Viðskipti erlent

Alcoa segir upp 5 prósent starfsmanna

Merki Alcoa.
Merki Alcoa.

Álfyrirtækið Alcoa hefur í hyggju að segja upp 6.700 manns um allan heim og loka einni verksmiðju á næsta ári. Uppsagnirnar eru liður í hagræðingu í rekstri fyrirtæksins, að því er fyrirtækið greinir frá. Þá mun álfyrirtækið sömuleiðis hefja sameiginlegan rekstur með Sapa Gropu, einu af dótturfélögum norska stórfyrirtækisins Orkla.

Uppsagnirnar nema um 5 prósentum af öllum starfsmannafjölda hjá Alcoa en hjá fyrirtækinu starfa um 129.000 manns í 44 löndum.

Hagræðingin er talin spara fyrirtækinu um 125 milljónir bandaríkjadala eða rúma 9 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×