Innlent

Vill íslensk heiti á erlendum kvikmyndir

MYND/Heiða Helgadóttir

Beðmál í borginni, Heitt í kolunum, Hetjur háloftanna... Þetta vill menntamálaráðuneytið frekar sjá í stað Sex in the City, Some like it hot eða Flyboys. Ráðuneytið vill sporna við þeirri þróun að heiti erlendra kvikmynda, sem sýndar eru hér á landi, séu einungis á ensku og vill íslenska heitin.

Menntamálaráðuneytið sendi á dögunum bréf til aðila í kvikmynda- og fjölmiðlaiðnaðinum þar sem beint er óskum til allra sem framleiða, kynna og sýna kvikmyndir á Íslandi að staðinn sé vörður um íslenska tungu og því verði heiti þeirra ávallt birt á íslensku.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir ástæðuna fyrir því að ráðuneytið sendir út þessa ósk sé sú að höfða verði til ábyrgðar aðila í afþreyingariðnaðinum því hún sé mikil. Dagur íslenskrar tungu sé á næsta leiti og því lag að breyta þessu. Þróunina í titlum erlendra kvikmynda og sjónvarpsþátta megi rekja til andvaraleysis gagnvart íslenskri tungu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×