Formúla 1

Vilja að Raikkönen skáli fyrir luktum dyrum

Raikkönen er sagður ölkær eins og Finna er siður
Raikkönen er sagður ölkær eins og Finna er siður NordicPhotos/GettyImages

Jean Todt, yfirmaður Ferrari liðsins í Formúlu 1, segist ekki hafa neinar áhyggjur af drykkjuvenjum finnska ökuþórsins Kimi Raikkönen sem gengur í raðir liðsins - svo fremi sem hann skáli fyrir luktum dyrum.

Raikkönen hefur verið nokkuð í fréttum síðasta árið vegna drykkju sinnar, en Todt segir að ekki sé annars að vænta frá ungum manni frá Finnlandi. "Finnum finnst gott að fá sér í glas endrum og eins og það er ekkert að því. Raikkönen þarf samt að athuga að hann verður meira í sviðsljósinu nú þegar hann er kominn til Ferrari og höfum við farið þess á leit við hann að hann staupi sig á afviknum stöðum með vinum sínum. Maður hefur heyrt nokkrar kjaftasögur um drykkju hans, en þegar maður er í þessum geira, verður maður sífellt að vera á tánum og ég held að Kimi sé bæði góður og stöðugur ökumaður," sagði Todt í samtali við franska fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×