Stjörnumenn voru sjálfum sér verstir 4. mars 2007 07:00 Patrekur Jóhannesson fékk þungt högg í fyrri hálfleik og sneri ekki aftur á völlinn. MYND/Daníel Stjörnumenn drógust aftur úr í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í gær þegar liðið tapaði gegn Íslandsmeisturum Fram á heimavelli, 25-29, í fjörugum og hörðum leik. Stjarnan leiddi með þremur mörkum í leikhléi en kastaði síðan frá sér leiknum með klaufaskap. Stjörnumenn fá tækifæri til hefnda í bikarúrslitaleiknum um næstu helgi. Það dugðu engin vettlingatök á milli þessara liða í gær og leikmenn gengu æði vasklega fram í varnarleiknum og stundum einum of þar sem áberandi var að leikmenn beittu olnbogum og auk þess fóru menn oft með hendur í andlit andstæðinga. Patrekur Jóhannesson varð fórnarlamb þessara átaka en hann yfirgaf leikvöllinn í fyrri hálfleik með skurð á auga og kom ekki aftur við sögu. Varnarleikur beggja liða var góður í fyrri hálfleiknum en markvarsla Rolands lagði grunninn að þriggja marka forskoti Stjörnunnar í leikhléi en kollegi hans hinum megin, Björgvin, varði aðeins fjögur skot í fyrri hálfleik og hefði að ósekju mátt koma fyrr af velli. Framarar settu Magnús í markið í síðari hálfleik og hinn síunga Belanyi í hornið og það skilaði sínu því Fram skoraði þrjú fyrstu mörk hálfleiksins og þar af tvö frá Belanyi. Stjörnumenn brotnuðu við mótlætið og fóru að kasta frá sér boltanum á ævintýralega klaufalegan hátt hvað eftir annað og þeim var grimmilega refsað með mörkum úr hraðaupphlaupum. Til að bæta gráu ofan á svart voru leikmenn liðsins að láta reka sig af velli fyrir vitleysisgang. Fram náði fljótt þriggja marka forystu, 15-18, og leit aldrei til baka. Stjarnan náði ekkert að ógna meisturunum það sem eftir lifði leiks. „Við lékum eins og Stjarnan vildi að við spiluðum í fyrri hálfleik. Við náðum síðan að keyra upp hraðann í síðari hálfleik og þá gekk þetta," sagði Jóhann Gunnar Einarsson sem dró vagninn hjá Fram enn eina ferðina og var með ólíkindum að Stjarnan skyldi ekki taka hann úr umferð fyrr en rétt í lokin. „Það er vonandi ekki slæmt að vinna leikinn því það er oft sagt að liðið sem vinnur fyrri leikinn, þegar lið mætast tvisvar í röð, tapar seinni leiknum. Við verðum að afsanna það." Fyrir utan Jóhann átti Belanyi frábæra innkomu í leikinn. Kalandadze var yfirburðamaður hjá Stjörnunni, Roland varði vel en liðið réð einfaldlega ekki við það að missa Patrek úr leiknum. Það kom aðeins framlag frá þremur mönnum í sókn, hinir voru áhorfendur með bestu sætin í húsinu. Olís-deild karla Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Sjá meira
Stjörnumenn drógust aftur úr í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í gær þegar liðið tapaði gegn Íslandsmeisturum Fram á heimavelli, 25-29, í fjörugum og hörðum leik. Stjarnan leiddi með þremur mörkum í leikhléi en kastaði síðan frá sér leiknum með klaufaskap. Stjörnumenn fá tækifæri til hefnda í bikarúrslitaleiknum um næstu helgi. Það dugðu engin vettlingatök á milli þessara liða í gær og leikmenn gengu æði vasklega fram í varnarleiknum og stundum einum of þar sem áberandi var að leikmenn beittu olnbogum og auk þess fóru menn oft með hendur í andlit andstæðinga. Patrekur Jóhannesson varð fórnarlamb þessara átaka en hann yfirgaf leikvöllinn í fyrri hálfleik með skurð á auga og kom ekki aftur við sögu. Varnarleikur beggja liða var góður í fyrri hálfleiknum en markvarsla Rolands lagði grunninn að þriggja marka forskoti Stjörnunnar í leikhléi en kollegi hans hinum megin, Björgvin, varði aðeins fjögur skot í fyrri hálfleik og hefði að ósekju mátt koma fyrr af velli. Framarar settu Magnús í markið í síðari hálfleik og hinn síunga Belanyi í hornið og það skilaði sínu því Fram skoraði þrjú fyrstu mörk hálfleiksins og þar af tvö frá Belanyi. Stjörnumenn brotnuðu við mótlætið og fóru að kasta frá sér boltanum á ævintýralega klaufalegan hátt hvað eftir annað og þeim var grimmilega refsað með mörkum úr hraðaupphlaupum. Til að bæta gráu ofan á svart voru leikmenn liðsins að láta reka sig af velli fyrir vitleysisgang. Fram náði fljótt þriggja marka forystu, 15-18, og leit aldrei til baka. Stjarnan náði ekkert að ógna meisturunum það sem eftir lifði leiks. „Við lékum eins og Stjarnan vildi að við spiluðum í fyrri hálfleik. Við náðum síðan að keyra upp hraðann í síðari hálfleik og þá gekk þetta," sagði Jóhann Gunnar Einarsson sem dró vagninn hjá Fram enn eina ferðina og var með ólíkindum að Stjarnan skyldi ekki taka hann úr umferð fyrr en rétt í lokin. „Það er vonandi ekki slæmt að vinna leikinn því það er oft sagt að liðið sem vinnur fyrri leikinn, þegar lið mætast tvisvar í röð, tapar seinni leiknum. Við verðum að afsanna það." Fyrir utan Jóhann átti Belanyi frábæra innkomu í leikinn. Kalandadze var yfirburðamaður hjá Stjörnunni, Roland varði vel en liðið réð einfaldlega ekki við það að missa Patrek úr leiknum. Það kom aðeins framlag frá þremur mönnum í sókn, hinir voru áhorfendur með bestu sætin í húsinu.
Olís-deild karla Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Sjá meira