Umferðaröryggi á Íslandi meðal þess besta í Evrópu 24. nóvember 2006 14:37 Dr. Günter Breyer á Umferðarþingi í dag. MYND/Umferðarstofa Íslendingar eru í fremstu röð Evrópuþjóða hvað varðar umferðaröryggi að mati doktors Günters Breyers, aðstoðarvegamálastjóra Austurríkis og forstöðumanns tækni- og umferðaröryggissviðs samgönguráðuneytis landsins. Breyer flutti erindi á Umerðarþingi á Hótel Loftleiðum í dag og benti á að í þeim löndum þar sem tíðni umferðarslysa er hæst væri fjöldi látinna í umferðinni um 200 á hverja milljón íbúa en um 50 þar sem tíðnin væri lægst. Hér á landi væri þetta hlutfall 78 látnir á hverja milljón íbúa og samkvæmt því væri Ísland í 8. sæti af 27 Evrópuþjóðum á listanum. Fórnarlömbum umferðarslysa hefur fækkað í Evrópu frá árinu 1994 og er það fyrst og fremst að þakka auknu öryggi ökutækja, framþróun öryggisbúnaðar í bílum og átaki Evrópusambandsins þar að lútandi. Fram kemur í tilkynningu frá Umferðarstofu að innan Evrópusambandsins sé lögð mikil áhersla á aukin gæði umferðarmannvirkja og er talið að það sé ein árangursríkasta leiðin til fækkunar umferðarslysa. Gerð hafi verið áætlun um aðgerðir til fækkunar umferðarslysa í Evrópu um helming á árunum 2001 til 2010 en það þýðir að fjöldi látinna myndi lækka úr 50 þúsundum í 25 þúsund. Dr. Breyer gat þess að miðað við tölur ársins 2006 myndu aðildarlönd Evrópusambandsins ekki ná þessu takmarki en niðurstaðan gæti orðið 30 þúsund fórnarlömb. Það hefði þó átt sér stað jákvæð þróun varðandi fækkun umferðarslysa á milli áranna 2004 og 2005 sem veitti mönnum vonir um að takmarkið næðist. Fréttir Innlent Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Íslendingar eru í fremstu röð Evrópuþjóða hvað varðar umferðaröryggi að mati doktors Günters Breyers, aðstoðarvegamálastjóra Austurríkis og forstöðumanns tækni- og umferðaröryggissviðs samgönguráðuneytis landsins. Breyer flutti erindi á Umerðarþingi á Hótel Loftleiðum í dag og benti á að í þeim löndum þar sem tíðni umferðarslysa er hæst væri fjöldi látinna í umferðinni um 200 á hverja milljón íbúa en um 50 þar sem tíðnin væri lægst. Hér á landi væri þetta hlutfall 78 látnir á hverja milljón íbúa og samkvæmt því væri Ísland í 8. sæti af 27 Evrópuþjóðum á listanum. Fórnarlömbum umferðarslysa hefur fækkað í Evrópu frá árinu 1994 og er það fyrst og fremst að þakka auknu öryggi ökutækja, framþróun öryggisbúnaðar í bílum og átaki Evrópusambandsins þar að lútandi. Fram kemur í tilkynningu frá Umferðarstofu að innan Evrópusambandsins sé lögð mikil áhersla á aukin gæði umferðarmannvirkja og er talið að það sé ein árangursríkasta leiðin til fækkunar umferðarslysa. Gerð hafi verið áætlun um aðgerðir til fækkunar umferðarslysa í Evrópu um helming á árunum 2001 til 2010 en það þýðir að fjöldi látinna myndi lækka úr 50 þúsundum í 25 þúsund. Dr. Breyer gat þess að miðað við tölur ársins 2006 myndu aðildarlönd Evrópusambandsins ekki ná þessu takmarki en niðurstaðan gæti orðið 30 þúsund fórnarlömb. Það hefði þó átt sér stað jákvæð þróun varðandi fækkun umferðarslysa á milli áranna 2004 og 2005 sem veitti mönnum vonir um að takmarkið næðist.
Fréttir Innlent Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira