Forest Whitaker og Helen Mirren nær örugg um sigur 25. febrúar 2007 08:30 Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Kodak-höllinni í Los Angeles í kvöld. Verðlaunin eru án efa þekktustu kvikmyndaverðlaun heims, þótt sitt sýnist hverjum um hversu marktækur mælikvarði Óskarinn er á gæði mynda. Grínistinn Ellen Degeneres snýr aftur sem kynnir. Verðlaunin í fyrra voru að mestu leyti eftir bókinni, að því undanskildu að Crash var valin besta myndin en flestir höfðu spáð að mynd Ang Lee, hin rómaða Brokeback Mountain, myndi hreppa hnossið. Á uppgjörslistum um áramót var það almennt mál manna að kvikmyndaárið 2006 hefði verið viðburðalítið enda er engin mynd líkleg til að skara fram úr á verðlaunahátíðinni. Það segir sína sögu að Dreamgirls, sem hlaut flestar tilnefningar - átta talsins - er ekki tilnefnd í þeim flokkum sem þykja skipta mestu máli, til dæmis sem besta myndin, fyrir leikstjórn eða leik í aðalhlutverki. Helen Mirren og Forest Whitaker þykja afar sigurstrangleg en í aðra flokka er erfiðara að ráða. Þeir sem vilja spá í spilin geta ef til vill nýtt meðfylgjandi töflu sér til glöggvunar en þar kemur fram hvernig myndum og leikurum sem tilnefndir eru hefur reitt af á öðrum verðlaunahátíðum. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Kodak-höllinni í Los Angeles í kvöld. Verðlaunin eru án efa þekktustu kvikmyndaverðlaun heims, þótt sitt sýnist hverjum um hversu marktækur mælikvarði Óskarinn er á gæði mynda. Grínistinn Ellen Degeneres snýr aftur sem kynnir. Verðlaunin í fyrra voru að mestu leyti eftir bókinni, að því undanskildu að Crash var valin besta myndin en flestir höfðu spáð að mynd Ang Lee, hin rómaða Brokeback Mountain, myndi hreppa hnossið. Á uppgjörslistum um áramót var það almennt mál manna að kvikmyndaárið 2006 hefði verið viðburðalítið enda er engin mynd líkleg til að skara fram úr á verðlaunahátíðinni. Það segir sína sögu að Dreamgirls, sem hlaut flestar tilnefningar - átta talsins - er ekki tilnefnd í þeim flokkum sem þykja skipta mestu máli, til dæmis sem besta myndin, fyrir leikstjórn eða leik í aðalhlutverki. Helen Mirren og Forest Whitaker þykja afar sigurstrangleg en í aðra flokka er erfiðara að ráða. Þeir sem vilja spá í spilin geta ef til vill nýtt meðfylgjandi töflu sér til glöggvunar en þar kemur fram hvernig myndum og leikurum sem tilnefndir eru hefur reitt af á öðrum verðlaunahátíðum.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein