Bandaríski flotinn tekur ákvarðanir 21. nóvember 2006 19:37 Utanríkisráðuneytið þarf að spyrja bandaríska flotann áður en svar er gefið um það hvort heimila megi aðgang að gögnum um hleranir íslenskra stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í gögnum frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Blaðamaður NFS bað um aðgang að ÖLLUM þeim gögnum sem flutt voru úr dómsmálaráðuneyti í Þjóðskjalasafn og fjölluðu um hleranir á tímum kalda stríðsins. Aðgangi var neitað og leitaði blaðamaður liðsinnis úrskurðarnefndarinnar. Hún þarf lögum samkvæmt að leita upplýsinga um alla þætti sem kunna að rökstyðja neitun um aðgang að opinberum gögnum. Koma til dæmis til álita þagnarskylduákvæði vegna öryggishagsmuna íslenska ríkisins. Þegar dómsmálaráðuneytið var spurt um þetta atriði vék það sér undan því og kastaði boltanum til utanríkisráðuneytisisns. Það ráðuneytið var þá krafið svara og fékk frest til 30. október. Fresturinn leið án þess að svar bærist. Þegar nefndin ítrekaði erindið kom skýring á töfinni þess efnis að vegna erindisins hefði þurft að leitað eftir upplýsingum frá Bandaríska flotanum. Þau svör hefðu enn ekki borist - en þeirra væri að vænta. Það skal endurtekið að utanríkisráðuneytið var spurt um núverandi öryggishagsmuni íslenska ríkisins - vegna hlerana á íslenskum þegnum fyrir áratugum. Bandaríski flotinn ætlar að svara undir lok þessarar viku. Þess má geta að fjöldi gagna um hleranir hefur verið birtur - án þess að persónuleg auðkenni sjáist hjá þeim mönnum sem hlerað var hjá. NFS hefur ekki vitneskju um það hvort beiðnin um álit Bandaríska flotans snýr eingöngu að þessum gögnum, eða mögulega öðrum sem enn eru óséð. Fréttir Innlent Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Utanríkisráðuneytið þarf að spyrja bandaríska flotann áður en svar er gefið um það hvort heimila megi aðgang að gögnum um hleranir íslenskra stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í gögnum frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Blaðamaður NFS bað um aðgang að ÖLLUM þeim gögnum sem flutt voru úr dómsmálaráðuneyti í Þjóðskjalasafn og fjölluðu um hleranir á tímum kalda stríðsins. Aðgangi var neitað og leitaði blaðamaður liðsinnis úrskurðarnefndarinnar. Hún þarf lögum samkvæmt að leita upplýsinga um alla þætti sem kunna að rökstyðja neitun um aðgang að opinberum gögnum. Koma til dæmis til álita þagnarskylduákvæði vegna öryggishagsmuna íslenska ríkisins. Þegar dómsmálaráðuneytið var spurt um þetta atriði vék það sér undan því og kastaði boltanum til utanríkisráðuneytisisns. Það ráðuneytið var þá krafið svara og fékk frest til 30. október. Fresturinn leið án þess að svar bærist. Þegar nefndin ítrekaði erindið kom skýring á töfinni þess efnis að vegna erindisins hefði þurft að leitað eftir upplýsingum frá Bandaríska flotanum. Þau svör hefðu enn ekki borist - en þeirra væri að vænta. Það skal endurtekið að utanríkisráðuneytið var spurt um núverandi öryggishagsmuni íslenska ríkisins - vegna hlerana á íslenskum þegnum fyrir áratugum. Bandaríski flotinn ætlar að svara undir lok þessarar viku. Þess má geta að fjöldi gagna um hleranir hefur verið birtur - án þess að persónuleg auðkenni sjáist hjá þeim mönnum sem hlerað var hjá. NFS hefur ekki vitneskju um það hvort beiðnin um álit Bandaríska flotans snýr eingöngu að þessum gögnum, eða mögulega öðrum sem enn eru óséð.
Fréttir Innlent Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira