Nær allur afgangur fjárlaga fari til elli- og örorkulífeyrisþega 23. nóvember 2006 13:02 Stjórnarandstaðan leggur til að nær allur áætlaður tekjuafgangur á fjárlögum næsta árs, eða ríflega sjö milljarðar króna, fari til að bæta stöðu elli - og örorkulífeyrisþega. Talsmenn stjórnarandstöðunnar segja tillögurnar skref í áttina að samræmdum málflutningi hennar fyrir kosningarnar í vor. Samfylkingin, Vinstri - grænir og Frjálslyndi flokkurinn boðuðu til sameiginlegs fréttamannafundar í Alþingishúsinu í morgun þar sem kynntar voru tillögur til breytingar á fjárlögum við aðra umræðu þeirra sem hófst á Alþingi í morgun. Tillögurnar lúta allar að kjörum elli- og örorkulífeyrisþega. Stjórnarmeirihlutinn gerir ráð fyrir að afgangur á fjárlögum næsta árs verði 8,9 milljarðar króna og vill stjórnarandstaðan að ríflega sjö milljörðum af þeirri upphæð verði varið til bóta á kjörum elli - og örorkulífeyrisþega. Katrín Júlíusdóttir, talsmaður stjórnarandstöðunnar, sagði á blaðamannafundi í morgun að kjarninn í tillögum stjórnarandstöðunnar væri stórfelldar kjarabætur til elli- og örorkulífeyrisþega. Lagt væri til að frítekjumark hækkaði úr 300 þúsund krónum ári, eins og stjórnarmeirihlutinn leggur til, í 900 þúsund krónur og nái ekki eingöngu til ellilífeyrisþega heldur örorkulífeyrisþega líka. Þá sé lagt til að tekjutrygging ellilífeyrisþega hækki í 85 þúsund á mánuði og 86 þúsund hjá örorkulífeyrisþegum auk breytinga á launavísitölu frá því í sumar. Með þessum tillögum segir Katrín að stjórnarandstaðan leggi til að tenging lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka verði að fullu afnumin. Þetta hafi lengi verið baráttumál lífeyrisþega. Samtals eru þetta rúmir sjö milljarðar króna sem stjórnarandstaðan segir rúmast innan fjárlagarammans, en í tillögum stjórnarmeirihlutans er gert ráð fyrir 8,9 milljarða afgangi á fjárlögum sem yrði aðeins um milljarður ef tillögur stjórnarandstöðunnar ná fram að ganga. Það er stutt í kosningar og því spurning hvort þessar tillögur séu fyrsta skrefið í sameiginlegri stefnuyfirlýsingu stjórnarandstöðuflokkanna fyrir kosningar. Katrín segir stjórnarandstöðuna hafa sýnt að í þessu máli standi hún saman og leggi á það mikla áherslu. Tillögur stjórnarandstöðunnar endurspegli hvað sameini þessa flokka, þ.e. að það þurfi að ráðast í það verkefni að byggja velferðarkerfið upp að nýju. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Fleiri fréttir Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Sjá meira
Stjórnarandstaðan leggur til að nær allur áætlaður tekjuafgangur á fjárlögum næsta árs, eða ríflega sjö milljarðar króna, fari til að bæta stöðu elli - og örorkulífeyrisþega. Talsmenn stjórnarandstöðunnar segja tillögurnar skref í áttina að samræmdum málflutningi hennar fyrir kosningarnar í vor. Samfylkingin, Vinstri - grænir og Frjálslyndi flokkurinn boðuðu til sameiginlegs fréttamannafundar í Alþingishúsinu í morgun þar sem kynntar voru tillögur til breytingar á fjárlögum við aðra umræðu þeirra sem hófst á Alþingi í morgun. Tillögurnar lúta allar að kjörum elli- og örorkulífeyrisþega. Stjórnarmeirihlutinn gerir ráð fyrir að afgangur á fjárlögum næsta árs verði 8,9 milljarðar króna og vill stjórnarandstaðan að ríflega sjö milljörðum af þeirri upphæð verði varið til bóta á kjörum elli - og örorkulífeyrisþega. Katrín Júlíusdóttir, talsmaður stjórnarandstöðunnar, sagði á blaðamannafundi í morgun að kjarninn í tillögum stjórnarandstöðunnar væri stórfelldar kjarabætur til elli- og örorkulífeyrisþega. Lagt væri til að frítekjumark hækkaði úr 300 þúsund krónum ári, eins og stjórnarmeirihlutinn leggur til, í 900 þúsund krónur og nái ekki eingöngu til ellilífeyrisþega heldur örorkulífeyrisþega líka. Þá sé lagt til að tekjutrygging ellilífeyrisþega hækki í 85 þúsund á mánuði og 86 þúsund hjá örorkulífeyrisþegum auk breytinga á launavísitölu frá því í sumar. Með þessum tillögum segir Katrín að stjórnarandstaðan leggi til að tenging lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka verði að fullu afnumin. Þetta hafi lengi verið baráttumál lífeyrisþega. Samtals eru þetta rúmir sjö milljarðar króna sem stjórnarandstaðan segir rúmast innan fjárlagarammans, en í tillögum stjórnarmeirihlutans er gert ráð fyrir 8,9 milljarða afgangi á fjárlögum sem yrði aðeins um milljarður ef tillögur stjórnarandstöðunnar ná fram að ganga. Það er stutt í kosningar og því spurning hvort þessar tillögur séu fyrsta skrefið í sameiginlegri stefnuyfirlýsingu stjórnarandstöðuflokkanna fyrir kosningar. Katrín segir stjórnarandstöðuna hafa sýnt að í þessu máli standi hún saman og leggi á það mikla áherslu. Tillögur stjórnarandstöðunnar endurspegli hvað sameini þessa flokka, þ.e. að það þurfi að ráðast í það verkefni að byggja velferðarkerfið upp að nýju.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Fleiri fréttir Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Sjá meira