Ráðherra sakaður um lygar í tengslum við Landsvirkjun 8. nóvember 2006 13:49 MYND/Vísir Þingmenn úr stjórnarandstöðunni sökuðu Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag um að segja ósatt í tengslum við áform ríkisstjórnarinnar um að gera Rarik og Orkubú Vestfjarða að dótturfélögum Landsvirkjunar. Ráðherra sakaði þingmennina hins vegar um orðbólgu í umræðunni.Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem kvaddi sér hljóðs um störf Alþingis í dag og benti á að iðnaðarráðherra hefði á ríkisstjórnarfundi í gær kynnt tvö frumvörp sem sneru að orkufyrirtækjum í eigu ríkisins. Annars vegar væri gert ráð fyrir flutningi á eignarhaldi Landsvirkjunar frá iðnaðarráðuneyti til fjármálaráðuneytis en hins vegar að Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða yrðu sameinuð Landsvirkjun.Benti Jón Gunnarsson á að hann hefði spurt iðnaðarráðherra um það í síðustu viku, í kjölfar kaupa ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrar í Landsvirkjun, hvort til stæði að sameina fyrirtækin en þá hefði ráðherra sagt að engin ákvörðun lægi fyrir um það. Spurði Jón því hvort ákvörðunin hefði verið tekin í hasti eða hvort ráðherra hefði logið fyrir viku.Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra svaraði því til að ekki væri um formlega sameiningu að ræða heldur yrðu félögin áfram sérstök hlutafélög en eignafyrirkomulag ríkisins yrði með öðrum hætti.Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér þá hljóðs og sakaði ráðherrann um að segja ósatt í málinu og spurði hvort ráðherra hefði einnig sagt ósatt í síðustu viku þegar hann lýsti því yfir að ekki stæði til að einkavæða Landsvirkjun. Því væri ástæða til að spyrja ráðherra þeirrar spurningar aftur.Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist telja að óheppilegt væri að sameina öll fyrirtækin og benti á að frekar hefði átt að styrkja Rarik og Orkubú Vestfjarða.Bæði Helgi Hjörvar, Samfylkingunni, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, gagnrýndu ráðherra og spurðu hvort fjárhagsstaða Landsvirkjunar væri svo slæm að lappa hefði þurft upp á hana með því sameina fyrirtækin þrjú.Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra steig svo aftur í pontu og sagði orðbólgu mikla í umræðunni og að orð væru notuð af vafasömu tilefni og of- og rangtúlkanir hefðu komið fram í máli stjórnarandstöðunnar. Ítrekaði hann að ekki væri um formlega sameiningu að ræða þar sem Rarik og Orkubú Vestfjarða yrðu áfram sérstök félög. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira
Þingmenn úr stjórnarandstöðunni sökuðu Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag um að segja ósatt í tengslum við áform ríkisstjórnarinnar um að gera Rarik og Orkubú Vestfjarða að dótturfélögum Landsvirkjunar. Ráðherra sakaði þingmennina hins vegar um orðbólgu í umræðunni.Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem kvaddi sér hljóðs um störf Alþingis í dag og benti á að iðnaðarráðherra hefði á ríkisstjórnarfundi í gær kynnt tvö frumvörp sem sneru að orkufyrirtækjum í eigu ríkisins. Annars vegar væri gert ráð fyrir flutningi á eignarhaldi Landsvirkjunar frá iðnaðarráðuneyti til fjármálaráðuneytis en hins vegar að Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða yrðu sameinuð Landsvirkjun.Benti Jón Gunnarsson á að hann hefði spurt iðnaðarráðherra um það í síðustu viku, í kjölfar kaupa ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrar í Landsvirkjun, hvort til stæði að sameina fyrirtækin en þá hefði ráðherra sagt að engin ákvörðun lægi fyrir um það. Spurði Jón því hvort ákvörðunin hefði verið tekin í hasti eða hvort ráðherra hefði logið fyrir viku.Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra svaraði því til að ekki væri um formlega sameiningu að ræða heldur yrðu félögin áfram sérstök hlutafélög en eignafyrirkomulag ríkisins yrði með öðrum hætti.Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér þá hljóðs og sakaði ráðherrann um að segja ósatt í málinu og spurði hvort ráðherra hefði einnig sagt ósatt í síðustu viku þegar hann lýsti því yfir að ekki stæði til að einkavæða Landsvirkjun. Því væri ástæða til að spyrja ráðherra þeirrar spurningar aftur.Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist telja að óheppilegt væri að sameina öll fyrirtækin og benti á að frekar hefði átt að styrkja Rarik og Orkubú Vestfjarða.Bæði Helgi Hjörvar, Samfylkingunni, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, gagnrýndu ráðherra og spurðu hvort fjárhagsstaða Landsvirkjunar væri svo slæm að lappa hefði þurft upp á hana með því sameina fyrirtækin þrjú.Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra steig svo aftur í pontu og sagði orðbólgu mikla í umræðunni og að orð væru notuð af vafasömu tilefni og of- og rangtúlkanir hefðu komið fram í máli stjórnarandstöðunnar. Ítrekaði hann að ekki væri um formlega sameiningu að ræða þar sem Rarik og Orkubú Vestfjarða yrðu áfram sérstök félög.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira