Houston - Við erum í vanda 24. desember 2006 13:52 Yao Ming getur ekki leikið með Houston á ný fyrr en í febrúar og því er hætta á því að stuðningsmenn Rockets verði að setja stórar væntingar sínar til liðsins á hilluna enn eitt árið NordicPhotos/GettyImages Miðherjinn Yao Ming hjá Houston Rockets í NBA deildinni leikur ekki með liðinu næstu sex vikurnar hið minnsta eftir að risinn meiddist á hné í tapleik liðsins gegn LA Clippers í nótt og því er útlit fyrir að liðið verði enn og aftur að finna leið til að sigra án ofurstjarna sinna, Ming og Tracy McGrady. LA Clippers hafði tapað sex leikjum í röð fyrir leik gærkvöldsins en án Yao Ming og McGrady, sem misst hefur af 8 leikjum í röð vegna bakmeiðsla, átti Houston ekki möguleika og tapaði 98-93. Tim Thomas skoraði 21 stig fyrir Clippers en Shane Battier skoraði 28 stig fyrir Houston. Minnesota lagði Indiana á útivelli 78-71. Kevin Garnett skoraði 29 stig og hirti 19 fráköst fyrir Minnesota en Jamal Tinsley skoraði 22 fyrir Indiana. Cleveland lagði Orlando 86-83. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland og gerði út um leikinn með frammistöðu sinnií fjórða leikhluta. Dwight Howard skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst fyrir Orlando. Detroit burstaði Atlanta 108-81 og vann fjórða leikinn í röð. Nazr Mohammed skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst fyrir Detroit, en Marvin Williams skoraði 19 stig og hirti 15 fráköst fyrir Atlanta. Miami lagði Golden State 105-92 þar sem Jason Kapono setti persónulegt met hjá Miami með 27 stigum en Matt Barnes skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst hjá Golden State. Philadelphia vann annan leik sinn í röð eftir 12 töp í röð, en þeir Andre Miller og Joe Smith spiluðu þarna sinn fyrsta leik eftir að þeir komu frá Denver í skiptum fyrir Allen Iverson. Philadelphia lagði New York 98-77 þar sem Andre Iguoadala skoraði 20 stig fyrir Philadelphia og Andre Miller gaf 11 stoðsendingar. Jamal Crawford skoraði 21 stig fyrir New York. San Antonio valtaði yfir New Orleans á útivelli 112-77. Chris Paul skoraði 20 stig fyrir New Orleans en Tony Parker skoraði 19 fyrir San Antonio. Utah lagði Memphis 100-97 þar sem liðið var enn og aftur undir allan leikinn en tryggði sér sigur með því að skora 8 síðustu stigin. Damon Stoudamire skoraði reyndar þriggja stiga körfu og jafnaði um leið og lokaflautið gall, en þótti ekki hafa sleppt boltanum tímanlega. Carlos Boozer skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Utah, en Mike Miller skoraði 28 stig fyrir Memphis. Chicago rótburstaði Charlotte 115-76. Ben Gordon skoraði 23 stig fyrir Chicago en Melvin Ely skoraði 13 stig fyrir Charlotte. Milwaukee lagði New Jersey 115-104 þar sem Mo Williams skoraði 32 stig, hirti 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Milwaukee en Eddie House skoraði 22 stig fyrir New Jersey. Liði New Jersey bárust svo þau ömurlegu tíðindi að miðherjinn Nenad Krstic getur ekki leikið meira með liðinu á tímabilinu vegna meiðsla og ekki er það til að bæta ógæfu liðsins í vetur. Loks vann Seattle sigur á Toronto 110-97 þar sem Ray Allen sneri sjóðheitur til baka eftir meiðsli og skoraði 28 stig fyrir Seattle og hitti úr 5 af 6 þristum sínum. TJ Ford skoraði 24 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Toronto. NBA Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Miðherjinn Yao Ming hjá Houston Rockets í NBA deildinni leikur ekki með liðinu næstu sex vikurnar hið minnsta eftir að risinn meiddist á hné í tapleik liðsins gegn LA Clippers í nótt og því er útlit fyrir að liðið verði enn og aftur að finna leið til að sigra án ofurstjarna sinna, Ming og Tracy McGrady. LA Clippers hafði tapað sex leikjum í röð fyrir leik gærkvöldsins en án Yao Ming og McGrady, sem misst hefur af 8 leikjum í röð vegna bakmeiðsla, átti Houston ekki möguleika og tapaði 98-93. Tim Thomas skoraði 21 stig fyrir Clippers en Shane Battier skoraði 28 stig fyrir Houston. Minnesota lagði Indiana á útivelli 78-71. Kevin Garnett skoraði 29 stig og hirti 19 fráköst fyrir Minnesota en Jamal Tinsley skoraði 22 fyrir Indiana. Cleveland lagði Orlando 86-83. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland og gerði út um leikinn með frammistöðu sinnií fjórða leikhluta. Dwight Howard skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst fyrir Orlando. Detroit burstaði Atlanta 108-81 og vann fjórða leikinn í röð. Nazr Mohammed skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst fyrir Detroit, en Marvin Williams skoraði 19 stig og hirti 15 fráköst fyrir Atlanta. Miami lagði Golden State 105-92 þar sem Jason Kapono setti persónulegt met hjá Miami með 27 stigum en Matt Barnes skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst hjá Golden State. Philadelphia vann annan leik sinn í röð eftir 12 töp í röð, en þeir Andre Miller og Joe Smith spiluðu þarna sinn fyrsta leik eftir að þeir komu frá Denver í skiptum fyrir Allen Iverson. Philadelphia lagði New York 98-77 þar sem Andre Iguoadala skoraði 20 stig fyrir Philadelphia og Andre Miller gaf 11 stoðsendingar. Jamal Crawford skoraði 21 stig fyrir New York. San Antonio valtaði yfir New Orleans á útivelli 112-77. Chris Paul skoraði 20 stig fyrir New Orleans en Tony Parker skoraði 19 fyrir San Antonio. Utah lagði Memphis 100-97 þar sem liðið var enn og aftur undir allan leikinn en tryggði sér sigur með því að skora 8 síðustu stigin. Damon Stoudamire skoraði reyndar þriggja stiga körfu og jafnaði um leið og lokaflautið gall, en þótti ekki hafa sleppt boltanum tímanlega. Carlos Boozer skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Utah, en Mike Miller skoraði 28 stig fyrir Memphis. Chicago rótburstaði Charlotte 115-76. Ben Gordon skoraði 23 stig fyrir Chicago en Melvin Ely skoraði 13 stig fyrir Charlotte. Milwaukee lagði New Jersey 115-104 þar sem Mo Williams skoraði 32 stig, hirti 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Milwaukee en Eddie House skoraði 22 stig fyrir New Jersey. Liði New Jersey bárust svo þau ömurlegu tíðindi að miðherjinn Nenad Krstic getur ekki leikið meira með liðinu á tímabilinu vegna meiðsla og ekki er það til að bæta ógæfu liðsins í vetur. Loks vann Seattle sigur á Toronto 110-97 þar sem Ray Allen sneri sjóðheitur til baka eftir meiðsli og skoraði 28 stig fyrir Seattle og hitti úr 5 af 6 þristum sínum. TJ Ford skoraði 24 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Toronto.
NBA Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum