Deilt um hvort úrskurður ógildi rannsókn 18. desember 2006 18:45 Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að bæði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, væru vanhæfir og skyldu víkja sæti við rannsókn á meintum skattalagabrotum fimm manna tengdum Baugi. Lögmaður eins fimmmenninganna telur úrskurðurinn ónýta rannsóknina en því er dómurinn ekki sammála. Fimm aðilar tengdir Baugi fyrr og nú höfðuðu í síðasta mánuði mál á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og sögðu þá vanhæfa til að fara með rannsókn á meintum skattalagabrotum fimmmenninganna. Aðalkrafa fimmmenninganna var sú að rannsókn ríkislögreglustjóra yrði úrskurðuð ólögmæt en til vara að Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Jóni H. B. Snorrasyni, yfirmanni efnahagsbrotadeildar, yrði gert að víkja sæti við rannsókn málsins. Máli sínu til stuðnings vísuðu fimmmeninningarnir meðal annars til þess að Haraldur og Jón hefðu með ummælum sínum í fjölmiðlum myndað sér skoðun á sekt þeirra og sjálfir lýst sig vanhæfa til þess að fara með málið. Þar var meðal annars vísað til orða Ríkislögreglustjóra þann 11. nóvember 2005 sem birtust í fréttum Stöðvar 2 í tengslum við endurákæru í Baugsmálinu. Þar sagði Haraldur: „Það má með rökum halda því fram að ríkislögreglustjóraembættið sé orðið of involverað í þetta mál til þess að geta litið hlutlaust á þær ákvarðanir sem þarf að taka í framhaldinu og þess vegna tel ég rétt að nýr aðili komi að þessu máli."Það er með þessum orðum sem Héraðsdómur telur að ríkislögreglustjóri hafi gert sig vanhæfan til að fara með rannsókn meintra skattalagabrota Baugsmanna. Samkvæmt lögreglulögum sé Jón þá einnig vanhæfur.Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segist líta svo á að afleiðing þessa úrskurðar sé sú að það verði ekkert byggt eitt eða neitt á þeirri rannsókn sem fram hafi farið hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra undir stjórn þessara tileknu manna alveg frá 2003/2004 varðandi þennan þátt málsins.Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra segist ekki sammála þessari túlkun og segir dóminn það ekki heldur því hann hafi því að það beri að hætta rannsókninni. Þvert ámóti telji dómurinn að rannsóknmin standi og það megi halda henni áfram. Baugsmálið Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að bæði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, væru vanhæfir og skyldu víkja sæti við rannsókn á meintum skattalagabrotum fimm manna tengdum Baugi. Lögmaður eins fimmmenninganna telur úrskurðurinn ónýta rannsóknina en því er dómurinn ekki sammála. Fimm aðilar tengdir Baugi fyrr og nú höfðuðu í síðasta mánuði mál á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og sögðu þá vanhæfa til að fara með rannsókn á meintum skattalagabrotum fimmmenninganna. Aðalkrafa fimmmenninganna var sú að rannsókn ríkislögreglustjóra yrði úrskurðuð ólögmæt en til vara að Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Jóni H. B. Snorrasyni, yfirmanni efnahagsbrotadeildar, yrði gert að víkja sæti við rannsókn málsins. Máli sínu til stuðnings vísuðu fimmmeninningarnir meðal annars til þess að Haraldur og Jón hefðu með ummælum sínum í fjölmiðlum myndað sér skoðun á sekt þeirra og sjálfir lýst sig vanhæfa til þess að fara með málið. Þar var meðal annars vísað til orða Ríkislögreglustjóra þann 11. nóvember 2005 sem birtust í fréttum Stöðvar 2 í tengslum við endurákæru í Baugsmálinu. Þar sagði Haraldur: „Það má með rökum halda því fram að ríkislögreglustjóraembættið sé orðið of involverað í þetta mál til þess að geta litið hlutlaust á þær ákvarðanir sem þarf að taka í framhaldinu og þess vegna tel ég rétt að nýr aðili komi að þessu máli."Það er með þessum orðum sem Héraðsdómur telur að ríkislögreglustjóri hafi gert sig vanhæfan til að fara með rannsókn meintra skattalagabrota Baugsmanna. Samkvæmt lögreglulögum sé Jón þá einnig vanhæfur.Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segist líta svo á að afleiðing þessa úrskurðar sé sú að það verði ekkert byggt eitt eða neitt á þeirri rannsókn sem fram hafi farið hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra undir stjórn þessara tileknu manna alveg frá 2003/2004 varðandi þennan þátt málsins.Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra segist ekki sammála þessari túlkun og segir dóminn það ekki heldur því hann hafi því að það beri að hætta rannsókninni. Þvert ámóti telji dómurinn að rannsóknmin standi og það megi halda henni áfram.
Baugsmálið Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira