Flugumferðarstjórar vilja halda réttindum opinberra starfsmanna 19. nóvember 2006 17:50 Flugumferðarstjórar vilja halda réttindum opinberra starfsmanna, ella fá þau bætt með einhverjum hætti. Á þessu stranda samningaviðræður við Flugstoðir ohf. Um 220 þeirra sem starfa hjá Flugmálastjórn var boðið starf hjá hinu nýja opinbera hlutafélagi, Flugstoðum ohf., og hefur meirihluti þeirra þegar ráðið sig þangað. Um 100 manns hafa hins vegar ekki skrifað undir samning og eru um 60 þeirra flugumferðarstjórar. Ráðningarfrestur var framlengdur í þriðja sinni í dag, nú til 30. nóvember, en hann átti að renna út á morgun. En á hverju strandar í viðræðum við flugumferðarstjóra? "Til að flugumferðarstjórar ráði sig til hins nýja félags þarf að ganga frá ýmsum atriðum sem að fóru fyrir bí þegar starfsfólki var sagt upp og lögin um réttindi starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum voru brotin," segir Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Vilja flugumferðarstjórar þá halda réttindum opinberra starfsmanna eða fá þau bætt, til dæmis með launahækkunum? "Við viljum helst halda þessum réttindum og það er vel hægt að semja um það í kjarasamningum." Loftur vill að menn setjist niður og leysi þetta mál hið fyrsta. "Við viljum setjast niður með fulltrúum Flugstoða og ræða þessi mál. Tíminn styttist, það er ekki nema einn og hálfur mánuður til stefnu og í rauninni hefur ekkert verið gert í þessu. Meðal annars hefur steytt á því að flugumferðarstjórar vilja halda þeim lífeyrisréttindum sem þeir hafa núna. LSR mun funda um málið á fimmtudaginn en Loftur segir að flugumferðarstjórar muni ekki skrifa undir þótt í ljós komi að þeir haldi lífeyrisréttindum sínum. "Það er ekki nóg. Það þarf að gera nýjan kjarasamning og þar þarf að taka réttindum og ráðningarkjörum starfsmanna. En ég efast ekki um að við getum náð samkomulagi." Ólafur Sveinsson stjórnarformaður Flugstoða ohf. vildi ekki tjá sig um deiluna í dag. Málið yrði ekki leyst í fjölmiðlum. Fréttir Innlent Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Sjá meira
Flugumferðarstjórar vilja halda réttindum opinberra starfsmanna, ella fá þau bætt með einhverjum hætti. Á þessu stranda samningaviðræður við Flugstoðir ohf. Um 220 þeirra sem starfa hjá Flugmálastjórn var boðið starf hjá hinu nýja opinbera hlutafélagi, Flugstoðum ohf., og hefur meirihluti þeirra þegar ráðið sig þangað. Um 100 manns hafa hins vegar ekki skrifað undir samning og eru um 60 þeirra flugumferðarstjórar. Ráðningarfrestur var framlengdur í þriðja sinni í dag, nú til 30. nóvember, en hann átti að renna út á morgun. En á hverju strandar í viðræðum við flugumferðarstjóra? "Til að flugumferðarstjórar ráði sig til hins nýja félags þarf að ganga frá ýmsum atriðum sem að fóru fyrir bí þegar starfsfólki var sagt upp og lögin um réttindi starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum voru brotin," segir Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Vilja flugumferðarstjórar þá halda réttindum opinberra starfsmanna eða fá þau bætt, til dæmis með launahækkunum? "Við viljum helst halda þessum réttindum og það er vel hægt að semja um það í kjarasamningum." Loftur vill að menn setjist niður og leysi þetta mál hið fyrsta. "Við viljum setjast niður með fulltrúum Flugstoða og ræða þessi mál. Tíminn styttist, það er ekki nema einn og hálfur mánuður til stefnu og í rauninni hefur ekkert verið gert í þessu. Meðal annars hefur steytt á því að flugumferðarstjórar vilja halda þeim lífeyrisréttindum sem þeir hafa núna. LSR mun funda um málið á fimmtudaginn en Loftur segir að flugumferðarstjórar muni ekki skrifa undir þótt í ljós komi að þeir haldi lífeyrisréttindum sínum. "Það er ekki nóg. Það þarf að gera nýjan kjarasamning og þar þarf að taka réttindum og ráðningarkjörum starfsmanna. En ég efast ekki um að við getum náð samkomulagi." Ólafur Sveinsson stjórnarformaður Flugstoða ohf. vildi ekki tjá sig um deiluna í dag. Málið yrði ekki leyst í fjölmiðlum.
Fréttir Innlent Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Sjá meira