Við handalögmálum lá hjá farþegum 13. nóvember 2006 16:55 Svo gæti farið að Iceland Express hætti millilandaflugi til Akureyrar vegna ítrekaðra árekstra við farþega. Við handalögmálum lá í gær þegar farþegar lentu í 17 tíma hrakningum á leið til Akureyrar frá Kaupmannahöfn. Það tók farþega sem áttu pantað flug frá Kaupmannahöfn til Akureyrar í gær sautján klukkutíma að komast á áfangastað. Fyrst varð töf á Kastrup og síðan var ákveðið að lenda í Keflavík en ekki á Akureyri. Farþegarnir fóru þaðan með rútu til Akureyrar. Bjarnveig Ingvadóttir, forseti bæjarstjórnar á Dalvík, telur að félagið hafi sagt farþegum ósatt þegar sú skýring var gefin að veðurfarsaðstæður kæmu í veg fyrir lendingu á Akureyri. Upplýsingar frá flugturni bendi til annars og segir hún að upplýsingagjöf hafi verið ónóg og loforð verið svikin. Raunveruleg ástæða fyrir því að lent hafi verið í Reykjavík hafi verið sú að félagið hafi þurft að nota vélina strax í flug frá Keflavík til Lundúna og hafi legið við handalögmálum þegar ástandið var hvað verst. Bjarney segist ekki geta ímyndað sér að nokkur þessara 90 farþega muni skipta aftur við félagið. Birgir Jónsson forstjóri Iceland Express segir að ítrekuð óánægja farþega í Akureyrarfluginu kunni að verða til þess að félagið endurskoði áætlun og hætti jafnvel millilandafluginu. Eina ástæða þess að vélin lenti ekki á Akureyri sé sú að flugstjórinn hafi ekki viljað taka áhættuna vegna slæmrar veðurspár. Mun ódýrara hefði verið að lenda með farþegana á Akureyri og fljúga þaðan til Keflavíkur en gefa öllum farþegunum mat og ferja þá með rútum norður. Birgir segir furðulegt að Norðlendingar hafi ekki meira umburðarlyndi. Iceland Express hafi að sama skapi ekki efni á því ímyndarlega að lenda ítrekað í átökum við farþega. Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Sjá meira
Svo gæti farið að Iceland Express hætti millilandaflugi til Akureyrar vegna ítrekaðra árekstra við farþega. Við handalögmálum lá í gær þegar farþegar lentu í 17 tíma hrakningum á leið til Akureyrar frá Kaupmannahöfn. Það tók farþega sem áttu pantað flug frá Kaupmannahöfn til Akureyrar í gær sautján klukkutíma að komast á áfangastað. Fyrst varð töf á Kastrup og síðan var ákveðið að lenda í Keflavík en ekki á Akureyri. Farþegarnir fóru þaðan með rútu til Akureyrar. Bjarnveig Ingvadóttir, forseti bæjarstjórnar á Dalvík, telur að félagið hafi sagt farþegum ósatt þegar sú skýring var gefin að veðurfarsaðstæður kæmu í veg fyrir lendingu á Akureyri. Upplýsingar frá flugturni bendi til annars og segir hún að upplýsingagjöf hafi verið ónóg og loforð verið svikin. Raunveruleg ástæða fyrir því að lent hafi verið í Reykjavík hafi verið sú að félagið hafi þurft að nota vélina strax í flug frá Keflavík til Lundúna og hafi legið við handalögmálum þegar ástandið var hvað verst. Bjarney segist ekki geta ímyndað sér að nokkur þessara 90 farþega muni skipta aftur við félagið. Birgir Jónsson forstjóri Iceland Express segir að ítrekuð óánægja farþega í Akureyrarfluginu kunni að verða til þess að félagið endurskoði áætlun og hætti jafnvel millilandafluginu. Eina ástæða þess að vélin lenti ekki á Akureyri sé sú að flugstjórinn hafi ekki viljað taka áhættuna vegna slæmrar veðurspár. Mun ódýrara hefði verið að lenda með farþegana á Akureyri og fljúga þaðan til Keflavíkur en gefa öllum farþegunum mat og ferja þá með rútum norður. Birgir segir furðulegt að Norðlendingar hafi ekki meira umburðarlyndi. Iceland Express hafi að sama skapi ekki efni á því ímyndarlega að lenda ítrekað í átökum við farþega.
Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Sjá meira