McLaren bílarnir verða í speglinum hjá mér á næsta ári 14. nóvember 2006 17:30 NordicPhotos/GettyImages Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen, sem nú er genginn í raðir Ferrari þar sem honum verður ætlað að fylla skarð Michael Schumacher, segir að samningur hans við liðið verði hugsanlega síðasti samningurinn sem hann skrifar undir á ferlinum. Raikkönen var nálægt því að verða heimsmeistari árin 2003 og 2005 þegar hann ók fyrir McLaren, en hann segist eiga mun betri möguleika á að vinna titil hjá Ferrari en hjá gamla liðinu sínu. Hann á þó ekki von á því að endurtaka afrek Schumacher, sem varð sjö sinnum heimsmeistari á ferlinum. "Með rétta bílnum og góðu liði, væri eflaust hægt að ná meti Schumacher, en ég er nokkuð viss um að ég verði ekki það lengi í bransanum að ég nái að vinna sjö titla og samningurinn sem ég var að skrifa undir gæti allt eins orðið minn síðasti. Ég ákvað hinsvegar fyrir löngu að ganga í raðir Ferrari og ég er alveg viss um að ég get orðið heimsmeistari með liðinu," sagði Raikkönen. "Mitt takmark hefur alltaf verið að verða heimsmeistari og ég veit að ég á góða möguleika á því hjá Ferrari. Minn helsti keppinautur á næsta ári verður ekki Fernando Alonso, heldur félagi minn Felipe Massa hjá Ferrari og framvegis sé ég McLaren bílana aðeins í baksýnisspeglinum mínum," sagði Finninn hægláti í samtali við þýska fjölmiðla. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen, sem nú er genginn í raðir Ferrari þar sem honum verður ætlað að fylla skarð Michael Schumacher, segir að samningur hans við liðið verði hugsanlega síðasti samningurinn sem hann skrifar undir á ferlinum. Raikkönen var nálægt því að verða heimsmeistari árin 2003 og 2005 þegar hann ók fyrir McLaren, en hann segist eiga mun betri möguleika á að vinna titil hjá Ferrari en hjá gamla liðinu sínu. Hann á þó ekki von á því að endurtaka afrek Schumacher, sem varð sjö sinnum heimsmeistari á ferlinum. "Með rétta bílnum og góðu liði, væri eflaust hægt að ná meti Schumacher, en ég er nokkuð viss um að ég verði ekki það lengi í bransanum að ég nái að vinna sjö titla og samningurinn sem ég var að skrifa undir gæti allt eins orðið minn síðasti. Ég ákvað hinsvegar fyrir löngu að ganga í raðir Ferrari og ég er alveg viss um að ég get orðið heimsmeistari með liðinu," sagði Raikkönen. "Mitt takmark hefur alltaf verið að verða heimsmeistari og ég veit að ég á góða möguleika á því hjá Ferrari. Minn helsti keppinautur á næsta ári verður ekki Fernando Alonso, heldur félagi minn Felipe Massa hjá Ferrari og framvegis sé ég McLaren bílana aðeins í baksýnisspeglinum mínum," sagði Finninn hægláti í samtali við þýska fjölmiðla.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira