Ekki endurlífgun ef fæðist 18 vikum fyrir tímann 19. nóvember 2006 19:00 Breskir sérfræðingar leggja til að læknar þar í landi grípi ekki til endurlífgunartilrauna á börnum sem fæðast 18 vikum fyrir tímann eða fyrr. Tillagan hefur vakið miklar deilur í Bretlandi. Andstæðingar benda á að læknum beri að lina þjáningar en ekki deyða sjúklinga. Framfarir í læknavísindum hafa gert læknum mögulegt að bjarga lífi sumra barna sem fæðast fyrir tímann. Sérfræðingar hjá Nuffield-ráðinu breska spyrja þó hvort rétt sé að beita þessari tækni í öllum tilvikum. Ráðið hefur látið lífsiðfræði til sín taka og birti á dögunum skýrslu þar sem fjallað er um málefni tengd fyrirburum, samskipti milli lækna og foreldra. Almennt telja læknar afar litlar líkur á því að börn sem fæðist á tuttugustu og annarri viku meðgöngu komist lífs af auk þess sem mikil hætta sé á fötlun. Fæðist barn í 22. eða 23. viku meta læknar í Bretlandi lífsleikur þeirra aðeins einn á móti hundrað. Barnaverndarsamtök í Bretlandi segja um 300 börn fæðast á 23. viku á ári hverju í Bretlandi og 17% þeirra haldi lífi. Helmingur barna sem fæðist á 25. viku lifi. Í skýrslunni er lagt til að læknar grípi ekki til endurlífgunartilrauna á börnum sem fæðist 18 vikum fyrir tíman eða fyrr. Fæðist barn í 23. viku skuli læknir ráðfæra sig við foreldra. Fæðist barn í 24. viku séu mun sterkari rök fyrir því að beitar endurlífgunartilraunum. Þessi hluti skýrslunnar hefur vakið hörð viðbrögð og segja andstæðingar líknardráps og fóstureyðinga það hlutverk lækna að linna þjáningar en ekki að myrða sjúklinga. Verði vikið frá þessu sé sú hætta fyrir hendi að litið verði á þá í okkar samfélagi sem hver varnarlausastir séu sem minni manneskjur en aðra. Sonur Ednu Kennedy fæddist nokkuð fyrir tímann og þjáðist af sjaldgæfum húðsjúkdómi og þjáðist mikið meðan hann lifði. Varla mátti snerta hann án þess að honum blæddi og hann finndi fyrir miklum sársauka. Móðir hans viðurkennir að léttir hafi verið sorginni yfirsterkari þegar sonurinn lést, þrjátíu og sex ára að aldri. Hún spyr þó hvaða rétt við höfum til að halda barni á lífi sem sé þjakað af sársauka. Margir eigi eftir að finna leið til að sneiða framhjá reglum og lögum auk þess sem sú hætta sé fyrir hendi að börn - sem eigi möguleika á góðu lífi - verði deydd. Það telst vera fósturlát ef barn fæðist í 22. viku meðgöngu hér á landi. Að þeim tíma liðnum er talað um fyrirburafæðingu. Árangur starfsfólks vökudeildar Landspítala háskólasjúkrahúss, í umönnun fyrirbura, er að sögn þeirra sem vel til þekkja góður á vestrænan mælikvarða. Erlent Fréttir Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Breskir sérfræðingar leggja til að læknar þar í landi grípi ekki til endurlífgunartilrauna á börnum sem fæðast 18 vikum fyrir tímann eða fyrr. Tillagan hefur vakið miklar deilur í Bretlandi. Andstæðingar benda á að læknum beri að lina þjáningar en ekki deyða sjúklinga. Framfarir í læknavísindum hafa gert læknum mögulegt að bjarga lífi sumra barna sem fæðast fyrir tímann. Sérfræðingar hjá Nuffield-ráðinu breska spyrja þó hvort rétt sé að beita þessari tækni í öllum tilvikum. Ráðið hefur látið lífsiðfræði til sín taka og birti á dögunum skýrslu þar sem fjallað er um málefni tengd fyrirburum, samskipti milli lækna og foreldra. Almennt telja læknar afar litlar líkur á því að börn sem fæðist á tuttugustu og annarri viku meðgöngu komist lífs af auk þess sem mikil hætta sé á fötlun. Fæðist barn í 22. eða 23. viku meta læknar í Bretlandi lífsleikur þeirra aðeins einn á móti hundrað. Barnaverndarsamtök í Bretlandi segja um 300 börn fæðast á 23. viku á ári hverju í Bretlandi og 17% þeirra haldi lífi. Helmingur barna sem fæðist á 25. viku lifi. Í skýrslunni er lagt til að læknar grípi ekki til endurlífgunartilrauna á börnum sem fæðist 18 vikum fyrir tíman eða fyrr. Fæðist barn í 23. viku skuli læknir ráðfæra sig við foreldra. Fæðist barn í 24. viku séu mun sterkari rök fyrir því að beitar endurlífgunartilraunum. Þessi hluti skýrslunnar hefur vakið hörð viðbrögð og segja andstæðingar líknardráps og fóstureyðinga það hlutverk lækna að linna þjáningar en ekki að myrða sjúklinga. Verði vikið frá þessu sé sú hætta fyrir hendi að litið verði á þá í okkar samfélagi sem hver varnarlausastir séu sem minni manneskjur en aðra. Sonur Ednu Kennedy fæddist nokkuð fyrir tímann og þjáðist af sjaldgæfum húðsjúkdómi og þjáðist mikið meðan hann lifði. Varla mátti snerta hann án þess að honum blæddi og hann finndi fyrir miklum sársauka. Móðir hans viðurkennir að léttir hafi verið sorginni yfirsterkari þegar sonurinn lést, þrjátíu og sex ára að aldri. Hún spyr þó hvaða rétt við höfum til að halda barni á lífi sem sé þjakað af sársauka. Margir eigi eftir að finna leið til að sneiða framhjá reglum og lögum auk þess sem sú hætta sé fyrir hendi að börn - sem eigi möguleika á góðu lífi - verði deydd. Það telst vera fósturlát ef barn fæðist í 22. viku meðgöngu hér á landi. Að þeim tíma liðnum er talað um fyrirburafæðingu. Árangur starfsfólks vökudeildar Landspítala háskólasjúkrahúss, í umönnun fyrirbura, er að sögn þeirra sem vel til þekkja góður á vestrænan mælikvarða.
Erlent Fréttir Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira