Wal-Mart nemur land á Indlandi 27. nóvember 2006 09:29 Ein af verslunum Wal-Mart í Bandaríkjunum. Mynd/AFP Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart hefur tilkynnt að hún muni opna verslanir á Indlandi á næstunni í samstarfi við indversku verslanasamstæðuna Bharti Enterprises. Verslanakeðjur á Vesturlöndum hafa lengi horft til þessa en möguleikinn opnaðist ekki fyrr en slitnaði upp úr viðræðum bresku verslanakeðjunnar Tesco við Bharti Enterprises fyrir helgi. Í sameiginlegri tilkynningu frá Wal-Mart og Bharti Enterprises segir, að þær muni kanna saman viðskiptatækifærin í landinu. Sunil Mittal, stjórnarformaður Bharti Enterprises, segir ennfremur að keðjurnar muni opna nokkuð hundruð verslanir á Indlandi undir vörumerki Wal-Mart á næstunni. Upp úr viðræðum slitnaði á milli Tesco og Bharti í síðustu viku en indverska keðjan hafði sömuleiðis átt í viðræðum við frönsku verslanakeðjuna Carrefour og þýsku keðjuna Metro. Samvinna Wal-Mart og Bharti Enterprises er geysistórt verkefni, að mati breska ríkisútvarpsins, sem hefur eftir greiningaraðilum að markaðsvirði Wal-Mart muni tvöfaldast við þetta á næstu árum og nema allt að 637 milljörðum bandaríkjadala eða 44,9 milljörðum íslenskra króna árið 2015. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart hefur tilkynnt að hún muni opna verslanir á Indlandi á næstunni í samstarfi við indversku verslanasamstæðuna Bharti Enterprises. Verslanakeðjur á Vesturlöndum hafa lengi horft til þessa en möguleikinn opnaðist ekki fyrr en slitnaði upp úr viðræðum bresku verslanakeðjunnar Tesco við Bharti Enterprises fyrir helgi. Í sameiginlegri tilkynningu frá Wal-Mart og Bharti Enterprises segir, að þær muni kanna saman viðskiptatækifærin í landinu. Sunil Mittal, stjórnarformaður Bharti Enterprises, segir ennfremur að keðjurnar muni opna nokkuð hundruð verslanir á Indlandi undir vörumerki Wal-Mart á næstunni. Upp úr viðræðum slitnaði á milli Tesco og Bharti í síðustu viku en indverska keðjan hafði sömuleiðis átt í viðræðum við frönsku verslanakeðjuna Carrefour og þýsku keðjuna Metro. Samvinna Wal-Mart og Bharti Enterprises er geysistórt verkefni, að mati breska ríkisútvarpsins, sem hefur eftir greiningaraðilum að markaðsvirði Wal-Mart muni tvöfaldast við þetta á næstu árum og nema allt að 637 milljörðum bandaríkjadala eða 44,9 milljörðum íslenskra króna árið 2015.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira