McLaren vill fá Alonso strax 6. desember 2006 20:51 Fernando Alonso er enn samningsbundinn Renault NordicPhotos/GettyImages Forráðamenn McLaren í Formúlu 1 ætla að fara þess á leit við kollega sína hjá Renault að þeir leysi heimsmeistarann Fernando Alonso undan samningi nokkrum vikum fyrr en áætlað var svo hann geti hafið prófanir strax með nýja liðinu sínu. Alonoso er tvöfaldur ríkjandi heimsmeistari ökuþóra hjá Renault og er samningsbundinn liðinu fram að áramótum. McLaren-menn vilja reyna að fá hann lausan strax svo hann geti hafið prófanir fyrir áramótin. "Ef ég á að vera hreinskilinn vil ég fá hann strax yfir til okkar," sagði Martin Whitmarsh, stjóri McLaren. "Við viljum gjarnan fara að fá nýja liðsmanninn okkar undir stýrið og hann á skilið að fá að skipta strax eftir allan þann árangur sem hann hefur náð með Renault," sagði Whitmarsh og bætti við að hann ætlaði að spyrja liðsstjóra Renault að þessu þegar hann væri búinn að hella í hann eins og tveimur flöskum af kampavíni á verðlaunahátíð Alþjóða Akstursíþróttasambandsins á föstudaginn. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Forráðamenn McLaren í Formúlu 1 ætla að fara þess á leit við kollega sína hjá Renault að þeir leysi heimsmeistarann Fernando Alonso undan samningi nokkrum vikum fyrr en áætlað var svo hann geti hafið prófanir strax með nýja liðinu sínu. Alonoso er tvöfaldur ríkjandi heimsmeistari ökuþóra hjá Renault og er samningsbundinn liðinu fram að áramótum. McLaren-menn vilja reyna að fá hann lausan strax svo hann geti hafið prófanir fyrir áramótin. "Ef ég á að vera hreinskilinn vil ég fá hann strax yfir til okkar," sagði Martin Whitmarsh, stjóri McLaren. "Við viljum gjarnan fara að fá nýja liðsmanninn okkar undir stýrið og hann á skilið að fá að skipta strax eftir allan þann árangur sem hann hefur náð með Renault," sagði Whitmarsh og bætti við að hann ætlaði að spyrja liðsstjóra Renault að þessu þegar hann væri búinn að hella í hann eins og tveimur flöskum af kampavíni á verðlaunahátíð Alþjóða Akstursíþróttasambandsins á föstudaginn.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti