Innlent

Telur stýrivaxtahækkun í morgun þá síðustu í bili

MYND/Heiða

Greiningardeild Glitnis telur að stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands í morgun sé sú síðasta í þessu hækkunarferli en bankinn hækkaði stýrivextina um 0,25 prósentur. Fram kemur í Morgunkorni Glitnis að greiningardeildin telji að næsta skref hans verði að lækka vexti og að það gerist um miðbik næsta árs.

Greiningardeildin segir hækkunina í takti við það sem Seðlabankinn var búinn að boða í upphafi nóvember þegar hann gaf síðast út spá um verðbólgu. Aðgerðin sé því til þess fallinn að undirbyggja trúverðugleika bankans.

„Ekki er vanþörf á en bankinn hefur gefið í og dregur úr til skiptis hvað vaxtaákvarðanir varðar og skilaboðin sem felast í aðgerðum bankans hafa oft verið fremur misvísandi í þessu vaxtahækkunarferli. Í ljósi þess er ekki hægt að útiloka að bankinn hækki vexti frekar þótt við teljum það ólíklegt," segir enn fremur í Morgunkorni Glitnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×