Villt um og snúið út úr í yfirheyrslum 2. mars 2007 00:30 Jóhanna Waagfjörd, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, var ósátt við yfirheyrsluaðferðir lögreglu. MYND/Vilhelm Tveir fyrrverandi starfsmenn Baugs sögðu nafngreindan lögreglumann hafa reynt að villa um fyrir þeim í yfirheyrslum, og ítrekað snúið út úr ummælum þeirra, þegar þeir báru vitni í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Þetta var ótrúleg lífsreynsla, maður á ekki von á því að þurfa að fara að láta lögreglu taka af sér skýrslu, maður var hálfhræddur,“ sagði Jóhanna Waagfjörd, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs. Hún sagði að Arnar Jensson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn, hefði ítrekað sagt sér að Baugur hefði veitt stjórnendum og tengdum félögum ólögleg lán. Í ákæru er því haldið fram að slíkar ólöglegar lánveitingar hafi átt sér stað, en því hafa sakborningar ítrekað neitað og sagt að um eðlileg viðskipti hafi verið að ræða. Auðbjörg Friðgeirsdóttir, sem starfaði við innra eftirlit hjá Baugi til ársins 2005 og var mikið í sambandi við lögreglu til að afla umbeðinna upplýsinga úr bókhaldi Baugs, sagði svipaða sögu. Hún sagðist hafa upplifað yfirheyrslur, sér í lagi hjá Arnari, þannig að reynt væri að snúa út úr því sem hún sagði, ekki hefði verið hlustað á það sem hún hafði að segja og reynt hefði verið að villa um fyrir henni. „Þeir reyndu að láta mér finnast eins og ég væri á mörkum þess að vera sek,“ sagði Auðbjörg, sem sagði að hún hefði ítrekað verið minnt á að ólöglegt væri að fremja meinsæri, og gert í því að draga úr trúverðugleika hennar. Auðbjörg svaraði í gær spurningum um frægan kreditreikning frá Nordica í Bandaríkjunum til Baugs, og sagði hún skýringar stjórnenda Baugs á tilkomu reikningsins geta staðist miðað við umfang viðskiptanna. Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson, tveir ákærðu í málinu, hafa gefið þær skýringar á reikningnum frá Nordica að hann hefði komið til vegna þess að lager hefði safnast upp af vörum frá Nordica, sem Nordica hefði tekið þátt í að greiða með þessum kreditreikningi. Það stangast hins vegar á við framburð Jóns Geralds Sullenberger, eiganda Nordica, sem einnig er ákærður í málinu. Hann segir reikninginn algerlega tilhæfulausan. Fréttir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Tveir fyrrverandi starfsmenn Baugs sögðu nafngreindan lögreglumann hafa reynt að villa um fyrir þeim í yfirheyrslum, og ítrekað snúið út úr ummælum þeirra, þegar þeir báru vitni í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Þetta var ótrúleg lífsreynsla, maður á ekki von á því að þurfa að fara að láta lögreglu taka af sér skýrslu, maður var hálfhræddur,“ sagði Jóhanna Waagfjörd, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs. Hún sagði að Arnar Jensson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn, hefði ítrekað sagt sér að Baugur hefði veitt stjórnendum og tengdum félögum ólögleg lán. Í ákæru er því haldið fram að slíkar ólöglegar lánveitingar hafi átt sér stað, en því hafa sakborningar ítrekað neitað og sagt að um eðlileg viðskipti hafi verið að ræða. Auðbjörg Friðgeirsdóttir, sem starfaði við innra eftirlit hjá Baugi til ársins 2005 og var mikið í sambandi við lögreglu til að afla umbeðinna upplýsinga úr bókhaldi Baugs, sagði svipaða sögu. Hún sagðist hafa upplifað yfirheyrslur, sér í lagi hjá Arnari, þannig að reynt væri að snúa út úr því sem hún sagði, ekki hefði verið hlustað á það sem hún hafði að segja og reynt hefði verið að villa um fyrir henni. „Þeir reyndu að láta mér finnast eins og ég væri á mörkum þess að vera sek,“ sagði Auðbjörg, sem sagði að hún hefði ítrekað verið minnt á að ólöglegt væri að fremja meinsæri, og gert í því að draga úr trúverðugleika hennar. Auðbjörg svaraði í gær spurningum um frægan kreditreikning frá Nordica í Bandaríkjunum til Baugs, og sagði hún skýringar stjórnenda Baugs á tilkomu reikningsins geta staðist miðað við umfang viðskiptanna. Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson, tveir ákærðu í málinu, hafa gefið þær skýringar á reikningnum frá Nordica að hann hefði komið til vegna þess að lager hefði safnast upp af vörum frá Nordica, sem Nordica hefði tekið þátt í að greiða með þessum kreditreikningi. Það stangast hins vegar á við framburð Jóns Geralds Sullenberger, eiganda Nordica, sem einnig er ákærður í málinu. Hann segir reikninginn algerlega tilhæfulausan.
Fréttir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira