Bush tekur lokasprettinn 31. október 2006 16:46 George W. Bush segir demókrata skorta vilja til sigurs og ekki geta komið sér saman um stefnu varðandi Írak. Íraksstríðið hefur verið helsta vopn demókrata í kosningabaráttunni og það er að virka vel ef marka má skoðanakannanir. George W. Bush forseti veit hins vegar sem er að vika er langur tími í pólitík og reynir nú að snúa vopninu í höndum þeirra. Gagnrýnir stefnuleysi demókrataBush ferðast nú um og heldur kappfundi á þeim stöðum sem talið er að nærvera hans geti gagnast frambjóðendum repúblikana. Nýjasta könnun New York Times/CBS sjónvarpsstöðvarinnar sýnir einungis 38 prósenta ánægju með störf forsetans en það er ekki að sjá á þessum uppákomum. Þær eru vel skipulagðar og gefa þá mynd af Bush að hann sé öruggur og dáður leiðtogi. Markmiðið er að kveikja í flokksmönnum og fá þá til að flykkjast á kjörstaði. Bush, sem var klappstýra sem unglingur, er á heimavelli og gagnrýnir demókrata með grípandi slagorðum. Hann segir demókrata skorta vilja til sigurs og ekki geta komið sér saman um stefnu varðandi Írak. Veikur bletturÞar hittir forsetinn á veikan blett hjá demókrötum. Forystumenn og frambjóðendur flokksins segja nær allir að þeir vilji breyta um stefnu í Íraksstríðinu en þeir eru langt í frá sammála um hvernig eigi að standa að því. Sumir vilja sjá alla bandaríska hermenn burtu þaðan fyrir árslok 2007, aðrir gefa lengri tíma og enn aðrir telja að skipta eigi Írak í þrjú sjálfsstjórnarsvæði sem verði undir öryggisneti bandaríska hersins um óákveðinn tíma. Þar fyrir utan er hópur þingmanna sem vill skera á fjárstreymi til hersins vegna stríðsins. Breytinga ekki að væntaÁ hinn bóginn skiptir kannski ekki öllu máli þótt stefnuleysis gæti hjá demókrötum því á meðan Bush situr enn í Hvíta húsinu er valdið enn hans. Þingið mun hvorki hafa vald til að stjórna hernaði né kalla hersveitir heim. Að sjálfssögðu munu demókratar þó vera í betri aðstöðu til að hafa áhrif á ríkisstjórnina með einum eða öðrum hætti nái flokkurinn meirihluta í annarri eða báðum deildum þingsins. ÁhættaBush tekur ákveðna áhættu með að leggja áherslu á Írak svo stuttu fyrir kosningar. Flestir frambjóðendur repúblikana sem eru í óvissri stöðu forðast umræðu um stríðið og sumir þeirra forðast Bush. Karl Rove, sem kallaður er arkitekt kosningasigra repúblikanaflokksins undanfarin ár, gaf út þá stefnu í sumar að leiðin til að draga úr áhrifum Íraksstríðsins væri að ræða það og nýta til að benda á veikleika demókrata. Forsetinn tók þá stefnu upp af krafti fyrir helgi þegar hann bauð blaðamönnum að ræða Íraksstríðið og viðurkenndi vonbrigði með framgang þess. Það á eftir að koma í ljós hvort ráðgjöf Rove reynist farsæl en færa má rök fyrir því að á þessu stigi hafi repúblikanar litlu að tapa og til mikils að vinna. Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Íraksstríðið hefur verið helsta vopn demókrata í kosningabaráttunni og það er að virka vel ef marka má skoðanakannanir. George W. Bush forseti veit hins vegar sem er að vika er langur tími í pólitík og reynir nú að snúa vopninu í höndum þeirra. Gagnrýnir stefnuleysi demókrataBush ferðast nú um og heldur kappfundi á þeim stöðum sem talið er að nærvera hans geti gagnast frambjóðendum repúblikana. Nýjasta könnun New York Times/CBS sjónvarpsstöðvarinnar sýnir einungis 38 prósenta ánægju með störf forsetans en það er ekki að sjá á þessum uppákomum. Þær eru vel skipulagðar og gefa þá mynd af Bush að hann sé öruggur og dáður leiðtogi. Markmiðið er að kveikja í flokksmönnum og fá þá til að flykkjast á kjörstaði. Bush, sem var klappstýra sem unglingur, er á heimavelli og gagnrýnir demókrata með grípandi slagorðum. Hann segir demókrata skorta vilja til sigurs og ekki geta komið sér saman um stefnu varðandi Írak. Veikur bletturÞar hittir forsetinn á veikan blett hjá demókrötum. Forystumenn og frambjóðendur flokksins segja nær allir að þeir vilji breyta um stefnu í Íraksstríðinu en þeir eru langt í frá sammála um hvernig eigi að standa að því. Sumir vilja sjá alla bandaríska hermenn burtu þaðan fyrir árslok 2007, aðrir gefa lengri tíma og enn aðrir telja að skipta eigi Írak í þrjú sjálfsstjórnarsvæði sem verði undir öryggisneti bandaríska hersins um óákveðinn tíma. Þar fyrir utan er hópur þingmanna sem vill skera á fjárstreymi til hersins vegna stríðsins. Breytinga ekki að væntaÁ hinn bóginn skiptir kannski ekki öllu máli þótt stefnuleysis gæti hjá demókrötum því á meðan Bush situr enn í Hvíta húsinu er valdið enn hans. Þingið mun hvorki hafa vald til að stjórna hernaði né kalla hersveitir heim. Að sjálfssögðu munu demókratar þó vera í betri aðstöðu til að hafa áhrif á ríkisstjórnina með einum eða öðrum hætti nái flokkurinn meirihluta í annarri eða báðum deildum þingsins. ÁhættaBush tekur ákveðna áhættu með að leggja áherslu á Írak svo stuttu fyrir kosningar. Flestir frambjóðendur repúblikana sem eru í óvissri stöðu forðast umræðu um stríðið og sumir þeirra forðast Bush. Karl Rove, sem kallaður er arkitekt kosningasigra repúblikanaflokksins undanfarin ár, gaf út þá stefnu í sumar að leiðin til að draga úr áhrifum Íraksstríðsins væri að ræða það og nýta til að benda á veikleika demókrata. Forsetinn tók þá stefnu upp af krafti fyrir helgi þegar hann bauð blaðamönnum að ræða Íraksstríðið og viðurkenndi vonbrigði með framgang þess. Það á eftir að koma í ljós hvort ráðgjöf Rove reynist farsæl en færa má rök fyrir því að á þessu stigi hafi repúblikanar litlu að tapa og til mikils að vinna.
Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira