Viðskipti erlent

Skipt um fjármálastjóra hjá Volkswagen

Stjórn Volkswagen. Bernd Pischetsrieder, fráfarandi forstjóri VW og Ferdinand Piech, stjórnarformaður fyrirtækisins. Lengst til hægri er Hans Dieter Poetsch, fráfarandi fjármálastjóri VW.
Stjórn Volkswagen. Bernd Pischetsrieder, fráfarandi forstjóri VW og Ferdinand Piech, stjórnarformaður fyrirtækisins. Lengst til hægri er Hans Dieter Poetsch, fráfarandi fjármálastjóri VW. Mynd/AFP

Stjórn þýsku bílaframleiðandanna hjá Volkswagen ætlar ekki að framlengja samning sinn við Hans Dieter Poetsch, fjármálastjóra fyrirtækisins, sem rennur út um áramótin.

Að sögn þýska tímaritsins Focus um helgina tengist ákvörðunin uppsögn Bernd Pischetsrieders, forstjóra Volkswagen, sem sagt hefur upp störfum frá og með næstu áramótum en hann mun hafa ráðið Poetsch til starfa.

Martin Winterkorn, núverandi forstjóri Audi, mun taka við starfi Pischetsrieders en hann er jafnframt sagður tengjast Ferdinand Piech, stjórnarformanni Volkswagen, sterkum böndum. Við starfi Poetsch tekur Rupert Stadler, sem nú er fjármálastjóri Audi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×