McLaren bílarnir verða í speglinum hjá mér á næsta ári 14. nóvember 2006 17:30 NordicPhotos/GettyImages Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen, sem nú er genginn í raðir Ferrari þar sem honum verður ætlað að fylla skarð Michael Schumacher, segir að samningur hans við liðið verði hugsanlega síðasti samningurinn sem hann skrifar undir á ferlinum. Raikkönen var nálægt því að verða heimsmeistari árin 2003 og 2005 þegar hann ók fyrir McLaren, en hann segist eiga mun betri möguleika á að vinna titil hjá Ferrari en hjá gamla liðinu sínu. Hann á þó ekki von á því að endurtaka afrek Schumacher, sem varð sjö sinnum heimsmeistari á ferlinum. "Með rétta bílnum og góðu liði, væri eflaust hægt að ná meti Schumacher, en ég er nokkuð viss um að ég verði ekki það lengi í bransanum að ég nái að vinna sjö titla og samningurinn sem ég var að skrifa undir gæti allt eins orðið minn síðasti. Ég ákvað hinsvegar fyrir löngu að ganga í raðir Ferrari og ég er alveg viss um að ég get orðið heimsmeistari með liðinu," sagði Raikkönen. "Mitt takmark hefur alltaf verið að verða heimsmeistari og ég veit að ég á góða möguleika á því hjá Ferrari. Minn helsti keppinautur á næsta ári verður ekki Fernando Alonso, heldur félagi minn Felipe Massa hjá Ferrari og framvegis sé ég McLaren bílana aðeins í baksýnisspeglinum mínum," sagði Finninn hægláti í samtali við þýska fjölmiðla. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen, sem nú er genginn í raðir Ferrari þar sem honum verður ætlað að fylla skarð Michael Schumacher, segir að samningur hans við liðið verði hugsanlega síðasti samningurinn sem hann skrifar undir á ferlinum. Raikkönen var nálægt því að verða heimsmeistari árin 2003 og 2005 þegar hann ók fyrir McLaren, en hann segist eiga mun betri möguleika á að vinna titil hjá Ferrari en hjá gamla liðinu sínu. Hann á þó ekki von á því að endurtaka afrek Schumacher, sem varð sjö sinnum heimsmeistari á ferlinum. "Með rétta bílnum og góðu liði, væri eflaust hægt að ná meti Schumacher, en ég er nokkuð viss um að ég verði ekki það lengi í bransanum að ég nái að vinna sjö titla og samningurinn sem ég var að skrifa undir gæti allt eins orðið minn síðasti. Ég ákvað hinsvegar fyrir löngu að ganga í raðir Ferrari og ég er alveg viss um að ég get orðið heimsmeistari með liðinu," sagði Raikkönen. "Mitt takmark hefur alltaf verið að verða heimsmeistari og ég veit að ég á góða möguleika á því hjá Ferrari. Minn helsti keppinautur á næsta ári verður ekki Fernando Alonso, heldur félagi minn Felipe Massa hjá Ferrari og framvegis sé ég McLaren bílana aðeins í baksýnisspeglinum mínum," sagði Finninn hægláti í samtali við þýska fjölmiðla.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira