Ekki endurlífgun ef fæðist 18 vikum fyrir tímann 19. nóvember 2006 19:00 Breskir sérfræðingar leggja til að læknar þar í landi grípi ekki til endurlífgunartilrauna á börnum sem fæðast 18 vikum fyrir tímann eða fyrr. Tillagan hefur vakið miklar deilur í Bretlandi. Andstæðingar benda á að læknum beri að lina þjáningar en ekki deyða sjúklinga. Framfarir í læknavísindum hafa gert læknum mögulegt að bjarga lífi sumra barna sem fæðast fyrir tímann. Sérfræðingar hjá Nuffield-ráðinu breska spyrja þó hvort rétt sé að beita þessari tækni í öllum tilvikum. Ráðið hefur látið lífsiðfræði til sín taka og birti á dögunum skýrslu þar sem fjallað er um málefni tengd fyrirburum, samskipti milli lækna og foreldra. Almennt telja læknar afar litlar líkur á því að börn sem fæðist á tuttugustu og annarri viku meðgöngu komist lífs af auk þess sem mikil hætta sé á fötlun. Fæðist barn í 22. eða 23. viku meta læknar í Bretlandi lífsleikur þeirra aðeins einn á móti hundrað. Barnaverndarsamtök í Bretlandi segja um 300 börn fæðast á 23. viku á ári hverju í Bretlandi og 17% þeirra haldi lífi. Helmingur barna sem fæðist á 25. viku lifi. Í skýrslunni er lagt til að læknar grípi ekki til endurlífgunartilrauna á börnum sem fæðist 18 vikum fyrir tíman eða fyrr. Fæðist barn í 23. viku skuli læknir ráðfæra sig við foreldra. Fæðist barn í 24. viku séu mun sterkari rök fyrir því að beitar endurlífgunartilraunum. Þessi hluti skýrslunnar hefur vakið hörð viðbrögð og segja andstæðingar líknardráps og fóstureyðinga það hlutverk lækna að linna þjáningar en ekki að myrða sjúklinga. Verði vikið frá þessu sé sú hætta fyrir hendi að litið verði á þá í okkar samfélagi sem hver varnarlausastir séu sem minni manneskjur en aðra. Sonur Ednu Kennedy fæddist nokkuð fyrir tímann og þjáðist af sjaldgæfum húðsjúkdómi og þjáðist mikið meðan hann lifði. Varla mátti snerta hann án þess að honum blæddi og hann finndi fyrir miklum sársauka. Móðir hans viðurkennir að léttir hafi verið sorginni yfirsterkari þegar sonurinn lést, þrjátíu og sex ára að aldri. Hún spyr þó hvaða rétt við höfum til að halda barni á lífi sem sé þjakað af sársauka. Margir eigi eftir að finna leið til að sneiða framhjá reglum og lögum auk þess sem sú hætta sé fyrir hendi að börn - sem eigi möguleika á góðu lífi - verði deydd. Það telst vera fósturlát ef barn fæðist í 22. viku meðgöngu hér á landi. Að þeim tíma liðnum er talað um fyrirburafæðingu. Árangur starfsfólks vökudeildar Landspítala háskólasjúkrahúss, í umönnun fyrirbura, er að sögn þeirra sem vel til þekkja góður á vestrænan mælikvarða. Erlent Fréttir Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Breskir sérfræðingar leggja til að læknar þar í landi grípi ekki til endurlífgunartilrauna á börnum sem fæðast 18 vikum fyrir tímann eða fyrr. Tillagan hefur vakið miklar deilur í Bretlandi. Andstæðingar benda á að læknum beri að lina þjáningar en ekki deyða sjúklinga. Framfarir í læknavísindum hafa gert læknum mögulegt að bjarga lífi sumra barna sem fæðast fyrir tímann. Sérfræðingar hjá Nuffield-ráðinu breska spyrja þó hvort rétt sé að beita þessari tækni í öllum tilvikum. Ráðið hefur látið lífsiðfræði til sín taka og birti á dögunum skýrslu þar sem fjallað er um málefni tengd fyrirburum, samskipti milli lækna og foreldra. Almennt telja læknar afar litlar líkur á því að börn sem fæðist á tuttugustu og annarri viku meðgöngu komist lífs af auk þess sem mikil hætta sé á fötlun. Fæðist barn í 22. eða 23. viku meta læknar í Bretlandi lífsleikur þeirra aðeins einn á móti hundrað. Barnaverndarsamtök í Bretlandi segja um 300 börn fæðast á 23. viku á ári hverju í Bretlandi og 17% þeirra haldi lífi. Helmingur barna sem fæðist á 25. viku lifi. Í skýrslunni er lagt til að læknar grípi ekki til endurlífgunartilrauna á börnum sem fæðist 18 vikum fyrir tíman eða fyrr. Fæðist barn í 23. viku skuli læknir ráðfæra sig við foreldra. Fæðist barn í 24. viku séu mun sterkari rök fyrir því að beitar endurlífgunartilraunum. Þessi hluti skýrslunnar hefur vakið hörð viðbrögð og segja andstæðingar líknardráps og fóstureyðinga það hlutverk lækna að linna þjáningar en ekki að myrða sjúklinga. Verði vikið frá þessu sé sú hætta fyrir hendi að litið verði á þá í okkar samfélagi sem hver varnarlausastir séu sem minni manneskjur en aðra. Sonur Ednu Kennedy fæddist nokkuð fyrir tímann og þjáðist af sjaldgæfum húðsjúkdómi og þjáðist mikið meðan hann lifði. Varla mátti snerta hann án þess að honum blæddi og hann finndi fyrir miklum sársauka. Móðir hans viðurkennir að léttir hafi verið sorginni yfirsterkari þegar sonurinn lést, þrjátíu og sex ára að aldri. Hún spyr þó hvaða rétt við höfum til að halda barni á lífi sem sé þjakað af sársauka. Margir eigi eftir að finna leið til að sneiða framhjá reglum og lögum auk þess sem sú hætta sé fyrir hendi að börn - sem eigi möguleika á góðu lífi - verði deydd. Það telst vera fósturlát ef barn fæðist í 22. viku meðgöngu hér á landi. Að þeim tíma liðnum er talað um fyrirburafæðingu. Árangur starfsfólks vökudeildar Landspítala háskólasjúkrahúss, í umönnun fyrirbura, er að sögn þeirra sem vel til þekkja góður á vestrænan mælikvarða.
Erlent Fréttir Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira