Í bíó 9. mars 2007 05:15 Ég vann í tvö ár í kvikmyndahúsi með skóla. Það var að flestu leyti mjög óspennandi upplifun, en átti sín móment. Stundum gat ég hlustað heilt kvöld á Gufuna. Einu sinni heyrði ég viðtal við búfræðikennara sem tókst að vitna sex sinnum í Halldór Laxness á tuttugu mínútum, þar á meðal sagði hann „lífið er saltfiskur". Stundum reyndi maður í illgirni sinni og skemmtanaþörf að gera viðskiptavinina vandræðalega. Mér er minnisstætt þegar franska myndin Baissez-moi var sýnd. Titillinn var þýddur beint og bókstaflega yfir á íslensku: Ríddu mér. Stutt og laggott nafn, en bíógestir áttu í ótrúlegum vandræðum með hann. Maður sá hvernig það braust um í þeim þar sem þeir stóðu fyrir framan miðasöluna: Hvort á ég að basla við þessa helvítis frönsku, eða nota íslenska nafnið? Já, ég ætla að fá einn miða á... Bass... Bess... Bassesmuoa... Fyrirgefðu? Einn miða á... á... (lækkar röddina)... Ríddu mér. Fyrirgefðu, ég heyri ekki alveg. Ég ætla að fá einn miða á þarna frönsku myndina! Svo var spurning hversu lengi miðasöludaman hélt út án þess að fá hláturskast. Ég bið lesendur að dæma okkur ekki hart. Afgreiðslustörf geta verið lýjandi. Sú vinsæla mynd Ríddu mér var reyndar kærkomin undantekning frá þeirri reglu að í íslenskum bíóhúsum eru allir erlendir titlar auglýstir á ensku. Hver man ekki eftir þýsku myndinni Downfall? Spænsku myndinni Pan"s Labyrinth? Frönsku myndinni A Very Long Engagement? Nú lái ég fólki það ekki að geta ekki borið fram hinn ógnvænlega franska titil Un long dimanche de fiançailles, það get ég ekki heldur og á þó að baki sjö menntaskólakúrsa í frönsku. En það er ástæða til að hafa áhyggjur af málþroska þess fulltíða Íslendings sem ekki getur borið fram þýðinguna Trúlofunin langa. Kannski er þetta bara hluti hins lága menningarstigs sem íslensk bíóhús virðast vera á, þar sem til dæmis þykir eðlilegt að rukka aukalega fyrir það að myndir byrji á réttum tíma og séu ekki klipptar í sundur í dramatískum þögnum. Ég vil ekki trúa því að einhverjum yfir tólf ára finnist hallærislegt að nota íslenskan titil á erlendri bíómynd. Það þurfa ekki allar þýðingar að vera eins og Koppafeiti. Þetta er ekki einu sinni spurning um málvernd, þetta er bara spurning um að vera töff. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Svava Tómasdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun
Ég vann í tvö ár í kvikmyndahúsi með skóla. Það var að flestu leyti mjög óspennandi upplifun, en átti sín móment. Stundum gat ég hlustað heilt kvöld á Gufuna. Einu sinni heyrði ég viðtal við búfræðikennara sem tókst að vitna sex sinnum í Halldór Laxness á tuttugu mínútum, þar á meðal sagði hann „lífið er saltfiskur". Stundum reyndi maður í illgirni sinni og skemmtanaþörf að gera viðskiptavinina vandræðalega. Mér er minnisstætt þegar franska myndin Baissez-moi var sýnd. Titillinn var þýddur beint og bókstaflega yfir á íslensku: Ríddu mér. Stutt og laggott nafn, en bíógestir áttu í ótrúlegum vandræðum með hann. Maður sá hvernig það braust um í þeim þar sem þeir stóðu fyrir framan miðasöluna: Hvort á ég að basla við þessa helvítis frönsku, eða nota íslenska nafnið? Já, ég ætla að fá einn miða á... Bass... Bess... Bassesmuoa... Fyrirgefðu? Einn miða á... á... (lækkar röddina)... Ríddu mér. Fyrirgefðu, ég heyri ekki alveg. Ég ætla að fá einn miða á þarna frönsku myndina! Svo var spurning hversu lengi miðasöludaman hélt út án þess að fá hláturskast. Ég bið lesendur að dæma okkur ekki hart. Afgreiðslustörf geta verið lýjandi. Sú vinsæla mynd Ríddu mér var reyndar kærkomin undantekning frá þeirri reglu að í íslenskum bíóhúsum eru allir erlendir titlar auglýstir á ensku. Hver man ekki eftir þýsku myndinni Downfall? Spænsku myndinni Pan"s Labyrinth? Frönsku myndinni A Very Long Engagement? Nú lái ég fólki það ekki að geta ekki borið fram hinn ógnvænlega franska titil Un long dimanche de fiançailles, það get ég ekki heldur og á þó að baki sjö menntaskólakúrsa í frönsku. En það er ástæða til að hafa áhyggjur af málþroska þess fulltíða Íslendings sem ekki getur borið fram þýðinguna Trúlofunin langa. Kannski er þetta bara hluti hins lága menningarstigs sem íslensk bíóhús virðast vera á, þar sem til dæmis þykir eðlilegt að rukka aukalega fyrir það að myndir byrji á réttum tíma og séu ekki klipptar í sundur í dramatískum þögnum. Ég vil ekki trúa því að einhverjum yfir tólf ára finnist hallærislegt að nota íslenskan titil á erlendri bíómynd. Það þurfa ekki allar þýðingar að vera eins og Koppafeiti. Þetta er ekki einu sinni spurning um málvernd, þetta er bara spurning um að vera töff.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun