Þær leiðir sem aðallega hafa verið ræddar eru annarsvegar að senda kjarnorkueldflaug og sprengja loftsteininn í loft upp, ef svo má að orði komast. Hinsvegvar að senda geimfara og láta þá koma fyrir eldflaugahreyflum sem ýta loftsteininum framhjá jörðinni.
Vísindamenn segja að hvort tveggja sé vel mögulegt. Það þurfi ekki nema agnarlitla kjarnorkusprengju til þess að sprengja loftstein og ýta svo við molunum að þeir fari framhjá jörðinni.Sömuleiðis þurfi ekki meira afl en er í venjulegum fjölskyldubíl til þess að ýta loftsteini sem vegur einn milljarð tonna, af stefnu. Miðað við að vísindamenn geta þegar séð fyrir, með margra ára fyrirvara, hvort loftsteinn stefni jörðinni í hættu, er þetta líklega martröð sem mannkynið getur lagt á hilluna.