúnni á Jesú og ég held að það sé eins í dag.“ Fermingar Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
„Það eru gífurleg forréttindi að koma að börnunum frá kirkjunnar sjónarhóli. Þau koma til manns einu sinni í viku, við getum leyft okkur öðruvísi aðkomu en skólinn gerir og sjáum þar af leiðandi oft bara þeirra bestu hliðar,“ segir séra Arna Grétarsdóttir, prestur í Seltjarnarneskirkju, sem tekið hefur þátt í menntun fermingarbarna í um tíu ár, þar af fjögur sem prestur. „Sem prestur er maður með börnunum allan veturinn, fær að fylgja þeim og kynnast þeim mikið nánar. Maður lærir nöfnin á þeim og nær til þeirra á annan hátt,“ segir Arna sem kenndi fermingarbörnum á námskeiðum sem guðfræðinemi. „Á slíkum námskeiðum fær maður að vera með þeim á skemmtilegustu tímapunktunum,“ segir Arna og finnst almennt mjög skemmtilegt að vinna með börnum á þessum aldri. Arna telur það mjög tilfinningalega spurningu hvort börnin fermist út af trú eða öðru. „Þegar verið er að tala um trú eða krefja þau til að svara á trúarlegan hátt gæti ég allt eins gengið að þeim og sagt „hvað segirðu, ertu skotin í honum Nonna?“ segir séra Arna hlæjandi og bendir á að trúin sé svo persónuleg að ekki sé hægt að tala um hana af alvöru í stórum hópi. Betra sé að gera það í smærri hópum. En hvað er það sem börnin læra í fermingarundirbúningnum? „Í Seltjarnarneskirkju byrjum við að fara yfir trúfræðigrunninn, kennum þeim um bænina, trúarjátninguna og Faðirvorið sem þau reyndar flest kunna. Við kennum þeim um lúthersku kirkjuna og staðsetjum þau í þessari trúarbragðaflóru. Þegar við höfum farið í þennan ákveðna trúfræðigrunn förum við í hvernig þau ætli að nýta sér að vera kristin í sínu daglega lífi,“ segir Arna og telur að börnin læri mikið á þessu fermingarári. „Þau þroskast mikið á þessu ári og fá með fermingarfræðslunni ákveðið nesti út í lífið.“ Arna segir gjafir og veislur töluvert til umræðu hjá börnunum. „Auðvitað finnst öllum rosalega gaman að fá gjafir, það er bara eðlilegt,“ segir Arna og telur ekki að umfang veislna sé að fara úr böndunum. „Auglýsingarnar eru miklu fleiri en fyrir tíu árum og svona eru tímarnir sem við lifum á. Hins vegar man ég eftir því sjálf að hafa verið að hugsa um fermingargjafir og fötin en það breytti því ekki að ég væri að fermast út af trúnni á Jesú og ég held að það sé eins í dag.“
Fermingar Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira