Félagsmálanefnd fjallar um búsetu fólks í atvinnuhúsnæði 23. nóvember 2006 14:41 MYND/GVA Félagsmálanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar hvort hægt sé að breyta lögum í tengslum við búsetu fólks í atvinnuhúsnæði. Þetta kom fram í máli Dagnýjar Jónsdóttur, formanns nefndarinnar, á Alþingi í dag. Það var Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður frjálslyndra, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og vildi ræða málefni fólks sem byggi í iðnaðarhúsnæði. Vísaði hann til umfjöllunar Íslands í dag á Stöð 2 um málið. Magnús sagði hundruð manna búa í slíku húsnæði, aðallega á höfuðborgarsvæðinu, og að slíkt húsnæði fengist ekki skráð sem lögheimili.Benti hann einnig á þá hættu sem væri fyrir hendi þar sem menn byggju fyrir ofan iðnaðarstarfsemi ef til dæmis kæmi upp eldur. Sagði hann stóran hluta hópsins sem byggi í atvinnuhúsnæði erlenda ríkisborgarar en einng byggju fátækir Íslendingar í slíkum húsakynnum.Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður félagsmálanefndar, sagði upphlaup Magnúsar sérstakt í ljósi þess að nefndin, sem hann ætti sæti í, hefði sett málið í ákveðin farveg á fundi sínum í gær. Verið væri að fjalla um lög um lögheimili og að hún vildi kanna hvort hægt væri að breyta lögum í þá átt að fólk sem byggi í atvinnuhúsnæði nyti réttinda.Benti hún enn fremur á að sveitarfélögin hefðu lýst yfir áhyggjum af málinu og vísaði í umsögn Reykjavíkurborgar þar sem fram kæmi að hætta væri á að vandinn ykist ef ekki yrði komið í veg fyrir skráningu lögheimila í atvinnuhúsnæði. Hætta væri á að svokölluð gettó fyrir erlent vinnuafl mynduðust.Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænn, sagði brýnt að herða á lögum í þessum efnum og herða sömuleiðis eftirlit og eftirfylgni. Málið ætti sér siðferðilega hlið þar sem mjög mörg dæmi væru um að fátækt fólk byggi við þessar aðstæður. „Það er hrikaleg tilhugsun og nokkuð sem okkur ber öllum að sameinast um að útrýma," sagði Ögmundur. Benti hann einnig á ábyrgð atvinnurekenda í málinu.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði málið alvarlegt en benti á margbreytileika mannlífsins. Sumt fólk byggi í skipum og annað í iðnaðarhúsnæði sem breytt hefði verið í íbúðarhúsnæði og hefði fengið viðurkenningu sem slíkt. Sagði hann brotalöm í kerfinu og mikilvægt að breyta reglum um skráningu í þjóðskrá þannig að hægt væri að skrá fólk í ósamþykkt húsnæði. „Það er betra að vita hvar fólkið er en að vita það ekki, sérstaklega fyrir þá sem stunda slökkvistörf," sagði hann.Össsur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greip orð Péturs um að fólk byggi í skipum og bátum á lofti og sagði suma búa í fílabeinsturni. „Þessi ríkisstjórn býr í fílabeinsturni ef hún telur að það sé ekki pottur brotinn í þessum málum," sagði Össur. Sagði hann Magnús Þór hafa haft fullan rétt á að taka málið upp á þingi í dag.Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði málið einnig hafa mannlega hlið og að fjalla ætti um það á faglegan hátt og það væri gert í félagsmálanefnd. „Þess vegna skilur maður ekki hvað vakir fyrir háttvirtum þingmanni að rífa málið úr þessum faglega farvegi nema til þess að þjóna lýðskrumshugsun sinni og popúlisma sem hann er orðinn þekktur fyrir," sagði Hjálmar.Magnús brást við: „Er það lýðskrum að taka hér um vandamál sem gæti verið stór öryggisvandamál. Væri það lýðskrum ef það kæmi upp eldur í kvöld og einhverjir myndu fara í þeim eldsoða, háttvirtur þingmaður Hjálmar Árnason?" Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Erlent Fleiri fréttir Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Sjá meira
Félagsmálanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar hvort hægt sé að breyta lögum í tengslum við búsetu fólks í atvinnuhúsnæði. Þetta kom fram í máli Dagnýjar Jónsdóttur, formanns nefndarinnar, á Alþingi í dag. Það var Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður frjálslyndra, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og vildi ræða málefni fólks sem byggi í iðnaðarhúsnæði. Vísaði hann til umfjöllunar Íslands í dag á Stöð 2 um málið. Magnús sagði hundruð manna búa í slíku húsnæði, aðallega á höfuðborgarsvæðinu, og að slíkt húsnæði fengist ekki skráð sem lögheimili.Benti hann einnig á þá hættu sem væri fyrir hendi þar sem menn byggju fyrir ofan iðnaðarstarfsemi ef til dæmis kæmi upp eldur. Sagði hann stóran hluta hópsins sem byggi í atvinnuhúsnæði erlenda ríkisborgarar en einng byggju fátækir Íslendingar í slíkum húsakynnum.Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður félagsmálanefndar, sagði upphlaup Magnúsar sérstakt í ljósi þess að nefndin, sem hann ætti sæti í, hefði sett málið í ákveðin farveg á fundi sínum í gær. Verið væri að fjalla um lög um lögheimili og að hún vildi kanna hvort hægt væri að breyta lögum í þá átt að fólk sem byggi í atvinnuhúsnæði nyti réttinda.Benti hún enn fremur á að sveitarfélögin hefðu lýst yfir áhyggjum af málinu og vísaði í umsögn Reykjavíkurborgar þar sem fram kæmi að hætta væri á að vandinn ykist ef ekki yrði komið í veg fyrir skráningu lögheimila í atvinnuhúsnæði. Hætta væri á að svokölluð gettó fyrir erlent vinnuafl mynduðust.Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænn, sagði brýnt að herða á lögum í þessum efnum og herða sömuleiðis eftirlit og eftirfylgni. Málið ætti sér siðferðilega hlið þar sem mjög mörg dæmi væru um að fátækt fólk byggi við þessar aðstæður. „Það er hrikaleg tilhugsun og nokkuð sem okkur ber öllum að sameinast um að útrýma," sagði Ögmundur. Benti hann einnig á ábyrgð atvinnurekenda í málinu.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði málið alvarlegt en benti á margbreytileika mannlífsins. Sumt fólk byggi í skipum og annað í iðnaðarhúsnæði sem breytt hefði verið í íbúðarhúsnæði og hefði fengið viðurkenningu sem slíkt. Sagði hann brotalöm í kerfinu og mikilvægt að breyta reglum um skráningu í þjóðskrá þannig að hægt væri að skrá fólk í ósamþykkt húsnæði. „Það er betra að vita hvar fólkið er en að vita það ekki, sérstaklega fyrir þá sem stunda slökkvistörf," sagði hann.Össsur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greip orð Péturs um að fólk byggi í skipum og bátum á lofti og sagði suma búa í fílabeinsturni. „Þessi ríkisstjórn býr í fílabeinsturni ef hún telur að það sé ekki pottur brotinn í þessum málum," sagði Össur. Sagði hann Magnús Þór hafa haft fullan rétt á að taka málið upp á þingi í dag.Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði málið einnig hafa mannlega hlið og að fjalla ætti um það á faglegan hátt og það væri gert í félagsmálanefnd. „Þess vegna skilur maður ekki hvað vakir fyrir háttvirtum þingmanni að rífa málið úr þessum faglega farvegi nema til þess að þjóna lýðskrumshugsun sinni og popúlisma sem hann er orðinn þekktur fyrir," sagði Hjálmar.Magnús brást við: „Er það lýðskrum að taka hér um vandamál sem gæti verið stór öryggisvandamál. Væri það lýðskrum ef það kæmi upp eldur í kvöld og einhverjir myndu fara í þeim eldsoða, háttvirtur þingmaður Hjálmar Árnason?"
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Erlent Fleiri fréttir Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Sjá meira