Ekki endurlífgun ef fæðist 18 vikum fyrir tímann 19. nóvember 2006 19:00 Breskir sérfræðingar leggja til að læknar þar í landi grípi ekki til endurlífgunartilrauna á börnum sem fæðast 18 vikum fyrir tímann eða fyrr. Tillagan hefur vakið miklar deilur í Bretlandi. Andstæðingar benda á að læknum beri að lina þjáningar en ekki deyða sjúklinga. Framfarir í læknavísindum hafa gert læknum mögulegt að bjarga lífi sumra barna sem fæðast fyrir tímann. Sérfræðingar hjá Nuffield-ráðinu breska spyrja þó hvort rétt sé að beita þessari tækni í öllum tilvikum. Ráðið hefur látið lífsiðfræði til sín taka og birti á dögunum skýrslu þar sem fjallað er um málefni tengd fyrirburum, samskipti milli lækna og foreldra. Almennt telja læknar afar litlar líkur á því að börn sem fæðist á tuttugustu og annarri viku meðgöngu komist lífs af auk þess sem mikil hætta sé á fötlun. Fæðist barn í 22. eða 23. viku meta læknar í Bretlandi lífsleikur þeirra aðeins einn á móti hundrað. Barnaverndarsamtök í Bretlandi segja um 300 börn fæðast á 23. viku á ári hverju í Bretlandi og 17% þeirra haldi lífi. Helmingur barna sem fæðist á 25. viku lifi. Í skýrslunni er lagt til að læknar grípi ekki til endurlífgunartilrauna á börnum sem fæðist 18 vikum fyrir tíman eða fyrr. Fæðist barn í 23. viku skuli læknir ráðfæra sig við foreldra. Fæðist barn í 24. viku séu mun sterkari rök fyrir því að beitar endurlífgunartilraunum. Þessi hluti skýrslunnar hefur vakið hörð viðbrögð og segja andstæðingar líknardráps og fóstureyðinga það hlutverk lækna að linna þjáningar en ekki að myrða sjúklinga. Verði vikið frá þessu sé sú hætta fyrir hendi að litið verði á þá í okkar samfélagi sem hver varnarlausastir séu sem minni manneskjur en aðra. Sonur Ednu Kennedy fæddist nokkuð fyrir tímann og þjáðist af sjaldgæfum húðsjúkdómi og þjáðist mikið meðan hann lifði. Varla mátti snerta hann án þess að honum blæddi og hann finndi fyrir miklum sársauka. Móðir hans viðurkennir að léttir hafi verið sorginni yfirsterkari þegar sonurinn lést, þrjátíu og sex ára að aldri. Hún spyr þó hvaða rétt við höfum til að halda barni á lífi sem sé þjakað af sársauka. Margir eigi eftir að finna leið til að sneiða framhjá reglum og lögum auk þess sem sú hætta sé fyrir hendi að börn - sem eigi möguleika á góðu lífi - verði deydd. Það telst vera fósturlát ef barn fæðist í 22. viku meðgöngu hér á landi. Að þeim tíma liðnum er talað um fyrirburafæðingu. Árangur starfsfólks vökudeildar Landspítala háskólasjúkrahúss, í umönnun fyrirbura, er að sögn þeirra sem vel til þekkja góður á vestrænan mælikvarða. Erlent Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Sjá meira
Breskir sérfræðingar leggja til að læknar þar í landi grípi ekki til endurlífgunartilrauna á börnum sem fæðast 18 vikum fyrir tímann eða fyrr. Tillagan hefur vakið miklar deilur í Bretlandi. Andstæðingar benda á að læknum beri að lina þjáningar en ekki deyða sjúklinga. Framfarir í læknavísindum hafa gert læknum mögulegt að bjarga lífi sumra barna sem fæðast fyrir tímann. Sérfræðingar hjá Nuffield-ráðinu breska spyrja þó hvort rétt sé að beita þessari tækni í öllum tilvikum. Ráðið hefur látið lífsiðfræði til sín taka og birti á dögunum skýrslu þar sem fjallað er um málefni tengd fyrirburum, samskipti milli lækna og foreldra. Almennt telja læknar afar litlar líkur á því að börn sem fæðist á tuttugustu og annarri viku meðgöngu komist lífs af auk þess sem mikil hætta sé á fötlun. Fæðist barn í 22. eða 23. viku meta læknar í Bretlandi lífsleikur þeirra aðeins einn á móti hundrað. Barnaverndarsamtök í Bretlandi segja um 300 börn fæðast á 23. viku á ári hverju í Bretlandi og 17% þeirra haldi lífi. Helmingur barna sem fæðist á 25. viku lifi. Í skýrslunni er lagt til að læknar grípi ekki til endurlífgunartilrauna á börnum sem fæðist 18 vikum fyrir tíman eða fyrr. Fæðist barn í 23. viku skuli læknir ráðfæra sig við foreldra. Fæðist barn í 24. viku séu mun sterkari rök fyrir því að beitar endurlífgunartilraunum. Þessi hluti skýrslunnar hefur vakið hörð viðbrögð og segja andstæðingar líknardráps og fóstureyðinga það hlutverk lækna að linna þjáningar en ekki að myrða sjúklinga. Verði vikið frá þessu sé sú hætta fyrir hendi að litið verði á þá í okkar samfélagi sem hver varnarlausastir séu sem minni manneskjur en aðra. Sonur Ednu Kennedy fæddist nokkuð fyrir tímann og þjáðist af sjaldgæfum húðsjúkdómi og þjáðist mikið meðan hann lifði. Varla mátti snerta hann án þess að honum blæddi og hann finndi fyrir miklum sársauka. Móðir hans viðurkennir að léttir hafi verið sorginni yfirsterkari þegar sonurinn lést, þrjátíu og sex ára að aldri. Hún spyr þó hvaða rétt við höfum til að halda barni á lífi sem sé þjakað af sársauka. Margir eigi eftir að finna leið til að sneiða framhjá reglum og lögum auk þess sem sú hætta sé fyrir hendi að börn - sem eigi möguleika á góðu lífi - verði deydd. Það telst vera fósturlát ef barn fæðist í 22. viku meðgöngu hér á landi. Að þeim tíma liðnum er talað um fyrirburafæðingu. Árangur starfsfólks vökudeildar Landspítala háskólasjúkrahúss, í umönnun fyrirbura, er að sögn þeirra sem vel til þekkja góður á vestrænan mælikvarða.
Erlent Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila