Flokkseigendafélagið, smjörklípa og Kárahnjúkaslys 14. desember 2006 23:00 Paul Nikolov er slíkur heiðursmaður að hann ætlar ekki að krefjast þess að kynjakvóta sé beitt við uppstillingu hjá Vinstri grænum eins og reglur kveða þó á um. Þetta þýðir að Álfheiður Ingadóttir fær annað sætið í einhverju kjördæmanna þriggja á höfuðborgarsvæðinu. Ég held að Paul viti ekki að Álfheiður hefur verið í pólitík síðan í Alþýðubandalaginu gamla, var þar partur af því sem kallaðist flokkseigendafélag. Árni Þór Sigurðsson var þar auðvitað líka og sömuleiðis Steingrímur J. Sigfússon. Álfheiður er dóttir Inga R. Helgasonar, sem líka var í flokkseigendafélaginu, og fyrst maður er að rekja ættir má geta þess að Svandís og Gestur Svavarsbörn eru skilgetin afkvæmi þess sama flokkseigendafélags. Ástandið í Alþýðubandalaginu var þannig undir lokin að flokkurinn var eins og meinsemd inni í fólkinu sem þar starfaði. Það gat ekki talað um neitt annað en átökin í Alþýðubandalaginu, hélt að allur heimurinn snerist um þau, hataðist heitt og innilega, en þráði samt að losna. Um sumt af þessu má lesa í bók Óskars Guðmundssonar sem nefnist Alþýðubandalagið - átakasaga og kom út hjá Svart á hvítu árið 1987. Hún er hérna í hillunni fyrir aftan mig. Stundum þegar ég er í vondu skapi tek ég hana fram, alltaf skal sagan af þráhyggju þessa fólks kalla fram bros. Ég var eitt sinn viðstaddur þegar Mörður Árnason faldi sig á bak við súlu til að þurfa ekki að hitta Guðrúnu Ágústsdóttur, þau voru hvort í sínum armi flokksins en gátu ekki þolað að vera saman í herbergi. Þá skildi ég að raunverulegt hatur í stjórnmálum er sjaldnar milli meinta andstæðinga en þeirra sem eiga að teljast samherjar í flokki. Eins og fleiri hefur Jón Baldvin Hannibalsson verið að lesa ævisögu Margrétar Frímannsdóttur. Hann skrifar forkostulega grein um bókina í Lesbók Morgunblaðsins á laugardag og líkir Margréti við konu sem bjó lengi við heimilisofbeldi. Margrét hafði þó vit á að leysa upp flokkinn og á heiður skilinn fyrir það. Ég er ekki viss um að Paul Nikolov hefði vikið fyrir Álfheiði ef hann hefði þekkt forsöguna. --- --- --- Sökum þess hvað ég horfi sjaldan á sjónvarp sá ég ekki einvígi Björns Inga og Dags B. í sjónvarpinu í gær. Hef eiginlega bara lýsingu Björns Bjarnasonar á því. Björn segir að Björn Ingi hafi ekki látið þá Dag og Helga Seljan "eiga neitt inni hjá sér". Þetta er reyndar hugtak sem Björn notar oft - "að láta ekki eiga inni hjá sér". Hvers konar pólitík er það annars? Eitthvað sem mun duga landi og þjóð eða kannski bara gamaldags þvergirðingur? Yrði maður ekki ruglaður ef maður ætlaði að svara fullum hálsi öllum sem er uppsigað við mann? Annars heyrist manni að Björn Ingi hafi aðallega verið að beita smjörklípuaðferðinni. Það er voða erfitt að skynja stundakennslu í háskóla sem bitling eða mútugreiðslu. --- --- --- Björgvin Valur á Stöðvarfirði veltir fyrir sér mannfallinu við Kárahnjúka í nýlegum pistli. Það er ef til vill kominn tími til að fjölmiðlar gefi þessu meiri gaum. Björgvin skrifar: "Eftir enn eitt slysið við Kárahnjúka langar mig að spyrja hvort einhver fjölmiðill einhversstaðar hafi grafist fyrir um afdrif þeirra rúmlega eitt þúsund manna sem hafa slasast þarna? Hefur einhver tekið saman upplýsingar um hve margir eru varanlega örkumlaðir eða öryrkjar og hve margir hafa náð heilsu aftur? Með öðrum orðum, eru til tölur um mannfórninar sem færðar hafa verið?" Nú í kvöld les ég hér á Vísisvefnum að í blaði breskra byggingarverkfræðinga komi fram gagnrýni á framkvæmdirnar við Kárahnjúka. Þar segir að það sé óalgengt að svo mörg slys verði við stífluframkvæmdir. Náttúrufórnir eru eitt en mannfórnir eru annað og verra. --- --- --- Bendi svo enn og aftur á tenglasafnið sem er hér til hægri á síðunni og er frómt frá sagt eitt hið besta sem er að finna í íslenskum netheimum, uppfært og lagað til reglulega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Paul Nikolov er slíkur heiðursmaður að hann ætlar ekki að krefjast þess að kynjakvóta sé beitt við uppstillingu hjá Vinstri grænum eins og reglur kveða þó á um. Þetta þýðir að Álfheiður Ingadóttir fær annað sætið í einhverju kjördæmanna þriggja á höfuðborgarsvæðinu. Ég held að Paul viti ekki að Álfheiður hefur verið í pólitík síðan í Alþýðubandalaginu gamla, var þar partur af því sem kallaðist flokkseigendafélag. Árni Þór Sigurðsson var þar auðvitað líka og sömuleiðis Steingrímur J. Sigfússon. Álfheiður er dóttir Inga R. Helgasonar, sem líka var í flokkseigendafélaginu, og fyrst maður er að rekja ættir má geta þess að Svandís og Gestur Svavarsbörn eru skilgetin afkvæmi þess sama flokkseigendafélags. Ástandið í Alþýðubandalaginu var þannig undir lokin að flokkurinn var eins og meinsemd inni í fólkinu sem þar starfaði. Það gat ekki talað um neitt annað en átökin í Alþýðubandalaginu, hélt að allur heimurinn snerist um þau, hataðist heitt og innilega, en þráði samt að losna. Um sumt af þessu má lesa í bók Óskars Guðmundssonar sem nefnist Alþýðubandalagið - átakasaga og kom út hjá Svart á hvítu árið 1987. Hún er hérna í hillunni fyrir aftan mig. Stundum þegar ég er í vondu skapi tek ég hana fram, alltaf skal sagan af þráhyggju þessa fólks kalla fram bros. Ég var eitt sinn viðstaddur þegar Mörður Árnason faldi sig á bak við súlu til að þurfa ekki að hitta Guðrúnu Ágústsdóttur, þau voru hvort í sínum armi flokksins en gátu ekki þolað að vera saman í herbergi. Þá skildi ég að raunverulegt hatur í stjórnmálum er sjaldnar milli meinta andstæðinga en þeirra sem eiga að teljast samherjar í flokki. Eins og fleiri hefur Jón Baldvin Hannibalsson verið að lesa ævisögu Margrétar Frímannsdóttur. Hann skrifar forkostulega grein um bókina í Lesbók Morgunblaðsins á laugardag og líkir Margréti við konu sem bjó lengi við heimilisofbeldi. Margrét hafði þó vit á að leysa upp flokkinn og á heiður skilinn fyrir það. Ég er ekki viss um að Paul Nikolov hefði vikið fyrir Álfheiði ef hann hefði þekkt forsöguna. --- --- --- Sökum þess hvað ég horfi sjaldan á sjónvarp sá ég ekki einvígi Björns Inga og Dags B. í sjónvarpinu í gær. Hef eiginlega bara lýsingu Björns Bjarnasonar á því. Björn segir að Björn Ingi hafi ekki látið þá Dag og Helga Seljan "eiga neitt inni hjá sér". Þetta er reyndar hugtak sem Björn notar oft - "að láta ekki eiga inni hjá sér". Hvers konar pólitík er það annars? Eitthvað sem mun duga landi og þjóð eða kannski bara gamaldags þvergirðingur? Yrði maður ekki ruglaður ef maður ætlaði að svara fullum hálsi öllum sem er uppsigað við mann? Annars heyrist manni að Björn Ingi hafi aðallega verið að beita smjörklípuaðferðinni. Það er voða erfitt að skynja stundakennslu í háskóla sem bitling eða mútugreiðslu. --- --- --- Björgvin Valur á Stöðvarfirði veltir fyrir sér mannfallinu við Kárahnjúka í nýlegum pistli. Það er ef til vill kominn tími til að fjölmiðlar gefi þessu meiri gaum. Björgvin skrifar: "Eftir enn eitt slysið við Kárahnjúka langar mig að spyrja hvort einhver fjölmiðill einhversstaðar hafi grafist fyrir um afdrif þeirra rúmlega eitt þúsund manna sem hafa slasast þarna? Hefur einhver tekið saman upplýsingar um hve margir eru varanlega örkumlaðir eða öryrkjar og hve margir hafa náð heilsu aftur? Með öðrum orðum, eru til tölur um mannfórninar sem færðar hafa verið?" Nú í kvöld les ég hér á Vísisvefnum að í blaði breskra byggingarverkfræðinga komi fram gagnrýni á framkvæmdirnar við Kárahnjúka. Þar segir að það sé óalgengt að svo mörg slys verði við stífluframkvæmdir. Náttúrufórnir eru eitt en mannfórnir eru annað og verra. --- --- --- Bendi svo enn og aftur á tenglasafnið sem er hér til hægri á síðunni og er frómt frá sagt eitt hið besta sem er að finna í íslenskum netheimum, uppfært og lagað til reglulega.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun