Grískur bóndi hefur verið handtekinn fyrir að skjóta til bana fimm veiðimenn sem fóru inn á akur hans í leyfisleysi.
Veiðimennirnir voru allir úr sömu fjölskyldu, þrír bræður og tveir frændur. Þeir höfðu áður lent útistöðum við bóndann fyrir að fara yfir land hans.
Bóndinn notaði haglabyssu við morðin, og að eigin sögn hélt hann áfram að skjóta meðan nokkur veiðimannanna hreyfði sig.