Bíó og sjónvarp

Grísinn og kóngulóin

Charlotte´s Web. Kónguló og grís tengjast órofa böndum.
Charlotte´s Web. Kónguló og grís tengjast órofa böndum.

Barna- og fjölskyldummyndin Charlotte‘s Web verður frumsýnd í Sam-bíóunum annað kvöld. Myndin byggir á samnefndri og víðlesinni barnabók og fjallar um lítinn grís, Wilbur að nafni, sem ung stúlka bjargar frá slátrun og tekur að sér að býlinu sínu. Í hlöðunni kynnist Wilbur kóngulónni Charlotte sem tekur hann upp á sína arma.

Dag einn komast Wilbur og Charlotte að því að grísinn þykir ekki á vetur setjandi og hefst þá kapphlaup við tímann þar sem Charlotte reynir með vef sínum að stafa skilaboð til mannanna og forða honum frá glötun.

Dakota Fanning leikur stúlkuna sem bjargar grísnum í upphafi en fjölmargir heimsþekktir leikarar ljá dýrunum á býlinu rödd sína. Fremst í flokki fara Julia Roberts, sem talar fyrir Charlotte, Steve Buscemi, Oprah Winfrey og Robert Redford.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×