Krefjast frjálsara samfélags 24. janúar 2007 06:00 Fólk gekk með skilti og hrópaði slagorð á borð við: „Við erum öll Hrant Dink“ og „Við erum öll Armenar“ á tyrknesku og armensku. MYND/AP Tugir þúsunda manna gengu um götur Istanbúl í gær og kölluðu eftir frjálsara tyrknesku samfélagi þar sem fólk væri ekki myrt vegna skoðana sinna. Ritstjórinn Hrant Dink, sem var af armenskum uppruna, var skotinn til bana um hábjartan dag fyrir utan vinnustaðinn sinn af herskáum þjóðernissinna í síðustu viku. Hann var jarðsettur í gær í einni fjölmennustu jarðarför sem farið hefur fram í Istanbúl. Þrátt fyrir óskir aðstandenda Dink um að jarðarförin myndi ekki snúast upp í mótmæli hrópuðu syrgjendur slagorð á borð við „öxl í öxl gegn fasisma“ og „morðingi 301“ sem vísar til tyrkneskrar lagagreinar um að sækja megi fólk til saka fyrir að móðga Tyrkland. Dink var ákærður fyrir að brjóta lagagrein 301 ásamt fleirum á borð við rithöfundinn Orhan Pamuk sem hlaut Nóbelsverðlaun í fyrra. Sautján ára drengur hefur játað að hafa skotið Dink og herskár þjóðernissinni sem var dæmdur fyrir sprenguárás á McDonald‘s-veitingastað árið 1994 hefur játað að hafa skipulagt morðið. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa lýst yfir áhyggjum af málinu. Tyrkland sækist eftir því að fá inngöngu í ESB en lítið hefur verið um fjöldamótmæli í Tyrklandi vegna skorts á málfrelsi þangað til í gær. Nóbelsverðlaun Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Tugir þúsunda manna gengu um götur Istanbúl í gær og kölluðu eftir frjálsara tyrknesku samfélagi þar sem fólk væri ekki myrt vegna skoðana sinna. Ritstjórinn Hrant Dink, sem var af armenskum uppruna, var skotinn til bana um hábjartan dag fyrir utan vinnustaðinn sinn af herskáum þjóðernissinna í síðustu viku. Hann var jarðsettur í gær í einni fjölmennustu jarðarför sem farið hefur fram í Istanbúl. Þrátt fyrir óskir aðstandenda Dink um að jarðarförin myndi ekki snúast upp í mótmæli hrópuðu syrgjendur slagorð á borð við „öxl í öxl gegn fasisma“ og „morðingi 301“ sem vísar til tyrkneskrar lagagreinar um að sækja megi fólk til saka fyrir að móðga Tyrkland. Dink var ákærður fyrir að brjóta lagagrein 301 ásamt fleirum á borð við rithöfundinn Orhan Pamuk sem hlaut Nóbelsverðlaun í fyrra. Sautján ára drengur hefur játað að hafa skotið Dink og herskár þjóðernissinni sem var dæmdur fyrir sprenguárás á McDonald‘s-veitingastað árið 1994 hefur játað að hafa skipulagt morðið. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa lýst yfir áhyggjum af málinu. Tyrkland sækist eftir því að fá inngöngu í ESB en lítið hefur verið um fjöldamótmæli í Tyrklandi vegna skorts á málfrelsi þangað til í gær.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira