Íslensk stjórnvöld fordæma árásir Ísraela 9. nóvember 2006 10:49 Frá vettvangi árás Ísraels í fyrrinótt. MYND/AP Íslensk stjórnvöld fordæma árásir Ísraela á íbúðabyggð í Beit Hanoun í fyrrinótt, en þar féllu 18 óbreyttir borgarar, margir hverjir konur og börn, auk þess sem tugir særðust. Þetta kom fram í máli Jóns Sigurðssonar, starfandi utanríkisráðherra, á Alþingi í morgun. Sagði hann sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi væntanlegan til landsins í næstu viku og á fundi sínum með honum myndi utanríkisráðherra koma á framfæri formlegum mótmælum íslenskra stjórnvalda vegna málsins. Það var Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sem hóf umræðuna í athugasemdum um störf þingsns og spurði hvort íslensk stjórnvöld ætluðu að mótmæla framferði Ísraela. Hann tilkynnti um leið að formaður Frjálslynda flokksins hefði afboðað komu sína á fund með sendiherra Ísraels, Miryam Shomrat, í næstu viku vegna málsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði framferði Ísraela ganga fram af mönnum og þar í landi reyndu menn að koma í veg fyrir að festu yrði komið á í palestínskum stjórnmálum með stofnun þjóðstjórnar með árásum sem þessum. Atburðirnir í fyrrinótt væru ekkert annað en fjöldamorð því verið væri að ráðast á saklaust fólk í svefni. Minnti hann einnig á að Ísraelar hefðu notað bæði klasa- og fosfórsprengjur og geislavopn í stríði sínu við Hizbolla-samtökin í Líbanon í sumar og sagði að það hlyti að koma til greina að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þar sem Ísraelar þverbrytu alþjóðleg lög og samninga. Jón Sigurðsson, starfandi utanríkisráðherra, sagði að vandséð væri hvaða tilgangi árásirnar hefðu átt að þjóna og hvaða rök væru á bak við þær en sagði ísraelsk stjórnvöld hafa hafið rannsókn á málinu. Íslensk stjórnvöld fordæmdu árásirnar og formlegum mótmælum vegna framferðis þeirra yrði komið á framfæri á fundi utanríkisráðherra og sendiherra Ísraels í næstu viku. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Íslensk stjórnvöld fordæma árásir Ísraela á íbúðabyggð í Beit Hanoun í fyrrinótt, en þar féllu 18 óbreyttir borgarar, margir hverjir konur og börn, auk þess sem tugir særðust. Þetta kom fram í máli Jóns Sigurðssonar, starfandi utanríkisráðherra, á Alþingi í morgun. Sagði hann sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi væntanlegan til landsins í næstu viku og á fundi sínum með honum myndi utanríkisráðherra koma á framfæri formlegum mótmælum íslenskra stjórnvalda vegna málsins. Það var Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sem hóf umræðuna í athugasemdum um störf þingsns og spurði hvort íslensk stjórnvöld ætluðu að mótmæla framferði Ísraela. Hann tilkynnti um leið að formaður Frjálslynda flokksins hefði afboðað komu sína á fund með sendiherra Ísraels, Miryam Shomrat, í næstu viku vegna málsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði framferði Ísraela ganga fram af mönnum og þar í landi reyndu menn að koma í veg fyrir að festu yrði komið á í palestínskum stjórnmálum með stofnun þjóðstjórnar með árásum sem þessum. Atburðirnir í fyrrinótt væru ekkert annað en fjöldamorð því verið væri að ráðast á saklaust fólk í svefni. Minnti hann einnig á að Ísraelar hefðu notað bæði klasa- og fosfórsprengjur og geislavopn í stríði sínu við Hizbolla-samtökin í Líbanon í sumar og sagði að það hlyti að koma til greina að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þar sem Ísraelar þverbrytu alþjóðleg lög og samninga. Jón Sigurðsson, starfandi utanríkisráðherra, sagði að vandséð væri hvaða tilgangi árásirnar hefðu átt að þjóna og hvaða rök væru á bak við þær en sagði ísraelsk stjórnvöld hafa hafið rannsókn á málinu. Íslensk stjórnvöld fordæmdu árásirnar og formlegum mótmælum vegna framferðis þeirra yrði komið á framfæri á fundi utanríkisráðherra og sendiherra Ísraels í næstu viku.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira