Um Scott 24. febrúar 2007 00:01 Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af því - svo vægt sé til orða tekið - að stjórnmálaflokkar á Alþingi og í borgarstjórn skuli álykta sérstaklega um það hvaða hópar þeir telji að séu velkomnir til landsins og hverjir ekki, eins og gerðist nú í vikunni í tilviki boðaðrar ráðstefnu fólks í klámiðnaði. Ég sé því ekki betur en að ég, á mínum fyrstu metrum í pólitík, sé þar með ósammála í afmörkuðu máli öllum flokkum á Alþingi, því hér myndaðist jú þverpólitísk samstaða. ÞAÐ er e.t.v. full bratt fyrir ungan mann, en hvað um það. Ég er þeirrar skoðunar að ef klámráðstefnan hefði farið fram hér á landi hefði verið eðlilegt, lýðræðislegt og sjálfsagt að fólk stæði fyrir skipulögðum mótmælum og léti vel í sér heyra. Að sama skapi hefði ég líka haft áhuga á því að heyra málsvörn ráðstefnugesta. Rökræða milli tiltekins Scotts Hjorleifssonar eða Cristinu Pong - þeirra sem einna helst hafa verið í málsvari fyrir ráðstefnugesti - og íslenskra femínista í Kastljósi hefði til dæmis getað farið fram af þessu tilefni. ÉG lít svo á að ég búi í opnu samfélagi. Þannig vil ég hafa það. Það þýðir, að mínu viti, að stofnanir eins og Alþingi og borgarstjórn eiga ekki að láta uppi skoðanir á því hvort þær telji einhverja hópa, umfram aðra, óæskilega sem gesti á hótelum hér á landi. Aðeins lögreglan á að taka afstöðu til slíks, og þá á grundvelli laga. Ég tek undir áhyggjur fólks í ferðamannaiðnaði af þessu tilefni. Það biður nú um lista frá borgaryfirvöldum þar sem tilgreint er hvaða hópar eru óæskilegir og hverjir ekki. VERÐUR hér eftir tekin opinber afstaða til þess hvort hópar sem hingað stefna séu óæskilegir miðað við ákveðnar pólitískar og siðferðislegar röksemdir? Hvað ef hópur eins og National Rifle Association (NRA) boðar komu sína hér í skemmtiferð, þjóðernisflokkur Le Pens eða samtök hvítrar kynþáttahyggju? Hvað gera bændur þá? ANDÚÐ fólks á ráðstefnunni er ákaflega skiljanleg. Klám er sóðalegur iðnaður með margar viðurstyggilegar skuggahliðar. Af mínum sjónarhóli hefur hins vegar háværasta andstaðan við ráðstefnuna byggst á þeirri tegund femínisma sem ég get ekki fyllilega skrifað undir. Ég hef lært um femínisma og skrifað um þá stefnu ritgerðir í heimspekinámi. Ég álít mig gallharðan jafnréttissinna. ÞAÐ verður hins vegar ekki framhjá því litið að femínísk umræða t.d. í Bandaríkjunum er mun margslungnari en hér er boðið upp á. Til að mynda er það heitt deiluefni femínista þar í landi hvaða áhrif kynlífsbyltingin upp úr 1970, með tilheyrandi afþreyingariðnaði, hafði á stöðu kvenna. Atburðarásin í liðinni viku lýsti ekki þeirri yfirvegun sem ég myndi vilja sjá, af hendi grundvallarstofnana landsins, í opnu og frjálsu samfélagi gagnvart þannig viðfangsefni, hvað sem mér og öðrum kann persónulega að finnast um Scott Hjorleifsson og hans iðju. Guðmundur Steingrímsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af því - svo vægt sé til orða tekið - að stjórnmálaflokkar á Alþingi og í borgarstjórn skuli álykta sérstaklega um það hvaða hópar þeir telji að séu velkomnir til landsins og hverjir ekki, eins og gerðist nú í vikunni í tilviki boðaðrar ráðstefnu fólks í klámiðnaði. Ég sé því ekki betur en að ég, á mínum fyrstu metrum í pólitík, sé þar með ósammála í afmörkuðu máli öllum flokkum á Alþingi, því hér myndaðist jú þverpólitísk samstaða. ÞAÐ er e.t.v. full bratt fyrir ungan mann, en hvað um það. Ég er þeirrar skoðunar að ef klámráðstefnan hefði farið fram hér á landi hefði verið eðlilegt, lýðræðislegt og sjálfsagt að fólk stæði fyrir skipulögðum mótmælum og léti vel í sér heyra. Að sama skapi hefði ég líka haft áhuga á því að heyra málsvörn ráðstefnugesta. Rökræða milli tiltekins Scotts Hjorleifssonar eða Cristinu Pong - þeirra sem einna helst hafa verið í málsvari fyrir ráðstefnugesti - og íslenskra femínista í Kastljósi hefði til dæmis getað farið fram af þessu tilefni. ÉG lít svo á að ég búi í opnu samfélagi. Þannig vil ég hafa það. Það þýðir, að mínu viti, að stofnanir eins og Alþingi og borgarstjórn eiga ekki að láta uppi skoðanir á því hvort þær telji einhverja hópa, umfram aðra, óæskilega sem gesti á hótelum hér á landi. Aðeins lögreglan á að taka afstöðu til slíks, og þá á grundvelli laga. Ég tek undir áhyggjur fólks í ferðamannaiðnaði af þessu tilefni. Það biður nú um lista frá borgaryfirvöldum þar sem tilgreint er hvaða hópar eru óæskilegir og hverjir ekki. VERÐUR hér eftir tekin opinber afstaða til þess hvort hópar sem hingað stefna séu óæskilegir miðað við ákveðnar pólitískar og siðferðislegar röksemdir? Hvað ef hópur eins og National Rifle Association (NRA) boðar komu sína hér í skemmtiferð, þjóðernisflokkur Le Pens eða samtök hvítrar kynþáttahyggju? Hvað gera bændur þá? ANDÚÐ fólks á ráðstefnunni er ákaflega skiljanleg. Klám er sóðalegur iðnaður með margar viðurstyggilegar skuggahliðar. Af mínum sjónarhóli hefur hins vegar háværasta andstaðan við ráðstefnuna byggst á þeirri tegund femínisma sem ég get ekki fyllilega skrifað undir. Ég hef lært um femínisma og skrifað um þá stefnu ritgerðir í heimspekinámi. Ég álít mig gallharðan jafnréttissinna. ÞAÐ verður hins vegar ekki framhjá því litið að femínísk umræða t.d. í Bandaríkjunum er mun margslungnari en hér er boðið upp á. Til að mynda er það heitt deiluefni femínista þar í landi hvaða áhrif kynlífsbyltingin upp úr 1970, með tilheyrandi afþreyingariðnaði, hafði á stöðu kvenna. Atburðarásin í liðinni viku lýsti ekki þeirri yfirvegun sem ég myndi vilja sjá, af hendi grundvallarstofnana landsins, í opnu og frjálsu samfélagi gagnvart þannig viðfangsefni, hvað sem mér og öðrum kann persónulega að finnast um Scott Hjorleifsson og hans iðju. Guðmundur Steingrímsson
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun