Stækkun álversins, ræða útvarpsstjóra, aftaka Saddams 29. desember 2006 20:32 Ég á von á því að stækkun álversins í Straumsvík verði samþykkt. Nálægðin við álverið hefur náttúrlega verið mikilvæg fyrir Hafnarfjörð í gegnum tíðina. Þarna hafa mörg hundruð manns haft nokkuð vel launaða vinnu, ef fjölskyldur þeirra eru taldar með og margföldunaráhrifin má fullyrða að álverið hafi að nokkru leyti haldið uppi lífinu í Hafnarfirði. Þarna hefur verið áberandi lítil starfsmannavelta - sem bendir til þess að þeir sem vinna þarna séu nokkuð ánægðir. En kosningabaráttan á sjálfsagt eftir að verða heit. Nú er sjálfur Ögmundur kominn í framboð í Kraganum. Þar hafa Vinstri grænir haft afar lítið fylgi. Flestir bæirnir í Kraganum eru íhaldsbæli, fyrir utan Hafnarfjörð sem er kratabæli. Vinstri grænir munu reyna að gera sér eins mikinn mat úr álverskosningunni og mögulegt er. Það hentar þeim vel að atkvæðagreiðslan sé á miðjum kosningavetri. Á sama tíma verður erfitt fyrir Samfylkinguna með Gunnar Svavarsson, forseta bæjarstjórnar í Hafnarfirði í fararbroddi, að reka það af sér að hún sé í aðra röndina stóriðjuflokkur. Í því sambandi má minna á að það voru ekki síst kratar sem á sinni tíð véluðu um að álverið yrði byggt. Gylfi Þ. var þá viðskiptaráðherra í stjórn með Sjálfstæðisflokknum en Hafnarfjarðargoðinn Emil Jónsson utanríkisráðherra. Í Alþýðubandalaginu voru hins vegar öfl sem litu á þetta sem hrein landráð, létu öllum illum látum, hömuðust, gott ef ekki voru reistar níðstangir af þessu tilefni. Sósíalistar trúðu að með þessum gjörningi yrði Ísland bókstaflega afhent útlendum kapítalistum - það kom náttúruvernd minnst við. Annars er hætt við að kosningabaráttan snúist upp í vitleysu ef Alcan ætlar að halda áfram að gefa bæjarbúum í Hafnarfirði geisladiska og bjóða þeim á íþróttakappleiki - eða hverju finna þeir upp á næst? Sjónvarpsauglýsingin sem þeir eru að sýna er líka hálf vemmó. Fólk er ekki svona mikil fífl. Loks bendi ég í þessu sambandi á bloggfærslu eftir framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar, ég veit ekki - en kann að vera að hann sé í röngum flokki? --- --- --- Páll Magnússon vill ekki flytja ávarp útvarpsstjóra. Það var líklega barn síns tíma. Eitt sinn var talið nauðsynlegt að útvarpsstjóri væri gamaldags menningarmaður, helst norrænufræðingur, sem stæði föstum fótum í arfleifð þjóðarinnar, kallaðist helst á við þjóðskáldin í starfi sínu. Vilhjálmur Þ. Gíslason, Andrés Björnsson og Heimir Steinsson voru dæmigerðir svona menn, Kristján Eldjárn var það raunar líka en hann var gerður að forseta. Á þessum tíma var ekki talið nauðsynlegt að útvarpsstjóri hefði vit á rekstri, hins vegar átti hann að geta sagt eitthvað þjóðlegt, gott og sæmilega viturlegt á stórhátíðum. Páll les Njálu á hverju ári - gæti sjálfsagt flutt hinar dægilegustu Njáluskýringar - en ætlar að hlífa þjóðinni við því. Við því er ekkert að segja. Ég vil hins vegar beina því til hans að hann gerist enn róttækari og leggi líka niður áramótaskaupið frá og með þarnæstu áramótum. Ég nenni ekki að rökstyðja þetta núna - læt kannski verða af því seinna en geri svosem ekki ráð fyrir að mikil eftirspurn sé eftir því. --- --- --- Nú eru taldar horfur á að Saddam Hussein verði hengdur í fyrramálið. Írak sekkur enn lengra niður í hreinan barbarisma. Dauðarefsingar eru ógeð hver sem á í hlut. Réttarhöldin yfir Saddam voru misheppnaður skrípaleikur. Blair og Bush hafa ekki það móralska vald sem þarf til að lífláta einræðisherrann gamla. Hversu margir munu líka bíða bana vegna aftökunnar - er ekki líklegt að átökin magnist enn í landinu í kjölfar hennar? Hvað verða saklaus fórnarlömbin mörg í þetta skiptið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Ég á von á því að stækkun álversins í Straumsvík verði samþykkt. Nálægðin við álverið hefur náttúrlega verið mikilvæg fyrir Hafnarfjörð í gegnum tíðina. Þarna hafa mörg hundruð manns haft nokkuð vel launaða vinnu, ef fjölskyldur þeirra eru taldar með og margföldunaráhrifin má fullyrða að álverið hafi að nokkru leyti haldið uppi lífinu í Hafnarfirði. Þarna hefur verið áberandi lítil starfsmannavelta - sem bendir til þess að þeir sem vinna þarna séu nokkuð ánægðir. En kosningabaráttan á sjálfsagt eftir að verða heit. Nú er sjálfur Ögmundur kominn í framboð í Kraganum. Þar hafa Vinstri grænir haft afar lítið fylgi. Flestir bæirnir í Kraganum eru íhaldsbæli, fyrir utan Hafnarfjörð sem er kratabæli. Vinstri grænir munu reyna að gera sér eins mikinn mat úr álverskosningunni og mögulegt er. Það hentar þeim vel að atkvæðagreiðslan sé á miðjum kosningavetri. Á sama tíma verður erfitt fyrir Samfylkinguna með Gunnar Svavarsson, forseta bæjarstjórnar í Hafnarfirði í fararbroddi, að reka það af sér að hún sé í aðra röndina stóriðjuflokkur. Í því sambandi má minna á að það voru ekki síst kratar sem á sinni tíð véluðu um að álverið yrði byggt. Gylfi Þ. var þá viðskiptaráðherra í stjórn með Sjálfstæðisflokknum en Hafnarfjarðargoðinn Emil Jónsson utanríkisráðherra. Í Alþýðubandalaginu voru hins vegar öfl sem litu á þetta sem hrein landráð, létu öllum illum látum, hömuðust, gott ef ekki voru reistar níðstangir af þessu tilefni. Sósíalistar trúðu að með þessum gjörningi yrði Ísland bókstaflega afhent útlendum kapítalistum - það kom náttúruvernd minnst við. Annars er hætt við að kosningabaráttan snúist upp í vitleysu ef Alcan ætlar að halda áfram að gefa bæjarbúum í Hafnarfirði geisladiska og bjóða þeim á íþróttakappleiki - eða hverju finna þeir upp á næst? Sjónvarpsauglýsingin sem þeir eru að sýna er líka hálf vemmó. Fólk er ekki svona mikil fífl. Loks bendi ég í þessu sambandi á bloggfærslu eftir framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar, ég veit ekki - en kann að vera að hann sé í röngum flokki? --- --- --- Páll Magnússon vill ekki flytja ávarp útvarpsstjóra. Það var líklega barn síns tíma. Eitt sinn var talið nauðsynlegt að útvarpsstjóri væri gamaldags menningarmaður, helst norrænufræðingur, sem stæði föstum fótum í arfleifð þjóðarinnar, kallaðist helst á við þjóðskáldin í starfi sínu. Vilhjálmur Þ. Gíslason, Andrés Björnsson og Heimir Steinsson voru dæmigerðir svona menn, Kristján Eldjárn var það raunar líka en hann var gerður að forseta. Á þessum tíma var ekki talið nauðsynlegt að útvarpsstjóri hefði vit á rekstri, hins vegar átti hann að geta sagt eitthvað þjóðlegt, gott og sæmilega viturlegt á stórhátíðum. Páll les Njálu á hverju ári - gæti sjálfsagt flutt hinar dægilegustu Njáluskýringar - en ætlar að hlífa þjóðinni við því. Við því er ekkert að segja. Ég vil hins vegar beina því til hans að hann gerist enn róttækari og leggi líka niður áramótaskaupið frá og með þarnæstu áramótum. Ég nenni ekki að rökstyðja þetta núna - læt kannski verða af því seinna en geri svosem ekki ráð fyrir að mikil eftirspurn sé eftir því. --- --- --- Nú eru taldar horfur á að Saddam Hussein verði hengdur í fyrramálið. Írak sekkur enn lengra niður í hreinan barbarisma. Dauðarefsingar eru ógeð hver sem á í hlut. Réttarhöldin yfir Saddam voru misheppnaður skrípaleikur. Blair og Bush hafa ekki það móralska vald sem þarf til að lífláta einræðisherrann gamla. Hversu margir munu líka bíða bana vegna aftökunnar - er ekki líklegt að átökin magnist enn í landinu í kjölfar hennar? Hvað verða saklaus fórnarlömbin mörg í þetta skiptið?
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun