Viðskipti erlent

Ford í fjárhagskröggum

Sportjeppi frá Ford.
Sportjeppi frá Ford.

Stjórn bandaríska bílaframleiðandans Ford segir að fyrirtækið þurfi að taka allt að 18 milljarða dala lán til að standa straum af þeim kostnaði sem hagræðingarferli fyrirtækisins kostar. Þetta svarar til rúmlega 1.260 milljarða íslenskra króna.

Þá hefur stjórn Ford ennfremur gengist við því að hafa tekið lán með veði til að laga til í rekstrinum með veði í verksmiðjum fyrirtækisins í Bandaríkjunum.

Versnandi afkoma bílaframleiðandans er að mestu tilkomin vegna minni sölu á bílum á heimamarkaði, sér í lagi á sportjeppum, meðal annars í kjölfar hækkandi eldsneytisverðs.

Greiningaraðilar í Bandaríkjunum segja þetta endurspegla slæma fjárhagsstöðu bílaframleiðandans og hafa matsfyrirtæki vestanhafs lækkað lánshæfismat fyrirtækisins vegna þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×