
Golf
Birgir Leifur byrjar vel

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG byrjaði mjög vel á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópsku mótaröðina sem fram fer á Spáni, en hann lék fyrsta hringinn í dag á 69 höggum eða 3 undir pari og er á meðal efstu manna á mótinu. 30 efstu kylfingarnir á mótinu tryggja sér sæti á Evrópumótaröðinni.