Gott ár hjá eBay 31. janúar 2007 00:01 Hagnaður Ebay jókst um 24 prósent í fyrra frá síðasta ári. Ebay rekur netsímaþjónustuna Skype en notendum hennar fjölgaði um 129 prósent á milli ára. Bandaríska netfyrirtækið eBay, sem meðal annars rekur samnefndan uppboðsvef, netsímaþjónustuna Skype og greiðsluvefinn PayPal, skilaði 1,67 milljarða dala hagnaði á nýliðnu ári. Þetta jafngildir 116,8 milljörðum íslenskra króna sem er 24 prósenta aukning frá árinu á undan. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að helsta ástæðan fyrir aukningunni sé góður árangur í kjarnastarfsemi fyrirtækisins yfir hátíðirnar. Talsverð aukning varð á flestum þáttum eBay, að sögn Megs Whitman, forstjóra fyrirtækisins. Mest varð aukningin hjá Skype á árinu en notendur netsímaþjónustunnar voru 171 milljón talsins í fyrra sem er 129 prósenta fjölgun á milli ára. Þrátt fyrir þetta kom fram á símafundi með fjárfestum eftir að uppgjörið var kynnt í síðustu viku að tekjuaukningin hjá Skype-hluta eBay væri ekki eins mikil og vonir stóðu til. Niðurstaðan er engu að síður langt umfram væntingar greinenda, sem reiknuðu með að viðskiptavinum Skype myndi einungis fjölga um fjórtán prósent á milli ára. Hefðu þær spár gengið eftir væru notendurnir 81,8 milljónir talsins. Héðan og þaðan Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska netfyrirtækið eBay, sem meðal annars rekur samnefndan uppboðsvef, netsímaþjónustuna Skype og greiðsluvefinn PayPal, skilaði 1,67 milljarða dala hagnaði á nýliðnu ári. Þetta jafngildir 116,8 milljörðum íslenskra króna sem er 24 prósenta aukning frá árinu á undan. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að helsta ástæðan fyrir aukningunni sé góður árangur í kjarnastarfsemi fyrirtækisins yfir hátíðirnar. Talsverð aukning varð á flestum þáttum eBay, að sögn Megs Whitman, forstjóra fyrirtækisins. Mest varð aukningin hjá Skype á árinu en notendur netsímaþjónustunnar voru 171 milljón talsins í fyrra sem er 129 prósenta fjölgun á milli ára. Þrátt fyrir þetta kom fram á símafundi með fjárfestum eftir að uppgjörið var kynnt í síðustu viku að tekjuaukningin hjá Skype-hluta eBay væri ekki eins mikil og vonir stóðu til. Niðurstaðan er engu að síður langt umfram væntingar greinenda, sem reiknuðu með að viðskiptavinum Skype myndi einungis fjölga um fjórtán prósent á milli ára. Hefðu þær spár gengið eftir væru notendurnir 81,8 milljónir talsins.
Héðan og þaðan Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira