Forest Whitaker og Helen Mirren nær örugg um sigur 25. febrúar 2007 08:30 Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Kodak-höllinni í Los Angeles í kvöld. Verðlaunin eru án efa þekktustu kvikmyndaverðlaun heims, þótt sitt sýnist hverjum um hversu marktækur mælikvarði Óskarinn er á gæði mynda. Grínistinn Ellen Degeneres snýr aftur sem kynnir. Verðlaunin í fyrra voru að mestu leyti eftir bókinni, að því undanskildu að Crash var valin besta myndin en flestir höfðu spáð að mynd Ang Lee, hin rómaða Brokeback Mountain, myndi hreppa hnossið. Á uppgjörslistum um áramót var það almennt mál manna að kvikmyndaárið 2006 hefði verið viðburðalítið enda er engin mynd líkleg til að skara fram úr á verðlaunahátíðinni. Það segir sína sögu að Dreamgirls, sem hlaut flestar tilnefningar - átta talsins - er ekki tilnefnd í þeim flokkum sem þykja skipta mestu máli, til dæmis sem besta myndin, fyrir leikstjórn eða leik í aðalhlutverki. Helen Mirren og Forest Whitaker þykja afar sigurstrangleg en í aðra flokka er erfiðara að ráða. Þeir sem vilja spá í spilin geta ef til vill nýtt meðfylgjandi töflu sér til glöggvunar en þar kemur fram hvernig myndum og leikurum sem tilnefndir eru hefur reitt af á öðrum verðlaunahátíðum. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Kodak-höllinni í Los Angeles í kvöld. Verðlaunin eru án efa þekktustu kvikmyndaverðlaun heims, þótt sitt sýnist hverjum um hversu marktækur mælikvarði Óskarinn er á gæði mynda. Grínistinn Ellen Degeneres snýr aftur sem kynnir. Verðlaunin í fyrra voru að mestu leyti eftir bókinni, að því undanskildu að Crash var valin besta myndin en flestir höfðu spáð að mynd Ang Lee, hin rómaða Brokeback Mountain, myndi hreppa hnossið. Á uppgjörslistum um áramót var það almennt mál manna að kvikmyndaárið 2006 hefði verið viðburðalítið enda er engin mynd líkleg til að skara fram úr á verðlaunahátíðinni. Það segir sína sögu að Dreamgirls, sem hlaut flestar tilnefningar - átta talsins - er ekki tilnefnd í þeim flokkum sem þykja skipta mestu máli, til dæmis sem besta myndin, fyrir leikstjórn eða leik í aðalhlutverki. Helen Mirren og Forest Whitaker þykja afar sigurstrangleg en í aðra flokka er erfiðara að ráða. Þeir sem vilja spá í spilin geta ef til vill nýtt meðfylgjandi töflu sér til glöggvunar en þar kemur fram hvernig myndum og leikurum sem tilnefndir eru hefur reitt af á öðrum verðlaunahátíðum.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira