Hugarórar Samfylkingarinnar 7. nóvember 2006 19:44 Róbert Marshall er kokhraustur og talar um að hann sé að fara á þing til að fella ríkisstjórn. Dream on segir maður bara. Sjálfstæðisflokkurinn er með 42 prósent í skoðanakönnunum, Samfylkingin með 25. Það er eru engin teikn á lofti um að fylgi Samfylkingarinnar sé að aukast. Framboðslistar sem koma úr prófkjörum sæta ekki stórkostlegum tíðindum, formaðurinn virðist eiga í mestu erfiðleikum með að ná tengslum við kjósendur, boðskapur flokksins er ruglingslegur. Það er merkilegt að sjá virkjanasinna sigra í prófkjörum flokksins út um allt land. Þessi bloggfærsla Sigurjóns Magnúsar Egilssonar bendir reyndar til þess að einhverjir séu að fara á taugum í Samfylkingunni. --- --- --- Fylgi vinstri flokkanna tveggja, Samfylkingar og Vinstri grænna, er samanlagt á bilinu 43-45 prósent. Það færist eitthvað milli flokkanna, en þetta er nokkurn veginn það sem kemur upp úr kjörkössunum. Þá vantar talsvert upp á að mynda ríkisstjórn. Frjálslyndir gætu verið með ef þeim tekst að bjarga sér frá útrýmingu. Útspilið í innflytjendamálum gæti þó sett strik í reikninginn - í Evrópu hefur verið samkomulag að flokkar sem gera út á andúð gegn útlendingum séu ekki tækir í ríkisstjórnir. Framsókn þykir varla mjög girnilegur kostur, enda varla neitt nema afhroð í spilunum hjá flokknum. Það gæti jafnvel farið svo að ráðherrarnir Jón Sigurðsson, Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz næðu ekki einu sinni kjöri. Fari svo hlýtur flokkurinn að taka sér frí frá ríkisstjórnarsetu. Það yrði náttúrlega í hæsta máta óeðlilegt er ekki í stjórn eftir kosningar - það er að segja ef hann vinnur sigurinn sem skoðanakannanir boða. Almennt er það góð regla að sigurvegarar kosninga myndi ríkisstjórnir - því hefur barasta ekki alltaf verið fylgt hér á landi. Jú, ríkisstjórnin gæti fallið. Það veltur á Framsóknarflokknum fremur en Róberti Marshall og Samfylkingunni. En hvað tekur þá við? Má maður spá að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir myndi næstu ríkisstjórn? --- --- --- Björn Ingi Hrafnsson leggur til í borgarstjórn að gamli Lækurinn verði opnaður. Gott hjá honum. Þetta er mál sem ég hef fjallað um nokkrum sinnum. Lækurinn myndi lífga mikið upp á miðbæinn. Rennandi vatn dregur að sér mannlíf. Við verðum bara að vona að fyllibyttur bæjarins láti vera að detta ofan í Lækinn. --- --- --- Kristrún Heimisdóttir er einn áhugaverðasti þátttakandinn í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún er vel menntuð, hefur ekki bara haldið sig á torfunni hérna heima, les bækur ólíkt flestum þingmönnum (eða hvað?) og pælir í alvörunni í pólitík. Nú veit ég að ég er kominn hættulega nálægt því að lýsa yfir stuðningi við Kristrúnu - það var ekki ætlunin - heldur langaði mig að benda á pólitískt manífestó hennar sem hún birtir á heimasíðu sinni. Kristrún er býsna langt frá skelfilegu innihaldsleysi sem einkennir prófkjörsbaráttu sumra. Menn þurfa ekki að vera sammála öllu sem Kristrún segir, en þetta er athyglisverður texti þar sem er meðal annars lagt út frá kenningum hins merka stjórnmálaheimspekings John Rawls. --- --- --- Ég finn ekki úrið mitt. Það er nokkuð sérstakt, með blárri emalíeraðri skífu - af gerðinni Ulysse Nardin. Fundarlaunum er heitið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Róbert Marshall er kokhraustur og talar um að hann sé að fara á þing til að fella ríkisstjórn. Dream on segir maður bara. Sjálfstæðisflokkurinn er með 42 prósent í skoðanakönnunum, Samfylkingin með 25. Það er eru engin teikn á lofti um að fylgi Samfylkingarinnar sé að aukast. Framboðslistar sem koma úr prófkjörum sæta ekki stórkostlegum tíðindum, formaðurinn virðist eiga í mestu erfiðleikum með að ná tengslum við kjósendur, boðskapur flokksins er ruglingslegur. Það er merkilegt að sjá virkjanasinna sigra í prófkjörum flokksins út um allt land. Þessi bloggfærsla Sigurjóns Magnúsar Egilssonar bendir reyndar til þess að einhverjir séu að fara á taugum í Samfylkingunni. --- --- --- Fylgi vinstri flokkanna tveggja, Samfylkingar og Vinstri grænna, er samanlagt á bilinu 43-45 prósent. Það færist eitthvað milli flokkanna, en þetta er nokkurn veginn það sem kemur upp úr kjörkössunum. Þá vantar talsvert upp á að mynda ríkisstjórn. Frjálslyndir gætu verið með ef þeim tekst að bjarga sér frá útrýmingu. Útspilið í innflytjendamálum gæti þó sett strik í reikninginn - í Evrópu hefur verið samkomulag að flokkar sem gera út á andúð gegn útlendingum séu ekki tækir í ríkisstjórnir. Framsókn þykir varla mjög girnilegur kostur, enda varla neitt nema afhroð í spilunum hjá flokknum. Það gæti jafnvel farið svo að ráðherrarnir Jón Sigurðsson, Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz næðu ekki einu sinni kjöri. Fari svo hlýtur flokkurinn að taka sér frí frá ríkisstjórnarsetu. Það yrði náttúrlega í hæsta máta óeðlilegt er ekki í stjórn eftir kosningar - það er að segja ef hann vinnur sigurinn sem skoðanakannanir boða. Almennt er það góð regla að sigurvegarar kosninga myndi ríkisstjórnir - því hefur barasta ekki alltaf verið fylgt hér á landi. Jú, ríkisstjórnin gæti fallið. Það veltur á Framsóknarflokknum fremur en Róberti Marshall og Samfylkingunni. En hvað tekur þá við? Má maður spá að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir myndi næstu ríkisstjórn? --- --- --- Björn Ingi Hrafnsson leggur til í borgarstjórn að gamli Lækurinn verði opnaður. Gott hjá honum. Þetta er mál sem ég hef fjallað um nokkrum sinnum. Lækurinn myndi lífga mikið upp á miðbæinn. Rennandi vatn dregur að sér mannlíf. Við verðum bara að vona að fyllibyttur bæjarins láti vera að detta ofan í Lækinn. --- --- --- Kristrún Heimisdóttir er einn áhugaverðasti þátttakandinn í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún er vel menntuð, hefur ekki bara haldið sig á torfunni hérna heima, les bækur ólíkt flestum þingmönnum (eða hvað?) og pælir í alvörunni í pólitík. Nú veit ég að ég er kominn hættulega nálægt því að lýsa yfir stuðningi við Kristrúnu - það var ekki ætlunin - heldur langaði mig að benda á pólitískt manífestó hennar sem hún birtir á heimasíðu sinni. Kristrún er býsna langt frá skelfilegu innihaldsleysi sem einkennir prófkjörsbaráttu sumra. Menn þurfa ekki að vera sammála öllu sem Kristrún segir, en þetta er athyglisverður texti þar sem er meðal annars lagt út frá kenningum hins merka stjórnmálaheimspekings John Rawls. --- --- --- Ég finn ekki úrið mitt. Það er nokkuð sérstakt, með blárri emalíeraðri skífu - af gerðinni Ulysse Nardin. Fundarlaunum er heitið.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun