Baguette, Béret og sígó 24. febrúar 2007 00:01 Franska erkitýpan? Tónlistarsnillingurinn Serge Gainsbourg bjó í StGermain-hverfi Parísar, átti kærustur eins og Catherine Deneuve og Jane Birkin, blótaði í viðtölum og reykti stanslaust. Hann var þó af pólskum gyðingaættum. Klisjur eru svo sannarlega til um allar þjóðir og væntanlega er alltaf til í þeim meira en eitt sannleikskorn. Frakkar virðast hafa orðið meira fyrir barðinu á klisjum en aðrar Evrópuþjóðir og má þar til dæmis nefna frönsku stereótýpuna í ýmsum amerískum og breskum bíómyndum þar sem Frakkinn birtist sem sérvitur, síblótandi og síreykjandi með skelfilega sterkan hreim. Frakkar ærðust nýlega þegar bandaríska myndin „A Good Year“ með Russell Crowe í aðalhlutverki um líf í Provence-héraði sýndi Frakka sem skítuga, hrækjandi og viðskotailla á espadrilluskóm akandi um á gömlum Renault-bílum. Nú á fimmtudag hófst frönsk menningarinnreið til Íslands og því vert að skoða og jafnvel umturna hinum helstu birtingarmyndum frönsku klisj-unnar. 1. Frakkar eru skítugir, anga af hvítlauk og reykja sjö pakka af Gauloises-sígarettum á dag. Skítugir? Nei. Og Frökkum finnst sterk hvítlaukslykt benda á argasta plebbaskap og margir Frakkar tala um „að þeir geti ekki melt hvítlauk“. Gauloises-sígarettur eru fyrir túrista, Frakkar eru hrifnari af Marlboro Lights, en reykingabann er sjaldan til staðar á frönskum veitingahúsum. 2. Þeir eru afar dónalegir, tala hátt og rífast mikið. Að „rífast“ er ekki það sama í Frakklandi og á Íslandi. Frakkar eiga „samræður“ og þeir gera það hærra en við Íslendingar. Að þeirra mati segjum við bara aldrei neitt og tjáum okkur um ekki neitt. Okkur virðast þeir tala hátt, en þeim finnst þeir bara vera að ræða málin. 3. Franskar konur raka hvorki fótleggi né handarkrika og eru mjög loðnar. Algjör misskilningur. Frakkar fá mun fremur áfall yfir íslenskum konum sem raka ekki af sér ljósan hýjung á fótleggjum. Frakkar benda þá frekar á nágranna sína Þjóðverja eða Svisslendinga sem „Au naturel“ með hryllingssvip. 4. Þeir hugsa í sífellu um mat og drekka rauðvín allan liðlangan daginn. Matur skiptir miklu máli í Frakklandi enda er franskur matarkúltur heimsfrægur. Þeir borða þó ekki meira en þrjár vel samansettar máltíðir á dag og nota í þær fínustu hráefni. Vín er drukkið, í hófi, með mat. Frakkar myndu aldrei drekka léttvín til þess að finna á sér, og það þykir plebbalegt að panta sér hvítt eða rautt á bar. Frakkar eru samt með meltingarkerfið á heilanum og tala í sífellu um hvað þeir „geta eða geta ekki melt eða borðað“. 5. Þeir eru miklir menningarvitar og hafa alið eina frægustu listamenn, kvikmyndagerðarmenn, rithöfunda og heimspekinga sögunnar. Að sjálfsögðu rétt. Frakkland á ofgnótt af frægum menningarvitum í gegnum söguna. Flestir Frakkar virðast líka hafa mikinn áhuga á menningu og listum, og mikið erfjallað um þessi málefni í fjölmiðlum. Frakkar eru líka einkar bókelsk þjóð. 6. Franskar konur eru mjóar, smart klæddar og eiga alltaf nokkra elskhuga í einu. Konur í miðborg Parísar eru vissulega elegant og búa yfir miklum klassa og kúlheitum. Svona í heildina eru Frakkar fremur grannvaxin þjóð enda borða þeir af skynsemi og nautn í stað þess að hlaupa á næsta skyndibitastað. Vestra hafa komið út mikið af bókum um hvernig sé hægt að vera eins og franskar konur – grannar og kynþokkafullar. Í greinum í frönskum útgáfum Elle og Vogue er kvartað sárlega undan þessari mýtu. „Hvaðan hafa þeir þetta eiginlega? Við höfum ekki tíma til að standa í megrun eða framhjáhaldi.“ En frönskum konum tekst sannarlega vel að sameina þrjú hlutverk í lífinu: Framann, móðurhlutverkið og konuna: þær eru alltaf kvenlegar fram í fingurgóma. 7. Franskir karlmenn eru frægir elskhugar og eiga alltaf margar ástkonur. Þeir eru líka örgustu karlrembusvín. Mýta sem virðist vera runnin undan rifjum Ameríkana eða Breta, kannski af öfundsýki í seinni heimsstyrjöldinni. Hver veit? Frakkar sýna meiri tilfinningar og rómantík en þeir íslensku. Þeir eru sjarmerandi og kunna að daðra smekklega við konur. Þeir eru ekki með aldursmafíu á konur og kynþokkafyllstu leikkonurnar eru oft yfir fimmtugu. Frakkar eru yfirleitt agndofa á tíðni framhjáhalds á Íslandi og finnst okkur skorta siðferði. Frakkar eru komnir langt í jafnréttisbaráttunni og flestar franskar konur vinna úti og eiga gæfuríkan starfsferil. Frakkland ól nú líka kvenréttindakonuna frægu Simone de Beauvoir. 8. Frakkar tala enga ensku, og þegar þeir tala hana eru þeir með skelfilegan hreim. Þetta var að vísu að miklu leyti rétt vegna undarlegs skólakerfis þar sem enginn lærði almennilega ensku, sennilega af því að Frakkland taldi sig ekki síður heimsveldi en Bretland. Þetta er þó ört að breytast og yngri kynslóðir Frakka tala ansi góða ensku með mismiklum hreim. 9. Þeir eru alltaf að segja „Oh lala!“ Ekki spurning. En Frökkum finnst við alltaf vera að segja „heyrðu!“ 10. Þeir eru rosalega hrokafullir og finnst allt best sem kemur frá Frakklandi (vínið, strendurnar, fjöllin, kastalarnir, myndlistin, Catherine Deneuve). Það eru eflaust Frakkar af gömlu kynslóðinni sem eru algerlega á þessum meiði og fara varla úr landi vegna þess að allt er best í Frakklandi. En yngri kynslóðir ferðast um heim allan og eru yfirleitt víðsýnir. Flestum finnst þó vín frá öðrum löndum en Frakklandi „ekki vera vín, bara eitthvað annað“. 11. Þeir eru alltaf í verkfalli og allt skrifræði tekur afar langan tíma. „Franska flugfélagið týndi töskunni minni og þeir sannfærðu mig um það með miklum þjósti að það væri mér að kenna,“ sagði íslensk vinkona mín nýlega. Frakkar eru dálítið gefnir fyrir að flækja hlutina. Skrifræði er vissulega skelfilegt. Og þeir geta farið í verkfall yfir öllu, enda er byltingin þeim í blóð borin. 12. Þeir eru upp til hópa sósíalistar og baráttumenn. Að minnsta kosti helmingur þjóðarinnar af nýlegum tölum að dæma. Þjóðin sem færði heiminum Byltinguna og Mannréttindasáttmálann lifir lengi á því, það er innprentað í þjóðarsálina. Í Frakklandi mun alltaf einhver standa upp á móti óréttlæti eða yfirgangi af öllu tagi. Og oftast með látum. Anna Margrét Björnsson bjó í París í tvö ár og tengist Frakklandi fjölskylduböndum. Upplýsingar um menningarhátíðina Franskt vor, þar sem boðið er upp á kvikmyndir, tónlist, mat, vísindi, bókmenntir og margt fleira sem tengist Frakklandi, er að finna á vefnum www.fransktvor.isFrægasti frakki síðustu aldar? Söngkonan Edith Piaf varð heimsfræg fyrir lög eins og „La Vie en Rose“Franska kynbomban Brigitte Bardot var ein af mörgum frönskum leikkonum sem öðluðust heimsfrægð fyrir fegurð og kynþokka.Franskur klassi Leikkonan Catherine Deneuve er alltaf jafn falleg og elegant, sama hvað tímanum líður. Hér er hún á tískusýningu hjá Yves Saint-Laurent í París.Franskar gáfur Heimspekingurinn og rithöfundurinn Jean Paul Sartre og rithöfundurinn og kvenréttindakonan Simone de Beauvoir drekka te á vinstri bakka Parísarborgar. Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Klisjur eru svo sannarlega til um allar þjóðir og væntanlega er alltaf til í þeim meira en eitt sannleikskorn. Frakkar virðast hafa orðið meira fyrir barðinu á klisjum en aðrar Evrópuþjóðir og má þar til dæmis nefna frönsku stereótýpuna í ýmsum amerískum og breskum bíómyndum þar sem Frakkinn birtist sem sérvitur, síblótandi og síreykjandi með skelfilega sterkan hreim. Frakkar ærðust nýlega þegar bandaríska myndin „A Good Year“ með Russell Crowe í aðalhlutverki um líf í Provence-héraði sýndi Frakka sem skítuga, hrækjandi og viðskotailla á espadrilluskóm akandi um á gömlum Renault-bílum. Nú á fimmtudag hófst frönsk menningarinnreið til Íslands og því vert að skoða og jafnvel umturna hinum helstu birtingarmyndum frönsku klisj-unnar. 1. Frakkar eru skítugir, anga af hvítlauk og reykja sjö pakka af Gauloises-sígarettum á dag. Skítugir? Nei. Og Frökkum finnst sterk hvítlaukslykt benda á argasta plebbaskap og margir Frakkar tala um „að þeir geti ekki melt hvítlauk“. Gauloises-sígarettur eru fyrir túrista, Frakkar eru hrifnari af Marlboro Lights, en reykingabann er sjaldan til staðar á frönskum veitingahúsum. 2. Þeir eru afar dónalegir, tala hátt og rífast mikið. Að „rífast“ er ekki það sama í Frakklandi og á Íslandi. Frakkar eiga „samræður“ og þeir gera það hærra en við Íslendingar. Að þeirra mati segjum við bara aldrei neitt og tjáum okkur um ekki neitt. Okkur virðast þeir tala hátt, en þeim finnst þeir bara vera að ræða málin. 3. Franskar konur raka hvorki fótleggi né handarkrika og eru mjög loðnar. Algjör misskilningur. Frakkar fá mun fremur áfall yfir íslenskum konum sem raka ekki af sér ljósan hýjung á fótleggjum. Frakkar benda þá frekar á nágranna sína Þjóðverja eða Svisslendinga sem „Au naturel“ með hryllingssvip. 4. Þeir hugsa í sífellu um mat og drekka rauðvín allan liðlangan daginn. Matur skiptir miklu máli í Frakklandi enda er franskur matarkúltur heimsfrægur. Þeir borða þó ekki meira en þrjár vel samansettar máltíðir á dag og nota í þær fínustu hráefni. Vín er drukkið, í hófi, með mat. Frakkar myndu aldrei drekka léttvín til þess að finna á sér, og það þykir plebbalegt að panta sér hvítt eða rautt á bar. Frakkar eru samt með meltingarkerfið á heilanum og tala í sífellu um hvað þeir „geta eða geta ekki melt eða borðað“. 5. Þeir eru miklir menningarvitar og hafa alið eina frægustu listamenn, kvikmyndagerðarmenn, rithöfunda og heimspekinga sögunnar. Að sjálfsögðu rétt. Frakkland á ofgnótt af frægum menningarvitum í gegnum söguna. Flestir Frakkar virðast líka hafa mikinn áhuga á menningu og listum, og mikið erfjallað um þessi málefni í fjölmiðlum. Frakkar eru líka einkar bókelsk þjóð. 6. Franskar konur eru mjóar, smart klæddar og eiga alltaf nokkra elskhuga í einu. Konur í miðborg Parísar eru vissulega elegant og búa yfir miklum klassa og kúlheitum. Svona í heildina eru Frakkar fremur grannvaxin þjóð enda borða þeir af skynsemi og nautn í stað þess að hlaupa á næsta skyndibitastað. Vestra hafa komið út mikið af bókum um hvernig sé hægt að vera eins og franskar konur – grannar og kynþokkafullar. Í greinum í frönskum útgáfum Elle og Vogue er kvartað sárlega undan þessari mýtu. „Hvaðan hafa þeir þetta eiginlega? Við höfum ekki tíma til að standa í megrun eða framhjáhaldi.“ En frönskum konum tekst sannarlega vel að sameina þrjú hlutverk í lífinu: Framann, móðurhlutverkið og konuna: þær eru alltaf kvenlegar fram í fingurgóma. 7. Franskir karlmenn eru frægir elskhugar og eiga alltaf margar ástkonur. Þeir eru líka örgustu karlrembusvín. Mýta sem virðist vera runnin undan rifjum Ameríkana eða Breta, kannski af öfundsýki í seinni heimsstyrjöldinni. Hver veit? Frakkar sýna meiri tilfinningar og rómantík en þeir íslensku. Þeir eru sjarmerandi og kunna að daðra smekklega við konur. Þeir eru ekki með aldursmafíu á konur og kynþokkafyllstu leikkonurnar eru oft yfir fimmtugu. Frakkar eru yfirleitt agndofa á tíðni framhjáhalds á Íslandi og finnst okkur skorta siðferði. Frakkar eru komnir langt í jafnréttisbaráttunni og flestar franskar konur vinna úti og eiga gæfuríkan starfsferil. Frakkland ól nú líka kvenréttindakonuna frægu Simone de Beauvoir. 8. Frakkar tala enga ensku, og þegar þeir tala hana eru þeir með skelfilegan hreim. Þetta var að vísu að miklu leyti rétt vegna undarlegs skólakerfis þar sem enginn lærði almennilega ensku, sennilega af því að Frakkland taldi sig ekki síður heimsveldi en Bretland. Þetta er þó ört að breytast og yngri kynslóðir Frakka tala ansi góða ensku með mismiklum hreim. 9. Þeir eru alltaf að segja „Oh lala!“ Ekki spurning. En Frökkum finnst við alltaf vera að segja „heyrðu!“ 10. Þeir eru rosalega hrokafullir og finnst allt best sem kemur frá Frakklandi (vínið, strendurnar, fjöllin, kastalarnir, myndlistin, Catherine Deneuve). Það eru eflaust Frakkar af gömlu kynslóðinni sem eru algerlega á þessum meiði og fara varla úr landi vegna þess að allt er best í Frakklandi. En yngri kynslóðir ferðast um heim allan og eru yfirleitt víðsýnir. Flestum finnst þó vín frá öðrum löndum en Frakklandi „ekki vera vín, bara eitthvað annað“. 11. Þeir eru alltaf í verkfalli og allt skrifræði tekur afar langan tíma. „Franska flugfélagið týndi töskunni minni og þeir sannfærðu mig um það með miklum þjósti að það væri mér að kenna,“ sagði íslensk vinkona mín nýlega. Frakkar eru dálítið gefnir fyrir að flækja hlutina. Skrifræði er vissulega skelfilegt. Og þeir geta farið í verkfall yfir öllu, enda er byltingin þeim í blóð borin. 12. Þeir eru upp til hópa sósíalistar og baráttumenn. Að minnsta kosti helmingur þjóðarinnar af nýlegum tölum að dæma. Þjóðin sem færði heiminum Byltinguna og Mannréttindasáttmálann lifir lengi á því, það er innprentað í þjóðarsálina. Í Frakklandi mun alltaf einhver standa upp á móti óréttlæti eða yfirgangi af öllu tagi. Og oftast með látum. Anna Margrét Björnsson bjó í París í tvö ár og tengist Frakklandi fjölskylduböndum. Upplýsingar um menningarhátíðina Franskt vor, þar sem boðið er upp á kvikmyndir, tónlist, mat, vísindi, bókmenntir og margt fleira sem tengist Frakklandi, er að finna á vefnum www.fransktvor.isFrægasti frakki síðustu aldar? Söngkonan Edith Piaf varð heimsfræg fyrir lög eins og „La Vie en Rose“Franska kynbomban Brigitte Bardot var ein af mörgum frönskum leikkonum sem öðluðust heimsfrægð fyrir fegurð og kynþokka.Franskur klassi Leikkonan Catherine Deneuve er alltaf jafn falleg og elegant, sama hvað tímanum líður. Hér er hún á tískusýningu hjá Yves Saint-Laurent í París.Franskar gáfur Heimspekingurinn og rithöfundurinn Jean Paul Sartre og rithöfundurinn og kvenréttindakonan Simone de Beauvoir drekka te á vinstri bakka Parísarborgar.
Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira