Misskilningur hjá Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar 10. nóvember 2006 20:58 Borgarstjóri undirritar samning um sölu Reykjavíkur á hlut sínum í Landsvirkjum. MYND/Pjetur Upplýsingafulltrúi skrifstofu borgarstjóra sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem er sagt að fréttir um að Reykjavíkurborg fái minna en stóð til fyrir hlut sinn í Landsvirkjun séu rangar. Tilkynningin hljómar svo: Í viljayfirlýsingu eigenda Landsvirkjunar frá 17. febrúar 2005 um að íslenska ríkið leysti til sín eignarhluta Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun er tiltekið að andvirði sölunnar skuli renna beint til að mæta lífeyrisskuldbindingum. Einnig er það sérstaklega tiltekið að greiðslurnar skuli inntar af hendi á löngum tíma. Þar af leiðandi var það frá upphafi viðræðna aldrei markmið samningsaðila að greiðslusamningnum væri ráðstafað á fjármagnsmarkaði. Lífeyrissjóðunum var aldrei ætlað að fá greiðslusamninginn til frjálsrar ráðstöfunar. Þess vegna er í bréfi Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar um ákaflega mikinn misskilning að ræða. Í samningsferlinu, var að kröfu sveitarfélaganna, samþykkt að ánafna greiðslusamninginn lífeyrissjóðunum þar sem þeir eru undanskyldir greiðslu fjármagnstekjuskatts. Samningur ríkisins og sveitarfélaganna kveður á um að ríkið gefi út verðtryggð skuldabréf með vöxtum sem eru þann 9. nóvember 2006 4,43%. Vextir skuldabréfanna eru breytilegir sem þýðir að sveitarfélögin eru að fá markaðsvexti á hverjum tíma. Í svari lífeyrissjóðsins er vísað til reglugerðar um tryggingafræðilegt mat á verðbréfaeign lífeyrissjóða. Þar er tilgreint að miða skuli við að vextir á skuldabréfum með breytilegum vöxtum skuli lækkaðir um 1,5% áður en þau eru núvirt. Þessari reglugerð var breytt þann 9. nóvember sl. á þann veg að við núvirðingu skuli aldrei reikna með lægri vöxtum en 3,5% og að þar með eigi fyllyrðingar lífeyrissjóðsins um afföll á skuldabréfum ekki við. Verða þessar athugasemdir borgarstjóra, ásamt svörum við fyrirspurnum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar um söluna og verðmat á Landsvirkjun lagðar fram á fundi borgarráðs á morgun. Fréttir Innlent Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Upplýsingafulltrúi skrifstofu borgarstjóra sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem er sagt að fréttir um að Reykjavíkurborg fái minna en stóð til fyrir hlut sinn í Landsvirkjun séu rangar. Tilkynningin hljómar svo: Í viljayfirlýsingu eigenda Landsvirkjunar frá 17. febrúar 2005 um að íslenska ríkið leysti til sín eignarhluta Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun er tiltekið að andvirði sölunnar skuli renna beint til að mæta lífeyrisskuldbindingum. Einnig er það sérstaklega tiltekið að greiðslurnar skuli inntar af hendi á löngum tíma. Þar af leiðandi var það frá upphafi viðræðna aldrei markmið samningsaðila að greiðslusamningnum væri ráðstafað á fjármagnsmarkaði. Lífeyrissjóðunum var aldrei ætlað að fá greiðslusamninginn til frjálsrar ráðstöfunar. Þess vegna er í bréfi Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar um ákaflega mikinn misskilning að ræða. Í samningsferlinu, var að kröfu sveitarfélaganna, samþykkt að ánafna greiðslusamninginn lífeyrissjóðunum þar sem þeir eru undanskyldir greiðslu fjármagnstekjuskatts. Samningur ríkisins og sveitarfélaganna kveður á um að ríkið gefi út verðtryggð skuldabréf með vöxtum sem eru þann 9. nóvember 2006 4,43%. Vextir skuldabréfanna eru breytilegir sem þýðir að sveitarfélögin eru að fá markaðsvexti á hverjum tíma. Í svari lífeyrissjóðsins er vísað til reglugerðar um tryggingafræðilegt mat á verðbréfaeign lífeyrissjóða. Þar er tilgreint að miða skuli við að vextir á skuldabréfum með breytilegum vöxtum skuli lækkaðir um 1,5% áður en þau eru núvirt. Þessari reglugerð var breytt þann 9. nóvember sl. á þann veg að við núvirðingu skuli aldrei reikna með lægri vöxtum en 3,5% og að þar með eigi fyllyrðingar lífeyrissjóðsins um afföll á skuldabréfum ekki við. Verða þessar athugasemdir borgarstjóra, ásamt svörum við fyrirspurnum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar um söluna og verðmat á Landsvirkjun lagðar fram á fundi borgarráðs á morgun.
Fréttir Innlent Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira