Sendiherra segir árás hafa verið mistök 14. nóvember 2006 21:11 Mótmælendur fyrir utan utanríkisráðuneytið í dag. MYND/Gunnar Utanríkisráðherra afhenti í morgun sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels, þar sem morðum á óbreyttum borgurum á Gaza í síðustu viku var harðlega mótmælt. Það sama gerði formaður Samfylkingarinnar á snubbóttum fundi með sendiherranum á Alþingi í dag. Miryam Shomrat sendiherra Ísraels á Íslandi með aðsetur í Osló, er hér í þriggja daga heimsókn. Í morgun kom hún til fundar við Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, þar sem mótmælendur hugðust afhenda henni mótmælabréf. Tæplega 100 mannsvoru mætt hér fyrir utanríkisráðuneytið í morgun til að mótmæla framferði Ísraelshers í Palestínu. Skilboð þeirra sem voru að mótmæla hér voru öll þau sömu, að Ísraelsmenn ættu að hypja sig frá herteknu svæðunum. Sendiherrann var hins vegar komin í ráðuneytið á undan mótmælendum og fór þaðan út um bakdyr, þannig að mótmælendur náðu aldrei að afhenda henni mótmæli sín. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína sagði: Það er mjög mikilvægt að hún átti sig á því að þegar hún kemur hingað í kjölfar þessara óhugnalegu blóðbaða og er vafalítið samkvæmt sínu starfsumboði að útskýra og réttlæta gerðir Ísraelshers, þar á meðal fjöldamorðið núna á Gaza, Þá er mjög mikilvægt að hún fái það að heyra og hennar yfirboðarar að Íslendingar hafi ekkert við Ísraelsstjórn að tala. Utanríkisráðherra afhenti sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels. Valgerður sagði að þar kæmi fram að íslensk stjórnvöld fordæma árás Ísraelshers á íbúðarhverfi á Gaza nýlega þar sem að óbreyttir borgarar létu lífið, þar á meðal konur og börn. Valgerður segist jafnframt hafa sagt sendiherranum að íslensk stjórnvöld viðurkenndu rétt Ísraela til að verja sig samkvæmt alþjóðalögum. En að aðgerðir Ísraelshers á Gaza hefðu einungis orðið til þess að hella olíu á eldinn. Valgerður sagði ennfremur að Ísraelar héldu því fram að þarna hefði verið um svokölluð tæknileg mistök að ræða, eins langt eins og það nær að skýra hlutina með þeim hætti - HMP: Finnst þér þessar skýringar trúverðugar, að þarna hafi tæknileg mistök verið á ferðinni - Mér finnst óskaplega erfitt, eins og ég sagði henni, að tala um hluti sem þessa sem tæknileg mistök, svona alvarlega hluti. En ég get ekki neitað því að hún fari þar með rétt mál. Það vissulega er notuð tækni við árásir sem þessar og þar af leiðandi geta átt sér stað mistök við þá notkun á tækninni en mér finnst ekki að það sé nein afsökun en þetta getur verið útskýring. Aðspurð sagði sendiherrann að viðbrögð íslenska utanríkisráðherrans hefðu ekki komið sér á óvart. Hún sagði að Ísraelsmenn hefðu tekið því mjög alvarlega sem gerðist í Beit Hanoun og skildu að vinir þeirra litu atvikið alvarlegum augum. Hún lagði samt áherslu á að gagnstætt því sem haldið er fram og gagnstætt því sem Palestínumenn gera, að ráðast af ásettu ráði á ísraelska borgara, réðist ísraelski herinn ekki viljandi á palestínska borgara og sagði síðan að þetta hefðu verið mistök. Ennfremur tók hún fram að mistökin hefðu ekki verið af mannlegum toga, heldur hefðu rafeindatæki bilað. Sendiherrann átti einnig fundi með forseta Alþingis og formanni Samfylkingarinnar í dag. Við greinum nánar frá heimsókn sendiherrans í Íslandi í dag hér rétt á eftir og birtum þá ítarlegri viðtöl við sendiherrann, íslenska stjórnmálamenn og mótmælendur. Fréttir Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Utanríkisráðherra afhenti í morgun sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels, þar sem morðum á óbreyttum borgurum á Gaza í síðustu viku var harðlega mótmælt. Það sama gerði formaður Samfylkingarinnar á snubbóttum fundi með sendiherranum á Alþingi í dag. Miryam Shomrat sendiherra Ísraels á Íslandi með aðsetur í Osló, er hér í þriggja daga heimsókn. Í morgun kom hún til fundar við Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, þar sem mótmælendur hugðust afhenda henni mótmælabréf. Tæplega 100 mannsvoru mætt hér fyrir utanríkisráðuneytið í morgun til að mótmæla framferði Ísraelshers í Palestínu. Skilboð þeirra sem voru að mótmæla hér voru öll þau sömu, að Ísraelsmenn ættu að hypja sig frá herteknu svæðunum. Sendiherrann var hins vegar komin í ráðuneytið á undan mótmælendum og fór þaðan út um bakdyr, þannig að mótmælendur náðu aldrei að afhenda henni mótmæli sín. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína sagði: Það er mjög mikilvægt að hún átti sig á því að þegar hún kemur hingað í kjölfar þessara óhugnalegu blóðbaða og er vafalítið samkvæmt sínu starfsumboði að útskýra og réttlæta gerðir Ísraelshers, þar á meðal fjöldamorðið núna á Gaza, Þá er mjög mikilvægt að hún fái það að heyra og hennar yfirboðarar að Íslendingar hafi ekkert við Ísraelsstjórn að tala. Utanríkisráðherra afhenti sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels. Valgerður sagði að þar kæmi fram að íslensk stjórnvöld fordæma árás Ísraelshers á íbúðarhverfi á Gaza nýlega þar sem að óbreyttir borgarar létu lífið, þar á meðal konur og börn. Valgerður segist jafnframt hafa sagt sendiherranum að íslensk stjórnvöld viðurkenndu rétt Ísraela til að verja sig samkvæmt alþjóðalögum. En að aðgerðir Ísraelshers á Gaza hefðu einungis orðið til þess að hella olíu á eldinn. Valgerður sagði ennfremur að Ísraelar héldu því fram að þarna hefði verið um svokölluð tæknileg mistök að ræða, eins langt eins og það nær að skýra hlutina með þeim hætti - HMP: Finnst þér þessar skýringar trúverðugar, að þarna hafi tæknileg mistök verið á ferðinni - Mér finnst óskaplega erfitt, eins og ég sagði henni, að tala um hluti sem þessa sem tæknileg mistök, svona alvarlega hluti. En ég get ekki neitað því að hún fari þar með rétt mál. Það vissulega er notuð tækni við árásir sem þessar og þar af leiðandi geta átt sér stað mistök við þá notkun á tækninni en mér finnst ekki að það sé nein afsökun en þetta getur verið útskýring. Aðspurð sagði sendiherrann að viðbrögð íslenska utanríkisráðherrans hefðu ekki komið sér á óvart. Hún sagði að Ísraelsmenn hefðu tekið því mjög alvarlega sem gerðist í Beit Hanoun og skildu að vinir þeirra litu atvikið alvarlegum augum. Hún lagði samt áherslu á að gagnstætt því sem haldið er fram og gagnstætt því sem Palestínumenn gera, að ráðast af ásettu ráði á ísraelska borgara, réðist ísraelski herinn ekki viljandi á palestínska borgara og sagði síðan að þetta hefðu verið mistök. Ennfremur tók hún fram að mistökin hefðu ekki verið af mannlegum toga, heldur hefðu rafeindatæki bilað. Sendiherrann átti einnig fundi með forseta Alþingis og formanni Samfylkingarinnar í dag. Við greinum nánar frá heimsókn sendiherrans í Íslandi í dag hér rétt á eftir og birtum þá ítarlegri viðtöl við sendiherrann, íslenska stjórnmálamenn og mótmælendur.
Fréttir Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“